Vikan


Vikan - 18.10.1979, Page 26

Vikan - 18.10.1979, Page 26
Nei, ég er að afsaka það sem eru mín eigin mistök. aðeins min. Þú stritaðir mikið og á fridögum hjálpaðir þú pabba þinum. sem er lögræðingur, að sumu leyti til þess að öðlast reynslu og að suniu leyti til þess að eignast peninga. Við vildum gifta okkur um leið og þú lykir prófi og við vissum að við myndum byrja með sára litið milli handanna. En það skipti ekki máli. Við fóruni ekki mikið út, en okkur leiddist það ekki. Það var okkur nóg að eyða öllum þeim tima sem við gátum saman, og við vorum vön að ganga marga kílómetra á sunnudögum. Við þrömmuðum yfir heiðarnar og Kátur hljóp á undan okkur, svo fórum við annaðhvort heim til þin cða min. þreytt og svöng og stóðum i eldhúsinu meðan þú bjóst, til samlokur með osti og ávaxta mauki fyrir okkur. Manstu eftir þvi, Ray? Býrðu þær nokkurn tínia til lengur? Hugsar þú ennþá til mín? Ég var næstum nilján ára þegar Stewart komst inn i spilið. Hann var Ijósmyndari hjá einu hinna stóru dagblaða og var að vinna að myndaröð um börn vinnandi mæðra. Hann kom til þess að taka myndir í leikskólanum, „Hann er eldri en þú," man ég að ég sagði kæruleysislega við þig, „ekki eins hár, tneð dökkt hár, dökk augu og er mjög áhugasamur um starf sitt." Ég talaði kæruleyslslega þvi ég varð að gera það, varð að reyna að dylja það fyrir sjálfri mér scm var að gerast innra með mér. Og jafnvel þá. alveg i upphafi, var ég að reyna að vera raunsæ, ég benti sjálfri mér á að Stewart væri tuttugu og fimm ára. augljóslega mjög reyndur á ntörgum sviðum og jafnaugljóslega sér ntcðvitandi um áhrif sin á ntig. Þú hlýtur að hafa kontist að þvi mjög fljótlega, Ray — ég veit það, þvi siðar þegar við töluðum um þetta, þá sagðir þú að eitt kvöld er þú hringdir i mig hefðir þú vitað að hann væri hjá mér, að hann hefði kysst mig. En þú sagðir ekkert. þú spurðir mig ekki. ekki þá og ekki síðar. Þú . . .þú sagðir að þú vonaotr ao kæmist yfir þetta, eins og sjúkdóm, og aðégkæmi há aftur lil þin. En svo var þaðekki. I stað þess fór ég frá þér. Fór frá þér og heimili minu til þess að fara með Stewart. Ég vissi að ég varð að fara, þegar Stewart sagði mér næsta dag að hann væri á förum. „Það er svo auðvelt að lesa i andlitið á þér. Lisa," sagði hann striðnislega og snerti kinn mina með einum fingri. „Hvers vegna kemur þú ekki með? Það verður gaman." Það kvöld sagði ég þér að ég væri að fara. Þú varst . . . sár, ringlaður og lika reiður, ég veit það. En þú sagðir ekki margt. Ég vissi að þú myndir ekki grát biðja mig, og þó þú hefðir gert það, þá hcfði það ekki breytt neinu. Það rigndi líka kvöldið sem þú fórst. Ég horfði á þig ganga niður stíginn, opna hliðið og ganga í burtu, án þess að líta við. Það var' eilitill sársauki i hálsinum á mér en. . . Ég ætlaði að fara með Stewart og það eitt skipti máli. Ekkert sem foreldrar mínir sögðu fékk mig til þess að skipta um skoðun. Þau voru raunhæf og þægileg til að byrja með, viss um aö ég sæi að mér, þau bentu á að ég væri aðeins átján ára og það væri kannski eðlilegt að ég félli fyrir einhverjum eins og Stewart áður en ég settist i helgan stein með þér. „Ég ætla að fara með Stewart,” sagði ég- Og ég fór. Ég skildi við mömmu náföla og grátandi og pabba reiðan og ósveigjanlegan. Á síðasta augnabliki greip mamma mig i faðm sér og bað mig aðskrifa sér. „Þú . . . hefur ekki kvatt Kát," sagði hún litrandi og hundurinn, sem heyrði nefnt nafn sitt, kom til mín, blíð augu hans voru undrandi og spyrjandi. Ég strauk honum um hrjúft höfuðið og eitt augnablik kom upp minningin um lítinn hvolp i fangi mínu og þér að þurrka tár min. Þá heyrði ég í bil Slewarts og ég fór. Þaðer rétt rúmlega ár siðan þetta var. Allan þann tíma hef ég ekki séð þig fyrr en i gær.. held ég. Það leið á löngu þar til ég skrifaði mömmu. Og þegar ég skrifaði. þá var það stutt bréf i léttum tón. „Þú verður ánægð með að heyra,” skrifaði ég, „að ég hitti Stewart ekki framar. En ég er í stórkostlegu starfi sem móttökustúlka á auglýsingaskrifstofu, ég hitti mikið af fólki og skemmti mér vel. Hafðu ekki áhyggjur af mér — mér liður vel." Mér var sama þó hún héldi að Stewart hefði fariðfrá mér. Hún hefði líklega ekki trúað mér, ef ég hefði sagl henni að ég hefði séð að mér, að ég skildi það sem hún hefði reynt að segja mér, að ég meira að segja myndi eftir gamalli vísu sem hún sagði mér frá: „Það er munur á ást og aðdáun —" Ég hafði ekki skilið Ijóðlínuna, ég hafði misskilið aðdáun og blinda hrifn- ingu sem raunverulega ást. Þessi skilningur kom ekki skyndilega. Hann kom hægt og bítandi, fyrstu mánuðina. Þó undarlegt megi virðast, þá virtist Stewart njóta þess að hafa mig hjá sér. - * • Ridgeway JEc: j ?1 & Jones 2* Vikan 4*. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.