Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 39
AftoMHngamar af þvf að nota támjöa skó. Auk samanklemmdra táa hefur fætinum án jx;ss að við þurfum að kreppa tærnar. Hælar eiga að vera frá 2,5 sm á lengd til 4 sm. Hællinn hefur þann tilgang að dreifa þyngd- inni jafnt á milli hæls og tábergs. Hællinn virkar líka eins og bremsa þegar við stígum í fótinn. Pahle telur hælalausa skó, sem eru lægri að aftan en að framan, ónothæfa. Bremsuna vantar og það hindrar eðlilega hreyfingu fótarins þegar við göngum. Börn missa jafnvægið á slíkum skóm því að þyngdar- punkturinn er of aftarlega. Þar að auki uppgötva margir fullorðnir að kálfavöðvarnir verða of stuttir ef skipt er um frá skóm með hælum til hæla- lausra þannig að þeir fá verki í leggina. Pahle álítur mjóu tærnar og stultuhælana hættulegustu tískukröfuna. Finnist fólki alveg bráðnauðsynlegt að bæta nokkrum sentimetrum við hæð sína á það a.m.k. að gæta þess að hællinn fái nægilegan stuðning í skónum. Flötur hælsins skal vera láréttur því að ef skórinn hallar beint frá hælnum og niður að millisóla virkar hann eins og rennibretti. Þar með fer þyngdarpunkturinn frá hælnum og niður í tábergið og tærnar þrýstast fram í tána á skónum sem er of þröng fyrir þær. Ekki eru þó opnir skór byggðir á þennan hátt betri því þá verður þrýstingurinn á tærnar enn þá meiri. Það er stöðugra að ganga á breiðum hæl því að þá dreifist þyngdin á stærri flöt. Þægileg vídd Skórnir verða að vera nægilega víðir til að vel fari um tærnar. Auk þess verður kantur- inn á tábergssólanum að vera réttur svo að stóra táin haldi sinni réttu legu við þrýsting. — Fætur eru ákaflega mismunandi, segja þeir Pahle og Grönli. — T.d. eru fætur Norðurlandabúa ekki þeir allra lipurlegustu í heiminum. Við þurfum t.d. breiðari skó en ibúar Mið-Evrópu til að fá pláss fyrir tærnar. Og því miður er ekki um auðugan garð að gresja á markaðinum fyrir fólk með breiða fætur. Þó ætti að vera hægt að velja um minnst þrjár breiddir innan sama skónúmers. Þæreru merktar með bókstöfum en það er oft erfitt að finna þær í skóbúðum. Erlendis er oft hægt að velja um 6-7 breiddir innan sama skónúmers. Við álítum að við eigum kröfu á því að fluttir séu inn skór í mismunandi breiddum svo að allir fái skó við sitt hæfi með nægilegt rými fyrir táberg og tær. Skókaupmenn álíta að það sé sitthvað að vita hvernig góðir skór eiga að vera eða kunna að framleiða þá. Það er ekki bara afgreiðslufólk í skóverslunum sem þarfnast þekkingar á skóm og númerum heldur líka skó- framleiðendur og skóinn- flytjendur. Fætur eyðilagðir frá blautu barnsbeini Það er ekki nóg að fæðast með sterka vöðva og góða beina- byggingu. Grundvöllurinn að skökkum og krepptum tám og alls kyns fótameini er lagður strax í æsku. Og það þarf ekki sjúklingurinn einnig fengið blöflru undir ilina. Þegar afmyndun fótarins er komin á svona hátt stig getur sjúklingurinn ekki gengifl lengur. bara að vera skónum að kenna, þar hjálpa líka til þröngar sokka- buxur þar sem sokkurinn þrengir að tánum. Það á að vera nóg pláss í skónum fyrir bæði sokka og tær. Pahle álítur að helst eigi að framleiða sér sokka fyrir vinstri og hægri fót eða sokka með „þumli” fyrir stóru tána svo að allar tærnar hafi nægilegt rými í sokknum. Börn ættu að nota uppháa skó með reimum og breiða um tábergið allt til þriggja — fjögurra ára aldurs. Pahle og Grönli eru ákaflega hneykslaðir á því að foreldrar skuli láta tísku ráða þegar keyptir eru barna- skór og eru mjög á móti því að tveggja til þriggja ára gömul börn séu látin nota tréskó. Þeir gefa fætinum engan stuðning og börnin verða að kreppa tærnar til að halda skónum á fótunum. Gangið ekki ber- fætt innanhúss Það er mjög hollt að ganga berfættur — úti, og þar er ekki átt við malbik. Úti i náttúrunni notum við alla vöðva i fætinum, þar sem hann verður að mæta öllum þeim hindrunum sem undir honum lenda. Það er aftur á móti skaðlegt að ganga ber- fættur inni. Hörð gólfin eru fætinum engin örvun og vöðvarnir taka að hrörna. Pahle lætur í Ijós þá ósk að foreldrar hugsuðu frekar um fætur barna sinna en hrein gólf, því að það er einmitt nauðsynlegt fyrir börnin að nota skó inni. Bæði börn og fullorðnir ættu að eiga fleiri en eina skó. Það er ekki nóg fyrir barnið að eiga bara eina skó þó það sé enn að vaxa. Það þarf sterka og góða fætur til að þola töfflur. — Það er mjög útbreiddur misskilningur að töfflur séu einhver líkn fyrir auma og sára fætur, segir Pahle. — Það eru einmitt aumu fæturnir sem þarfnast góðra og traustra skóa. Þeir dreifa þyngdinni þannig að minni líkur verða til þess að hinir aumu punktar í fætinum verði fyrir óeðlilega miklum þrýstingi. Töfflur gefa fætinum engan stuðning. Ég ráðlegg fólki sem liggur á sjúkrahúsi að nota skó og liggja jafnvel í rúminu með þá til að örva vöðvana og herða húðina, segir Pahle, sem bannar notkun á töfflum á sjúkra- hússdeild sinni. Skór til ýmissa tækifæra Vaðstígvél eru heppileg í rigningu, spariskór til hátíðlegra tækifæra og tréskór fyrir þá sem standa mikið við vinnu sína. En þeir Pahle og Grönli leggja áherslu á að réttir skór séu notaðir við hvert tækifæri. — Auðvitað er allt I lagi að vera á háhæluðum spariskóm í nokkra klukkutíma en því miður hættir fólki til að ganga á sömu skónum frá morgni til kvölds. Og tískan hefur allt of mikil áhrif á skóval fólks. Að undanförnu hafa skokk- skór verið mjög í tísku, fólk hefur fúslega borgað óheyrilegt verð fyrir fínustu tegundir íþróttaskóa og virðist halda að það sé mikið hraustleikamerki 41. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.