Vikan


Vikan - 11.10.1979, Page 27

Vikan - 11.10.1979, Page 27
Það sýður upp úr í fjölbýlinu Oxfordshire # Skrýtið hvernig dýr breytast þegar þau eiga að lifa saman í hópi á litlu landrými eins og við mennirnir. í þúsundir ára hefur zebrahesturinn haldið sig frá nashyrningnum úti í hinni villtu náttúru — og fundist óþarfi að reyna krafta sína við þetta þung- lamalega, sterka dýr. Nú búa þessar tvær dýra- tegundir saman á smábletti í þjóðgarði í Oxfordshire, rétt eins og fólk í fjölbýlishúsi. Og þar sýnir zebrahesturinn óvænta eiginleika. Dag nokkurn finnst honum nashyrningurinn gerast óþarflega nærgöngull og ákveður að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Hann ræðst á hann með opnum kjafti og það kemur þessu stóra, sterka dýri svo á óvænt að það leggur á flótta með halann á milli fótanna. Ástæðan fyrir þessum óvenju- lega atburði er sú að zebra- hesturinn hefur aðeins smáland- ræmu fyrir sig. Og þessa land- ræmu er hann tilbúinn að verja hvað sem það kostar. Hann er ekki lengur frjáls, eins og úti í náttúrunni, en hann er tilbúinn að verja það litla frelsi sem hann nýtur á blettinum sínum til hinsta blóðdropa. Og þarna sannast eins og svo oft í mannheimi að besta vörn hins veika er oft óvænt árás á hinn sterka — og þegar til kastanna kemur lúta kraftarnir oft í lægra haldi fyrir lipurleika og trú á málstaðinn. Og nashyrningnum lærðist af þessum atburði að virða hina óskráðu en gullnu formúlu fyrir bærilegu lífi í fjölbýlishúsi: Stofnaðu aldrei til of náinna kynna við nágrannann. 41. tbl. Vikan Z7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.