Vikan


Vikan - 11.10.1979, Page 14

Vikan - 11.10.1979, Page 14
115 milljarðar gera skilnaðinn sársaukaminni Saudi-Arabinn Adnan Kashoggi græddi hin gífurlegu auðæfi sín á vopnasölu og er nú einn rfkasti maður heims. Nú vill hann skilja og eiginkonan krefst hæsta fram- færslueyris sem nokkurn tímann hefur heyrst getið um í sárabætur. Ef Marvin Mitchelson vinnur nýjasta málið sitt verður hann um leið einn af auðugustu lögfræðingum heims. Því laun hans fyrir ómakið eru um 12 milljarðar króna. Þessi himinháu laun fær hann greidd af fagurri konu sem urn leið tryggir sér sæti í Heims- metabók Guinnes. Soraya Kashoggi krefst 115 milljarða króna sem framfærslueyris frá eiginmanni sínum eftir skilnað þeirra. Og það er heimsmet. Þau Kashoggi hafa verið gift í 18 ár. Og_L raua og veru hefði hann mátt gruna hvað hann átti í vændum um leið og hann heyrði nafn lögfræðings eigin- konunnar. Mitchelson er einhver frægasti skilnaðar- lögfræðingur hgims og það var hann sem tryggði fyrrverandi fylgikonu kvikmyndaleikarans Lee Marvins vænan framfærslu- eyri, jafnvel þó þau hefðu aldrei verið gift. Svo Kashoggi getur bara sett traust sitt á að Allah geri kraftaverk. Ekki svo að skilja að hann verði neinn fátæklingur þó hann tapi málinu. Þó ekki sé talið nema lystisnekkjan hans og ein „lítil” höll með danssölum, kvikmyndasal og einkaflugvelli eru það eignir upp á um 1000 Eiginkonu milljónamæringsins Kashoggis geðjaðist illa að veikleika hans fyrir fallegum Ijóskum. Soraya Kashoggi - kemst i Heimsmetabók Guinnes. 14 Vikan 41. tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.