Vikan


Vikan - 11.10.1979, Síða 17

Vikan - 11.10.1979, Síða 17
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren Söglllok Levndardómur gomla klaustursins Þýð: Steinunn Heigadóttír „Della, ástin mín, viltu gera mig að hamingjusamasta manni í heimi? Viltu standa við hlið mér að eilífu? Viltu verða konan mín? Mín eigin lafði Cunningham?" „Drekktu þetta og dragðu síðan and- ann djúpt að þér,” sagði hún. Ég gat lesið áhyggjur í andliti hennar, ég titraði stöðugt. „Vindurinn uppi i turninum hefur verið of sterkur fyrir þig. Komdu nær eldinum,” hún skaraði i glóðirnar í arninum. „Ekki kenna vindinum um ástand mitt. Það var vindurinn sem bjargaði lifi mínu,” sagði ég og skalf ákaft. „Bjargaði lifi þínu. Hvaða vitleysa er þetta, Della?” Svipur hennar varð undarlegur og vökull þegar ég sagði henni sögu mina, og varð til þess að ég sagði henni ekki frá ótta mínum um að einhver í húsinu sæktist eftir lífi minu. Hún virtist kærulaus um þetta, eins og svona lagað væri daglegur viðburður. „Við fórum i langa og stranga gönguferð. Það er engin furða þó þig hafi svimaðog fundist að handriðið væri að falla undan þér.” „Þetta var engin imyndun, frú Buller- Hunter, handriðið var ekki í lagi,” sagði ég þrjóskulega. „Sandsteinninn á handriðinu hlýtur að hafa eyðst mikið. Eg held að best væri að við minntumst ekki á þetta við neinn,” sagði hún og virtist niður- sokkinn i að athuga innihald einnar skúffunnar. „Ekki að minnast á þetta!” endurtók ég undrandi. „En ég hefði getað drepið mig þarna uppi!” Hún þagði augnablik. Síðan sagði hún: „Þér þykir vænt um Simon, er það ekki?” „Simon? Jú, auðvitaðþykirmérvænt um hann.” Hvernig gat hún vitað þetta? Og hvað kom það þessu máli við? Eftir að hafa vætt vasaklút í ilmvatni rétti hún mér hann. „Leggðu þetta á ennið, Della, þá mun þér líða betur.” Hún settist beint á móti eldinum og teygði fæturna i átt til hans. Ótti minn var horfinn og í stað þess fann ég aðeins fyrir óþolinmæði vegna þess hve rólegt allt virtist vera í kringum mig. Frú Buller-Hunter tók til máls eftir skamma stund. ..Eins og þú veist er Simon veikur. Cunningham hefur gert allt sem i hans valdi hefur staðið til að hann gæti fengið að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er og þar sem Simon virðist hafa ánægju af að hugsa um óðalið hefur faðir hans leyft honum það.” Ég kinkaði viðurkennandi kolli. „Já, bæði Simon og faðir hans elska óðalið og hafa töluvert meiri áhuga á þvi en Clive virðist hafa. En hvaða máli skiptir það?” Frú Buller-Hunter hristi höfuðið hægt. „Geturðu ekki séð það? Frændi þinn treystir Simoni til að sjá um að hlutir eins og svalirnar á turninum séu i lagi. Hvernig heldurðu að honum muni líða ef hann fréttir af þessu? Heldurðu að hann ntundi treysta Sintoni fyrir þessu framvegis? Finnst þér ekki líklegra að hann ntundi sjá til þess að Simon fengi ekki að hafa neitt nteð slíkt að gera i framtiðinni? Mundu að þetta er það eina sem Simon lifir fyrir." En hve þakklát ég var ráðum vinkonu minnar á þessari stundu. Ef ég hefði sjálf fengið að ráða hefði ég sagt frænda min- um frá þessu um leið og hann kæmi heim og með því skaðað þá manneskju sem ég síst af öllum vildi særa þannig að það yrði ekki bætt. Og þó — hvað með handriðið? Gæti það valdið einhverjum öðrum lífshættu? Það var sem frú Buller-Hunter gæti lesið hugsanir minar, hún minnti mig á að ég hefði séð Manning á svölunum, hann hlyti að hafa séð að handriðin þörfnuðust viðgerðar. „Ef það er rétt hjá þér að handriðið þarfnist viðgerðar mun hann sýna Simoni hvað gerðist og gert verður við það. Kannski var hann einmitt að líta eftir hvort allt væri í lagi þarna uppi." Ótti niinn sefaðist. En þegar ég var á leiðinni inn að herberginu minu komu aðrar spurningar upp i hugann, undar- 41. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.