Vikan


Vikan - 11.10.1979, Side 26

Vikan - 11.10.1979, Side 26
Hjónin staður.” Moria fann að hún slappaði nú loksins af þegar hún settist á stólinn sem þjónninn dró fram fyrir hana. David ákvað sig eftir að hafa litið aðeins augnablik á matseðilinn — hann valdi sér ekkert spánskt, heldur góðan og gamaldags kjúkling. Moria vildi eitthvað spennandi. Hún leit til hjónanna þeirra. Konan var búin að leggja frá sér matseðilinn og hann var að panta, svo þaðan var ekki neinnar hjálpar að vænta. Moria valdi sér gazpachosúpu og spánska eggjaköku, svo hún gæti borið hana saman við þá sem hún átti að venjast heima. David var að panta rauð- vtn. „Ég held að ég vilji frekar hvitvin,” sagði Moria. Hann varð að breyta pönt- uninni í hálfa flösku af hvoru. „Þú hefur alltaf sagt að þér þyki rauð- vín best, ég skil ekki af hverju þú vilt vera öðruvisi í kvöld,” sagði hann ergilega. „En þú spurðir mig ekki núna.” Þau máttu aldrei ganga að hvort öðru vísu. Hjónin höfðu nú fengið víniðsitt. það var rauðvin. Hann hellti í glösin þeirra. Hann drakk án þess að lita á hana — einkennilegt. Það eina sem hún gerði var að kinka einstaka sinnum til hans kolli. Þau máttu aldrei verða svona. Hún vildi horfa i augu Davids til þess að sjá hvernig honum væri innanbrjósts og hvað hann hugsaði. Það var dásamlegt að sjá það þegar hann fór að langa til þess að elskast með henni. Moria kinkaði kolli í átt til hjónanna þeirra. „Við megum aldrei verða eins og þau, David. Svo virðist sem þau langi ekki til þess að lita á hvort annað lengur.” „Ég field að þú hafir rangt fyrir þér núna," sagði David hægt. „Ég er lika búinn að fylgjast með þeim. Við værum ekki svona upptekin af þeim, nú þegar þau eru búin að visa okkur á þennan stað, ef þau eru eins lífsleið og þú heldur. Þau draga okkur að sér vegna þess að það er einhvers konar aðdráttar- fullvissa milli þeirra ...” „Aðdráttarfullvissa?” Moria skildi hvorki upp né niður. „Já, þau eru bara svo viss hvort um annað. Við verðum svona lika — að lokum.” Hann brosti og hún teygði sig yfir borðið og lagði hönd sina yfir hönd hans. Elsku David. Hafði hann kannski rétt fyrir sér varðandi hjónin þeirra? Þá komu tónlistarmennirnir inn. Þrir ungir menn klæddir eins og „trúba- dúrar', klæddir i svartar skikkjur, bryddar rauðu silki, hvitar skyrtur og svartar hnébuxur. Þeir léku hljóðlega við hvert borð, það rétt heyrðist i gitörunum, tónarnir blönduðust kliðnum i veitinga salnum. Þegar þeir komu að borði hjónanna brosli konan skyndilega og það var hún sem bað unt lagið. Trúbadúrarnir ræddu saman stutta stund — kannski þekktu þeir ekki lagið? David fylgdist lika með hjónunum. Það væri leitt ef þeir þekktu ekki fyrsta val. En sá elsti af þeim þremur byrjaði að plokka gitarinn sinn, hinir fylgdu honum og loks voru þeir allir byrjaðir að leika lagið. Tónlistin var nógu nálægt þeim til þess að þau heyrðu hanafyrirkliðnum. Þetta íar gamalt lag frá fjórða áratugnum, iag sem hafði staðist timans tönn: „Nótt og dag ert þú sú eina ...” David brosti sigri hrósandi til hennar. „Greining min var rétt.” Maðurinn lyfti glasi sínu og klingdi því létt við glas konunnar og brosti nú til hennar. Moria fann að henni létti. Þessi tvö höfðu verið nokkurs konar spegill þeirrar eigin framtiðar. Hún fann nú fyrir nýju trausti. „Ó, David, allt á eftir að verða svo dásamlegt — alltaf." Hann virtist allt í einu vera orðinn eldri og var mjög alvar legur þegar hann lyfti glasi sinu hægt. „Fyrir okkur," sagði Moria fljótt og orðin báru þægilegan hljóm. Hún varð að segja þetta oftar. „Fyrir okkur,” svaraði hann hljóðlega, „hvað sem framtíðin ber i skauti sér...” Endir. o o o í þriðja og siðasta sinn — get ég eitthvað aðstoðað yður? 26 Vikan 41. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.