Vikan


Vikan - 11.10.1979, Page 46

Vikan - 11.10.1979, Page 46
lega ekki reitt banahöggið. Hann varð aðsviðsetja slys. Hann hafði hnífinn, góðan og beittan hníf. Hún myndi gera hvað sem hann vildi með hann við háls sér. Meðan Ciary át máltíð sina í eldhúsi Kates voru Jeremy King og Odgen hjón- in enn á fótum og ræddu um það sem frú Bradshaw hafði sagt um hvita bílinn. Jeremy vissi nú að á föstudagskvöldið höfðu Odgen hjónin farið út að borða. Þegar þau komu, um klukkan hálftólf. höfðu þau lagt Datsunbíl sínum i stæðið við hlið bláu Fiatbifreiðarinnar hennar Söndru. Þá var óþekkti billinn farinn. Jeremy skammaðist sín nú fyrir grun- semdir sínar um Bill. „Hvers konar bækur geta það verið sem gamla konan sá i bílnum?” spurði Bill hugsandi og hellti síðasta viskidreitl inum i glasið hjá Jerenty. „Myndi út- sendari frá bókaútgefanda hafa þær lausar í bílnum? Ég hefði haldið að þeir væru með þær i töskum." „Frú Bradshaw sagði að þær hefðu líkst orðabókum," sagði Jeremy. „Gætu það hafa veriðalfræðibækur?" spurði Jean. „Stúlka sem vinnur með ntér fékk heimsókn frá sölumanni sem vildi selja henni eitt safn. Fyrstu tvær bækurnar til reynslu. Þeir tala eins og maður sé að neita sér og börnunum sinum um gullið tækifæri ef maður tekur ekki tilboðinu.” „Alfræðibækur! Það gæti verið,” sagði Jeremy. Hann stóð upp og gekk út úr herberg- inu. Annar lögregluþjónn var nú kominn og stóð fyrir utan ibúð hans. hann sagðist ætla að minnast á alfræði- bækurnar við Bailey undireins. Stund- um gengu þessir sölumenn hús úr húsi, það hafði einn komið til eiginkonu hans nýlega og hún sagði að hann hefði verið mjög ágengur. Jerenty vissi ekki að þessi alúðlegi varðstjóri var Timothy Berry, sem hafði fundið Söndru og staðfest i líkhúsinu að þetta hefði verið stúlkan sem hann hefði fundið látna. Jeremy vildi fá að vita hve lengi lög- reglan ætlaði að halda honum frá sinni eigin íbúð. Reyndar var hann ekki viss um að hann gæti nokkurn tima sofið i henni framaren vildi þóeiga rétt til þess. „Ekki ntikið lengur, hr. King," sagði Berry. „Það er margt sem hægt er að gera, eins og þér vitið, og gæti það reynst halddrjúgt siðar. Við höfum nú yfir nýjum aðferðum að ráða með mynda- vélum. Við getum stundum tekið fót- spor upp af teppinu að því tilskildu að enginn hafi gengið á því að ráði eftir á. Síðan er það fatagreining og svoleiðis lagað. Púðar og svo framvegis." Hann minntist ekki á handklæðin sem voru nú á rannsóknarstofunni, á þeim var leitað að olíublettum til sönnunargagns. „Við getuni kannski hankað hann á einhverju smáatriði þegar við náum honum. Það er eitt að vita hver gerði það en annað að sanna það á hann. Það gæti verið þráður úr fötum hans - við verðum að ganga úr skugga unt að það sé ekki úr fölum yðar eða einhvers sent ætti eðlilegl er- indi inn i ibúðina — slik smáatriði gætu skipt sköpum.” Berry hlifði honunt við að heyra ýmislegl sent i slikunt málurn gat veriðóneitanleg sönnun. Jeremy var þakklátur upplýsingum þessa vingjarnlega lögregluþjóns. Þetta var ólíkt því sem hann hafði ált að venj- ast af lögreglunni við upphaf rannsókn- arinnar. Hann sagði það við Berry. „Jú, sjáið þér til, svona mál geta oft komið i kjölfar heimiliserja," sagði Berry. „Maður verður alltaf að byrja þar. Það gerist margt skrýtið i sunium hjónaböndum." Jeremy taldi að hann hefði rétt fyrir sér. Kona Berrys. Joyce, sat uppi i rúminu og var að gefa mánaðargamalli dóttur þeirra að drekka þegar hann kom heim eftir að hafa staðið vaktina við ibúðina. Hann átti að rnæta aftur á vakt klukkan átta næsta morgun og hún hafði ýntis legt að segja um óhóflegan vinnutima lögreglumanna. „Þú ert gift löggu. ástin ntin. Þú ert föst i gildrunni," sagði liann. „Það verður að taka til hendinni þegar stór mál er á ferðinni." „Morðmálið?" Hann kinkaði kolli. Joyce vissi að reynslan var ekki enn búin að drepa allar tilfinningar Tims og hún vonaði að svo yrði aldrei. „Þið finnið hann sent gerði það og svo segir einhver dómarinn að hann sé veikur og geti ekkert að þessu gert," sagði hún. „Hann hefur kannski ekki ætlað að ntyrða stúlkuna." sagði Berry. „Kannski hefur hún æpt og hann reynt að þagga niður í henni. Það er möguleiki. Hitt hefur