Vikan


Vikan - 11.10.1979, Side 49

Vikan - 11.10.1979, Side 49
Margir hafa hið mesta yndi af útsaum og viljum við gjarna koma eitthvað til móts vi ð þá sem gaman hafa af að telja út fallegt munstur. Hér er sama munstur notað bæði é klukku- streng, púða og refil. Eins og sjá má á myndunum eru þetta allt eigulegustu hlutir. Myndirnar skýra sig raunar sjálfar og vanar saumakonur þurfa víst ekki é ráðum að halda, en fyrir hina fylgja hér á eftir fáeinar gagnlegar upplýsingar. Púðinn: Kaupið hvítan ullarjafa, 46 x 90. Stærð púðans tilbúins er um 40 x 40 sm. Garniðer CeWeC Zephyr. Þið þurfið 4 dokkur af nr. 5086, 2 dokkur af nr. 1349 og síðan 1 dokku af hverju nr. 1001, 6093, 6095 og 6094. Merkið miðju langs og þvers i efnið og saumið munstrið í miðju, þannig að þegar þið gangið frá púðanum verður saumur mitt aftan á púðanum (rétt kann að vera að nota renni- lás). Refill: Kaupið hvítan ullarjafa, 40 x 140, tilbúinn mælist refillinn 36 x 125. Notið sama garn og i púðann, 4 dokkur af 5086, 3 dokkur af 1349, 1 dokku af 1001, 3 dokkur af 6093 og 2 dokkur af 6095 og 6094. Kastið brúnirnar og finnið miðjuna. Byrjið að sauma munstrið 16 sm frá jaðrinum. Þegar. kögrið er gert klippið þið jaðarinn og rekið upp þræðina, takið 3 þræði i hvora hönd og hnýtið saman. Klukkustrengur: Kaupið hvitan jafa, 25 x 140 sm. Tilbúinn mælist strengurinn 17 x 140 sm. Ef þið gangið frá honum sjálf þarf auk þess að kaupa 17 x 96sm af flisilini, 20x lOOsm af fóðri og 17 sm breið járn. Notið sama garn og í púðann, 4 dokkur 5086, 2 dokkur 1349, 1 dokku af 1001, 6093 og 6094 og 2 dokkur af 6095. Kastið brúnirnar og finnið miðju eins og áður er greint. Myndirnar skýra vel hvernig munstrið kemur. Það er nokkur vandi að ganga f rá strengnum svo vel fari og ráðlegt að fá það gert i hannyrðaverslun ef þiðtreystið ykkur ekki of vel til verksins. Ekki verður útlistað hér nánar um frégang, enda augljóst vönum saumakonum. X = 5086 Ijósgrænt V =l349orange • = 1001 rautt / = I jós oliven • = dökk oliven A = milli oliven 41. tbl. Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.