Vikan


Vikan - 18.10.1979, Síða 24

Vikan - 18.10.1979, Síða 24
„Ég held að ég hafi séð þig i gær. Þú varsl hinum megin á götunni og hljópst niður gangstéttina i rigningunni, frakkinn þinn var óhnepptur. ljóst hárið var blautt og það rigndi i andlitið á þér. Og ég hugsaði kjánalega með mér — Ó, Ray, þú kvefast. En þú kvefast ekki svo auðveldlega, er það? Ég held að ég muni allt um þig, um okkur. En þú, Ray? Manstu eftir öllum þeim árum sem við þekktumst, öllum minningunum sem við eigum sameiginlegar? Eða hefur þetta eina siðasta ár, þetta stutta. enda- lausa ár, rænt þig þeim? Þú varst svo alvarlegur drengur. Þú varst vanur að byrsta þig þegar ég var sein að grípa íleikjumokkar. Og þú varst svo nákvæmur i að fyigja reglunum. En þegar ég datt á skólaleikvellinum og meiddi mig á hnénu, þá varst það þú sem tókst mig upp. Og þegar ég gat ekki skilið flatarmálsfræðina hjá hr. Fother- gill, þá varst þú alltaf jxtlinmóður við skýra hana út fyrir mér. Jafnvel þá striddu hinar stúlkurnar mér með þvi að þú værir kærastinn Þýtt: Emil Örn Kristjánsson þig í gœr Ég stend ein og minnist allrar þeirrar ástar og alls þess trausts sem við áttum saman þegar ég var of ung til þess að meta það rétt. Nú veit ég ekki hvernig ég á að segja þér hvað ég iðrast mikið. 24 Vikan 42. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.