hann ætlaðsér.” „Að nauðga henni. áttu við.” sagði Joyce. „Já. Hún gæti þó hafa beðið um það." „Daðrað við hann, áttu við?" „Já. En hver ntun nokkurn tínta vita hvað raunverulega gerðist?" Yfir veikbyggðu höfði dótturinnar, sem hallaðist að brjósti ntóður sinnar. litu ungu foreldrarnir hvort á annað. Hugsa sér að einhver ungur náungi tal- aði sig inn til þeirra. væri að selja eilt hvað sem Joyce hefði áhuga á og hún byði honunt upp á tebolla — og siðan myndi hann færa sig upp á skaftið. Það gæli gerst. „Joyce, elskan min — þessi náungi sent var aðselja alfræðibækurnar — þú manst? Þú minnlist á hann við mig unt daginn. Segðu mér frá honum." „Þetta kalla ég að skipta um umræðu- efni," sagði Joyce. „Þú ættir að hugsa um það eitt að fara að sofa en ekki um orðabækur. Komdu upp i.” „Ég geri það. Svaraðu þessu bara fyrst. Ég er ekki að skipta unt umræðu- efni og ég skal útskýra allt siðar,” sagði Tim og setti nú upp hörkusvip, sem hún sá sjaldan, en sem hann notaði oft þegar hann sinnti skyldustörfunum. „Ég veit litið um hann. Ég veit ekki frá hvaða fyrirtæki hann kom," sagði Joyce. „En það gæti Madge Billings ef þetta er mikilvægt. Ég held að hún hafi keypt af honum eitt safn." „Þelta gæti verið mjög mikilvægt. vina min. Hvernig leit þessi maður út?" „Nú, hann var meðalntaður á hæð — ekki eins hár og þú — en ekki lítill. Lík lega 1.75 m. Mjög snyrtilegur. Jarp- hærður og i gulri skyrtu,” sagði Joyce og reyndi að sjá söluntanninn fyrir sér. „Ég átti í vandræðunt með að losna við hann, ég man það. Þeir verða að vera ýtnir, hugsa ég, til að einhver árangur náist af þvi að ganga hús úr húsi. Þeir eru ekki á limakaupi." Slik manngerð sem þú myndir bjóða inn án þess að hafa frekari áhyggjur?" „Já, sannarlega — ef hann hefði verið að selja eitthvað sem ég hef áhuga á. Hann var snyrtilegur — reyndar mynd- HVERS VEGNA MORÐ? arlegur. Hárið var ekki of langt en samt vel greitt." Hún glotti tii Tims sem var stuttklipptur í bak og hliður og leit vel út undir flatri húfunni hans. „Hvers vegna viltu vita um hann?" Skyndilega reis hún upp i rúminu og dóttir hennar lá nú nteð nefið upp að henni. „Hann er ekki sá, er það? Ætlaði hann að selja stúlk- unni bækur og — ?” Andlit Joyce lýsti hryllingi. „Við skulum ekki rasa um ráð fram. góða min," sagði Tim. „Við verðum að hafa sannanir. En ég ætla að skreppa yfir til Madge núna og vita hvort hún er með þessar bækur." „Hvað? Um ntiðja nótt? Þú getur það ekki — þau eru sofandi,”sagði Joyce. „Ég veit það," sagði Berry. „En þetta er morðmál. Ég get ekki beðið til niorg uns." Hann stóð upp. beygði sig til þess að kyssa heitar. aðskildar varir konu sinn- ar, strauk varlega yfir mjúka kinn ung frú Tessu Berry og gekk að dyrununt. „Sé þigelskan,"sagði hann. 12. KAFLI. Klukkan var yfir þrjú þegar Timothy Berry lögregluþjónn fór i rúntið, eftir að hann hafði gefið skýrslu um það sem Madge Billings hafði að segja unt bóka sölumanninn og afhent bindið sem hún fékk til reynslu. Bailey fannst þetta nógu mikilvægt til þess að hann hringdi i Hawksworth. yfirrannsóknarlögreglu foringa, og léti hann vita þó ekki yrði hægt að leita upplýsinga um söluntann- inn fyrr en fyrirtækið opnaði næsta dag. Fingraförin á eintaki Madges. sem ekki voru hennar, var hægt að bera saman við þau sem voru á verkfærunum og hjólbarðanum í bil Söndru King. Madge Billings hafði boðið sölumanninum upp á tebolla meðan hann lýsti fyrir henni bókunum. Hann var með þykkt jarpt hár, brún augu og skrámu á annarri kinninni. Hún hafði ekki tekið eftir þvi hvaða bil hann ók. Daginn eftir átti hún að koma á lögreglustöðina til að setja santan ntynd af honum. það átti Joyce, kona Berrys. einnig að gera. Maðurinn myndi finnast og þá væri hægt að bera saman hár hans og hárin sent fundust í ibúð hinnar ntyrtu. Hárið eitt væri ekki nógu góð sönnun en blóð- flokkur hans yrði borinn saman við blóðiðsem fannst undir nöglum Söndru. Einnig kæmu til önnur læknisfræðileg atriði ef þetta væri maðurinn sem hefði nauðgað Itenni. Þú þarft ekki að reyna að sannfæra mig lengur um að það sé ekki önnur kona I lifi þinu, við eiginkonurnar tökum eftir smáhlutunum. 46 Vikan 41. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.