Vikan


Vikan - 18.10.1979, Side 29

Vikan - 18.10.1979, Side 29
tehetta er búin til lúr fileruðum smádúk. Froðu- gúmmí er klippt til í tveimur stykkjum, límt saman á hliðunum og að ofan með góðu lími. Fóðrað með efni og dúkur- inn látinn á réttuna, hafið ca 12 sm fald á dúknum. Ekki er amalegt að hafa fallegan eggjahitara á morgunverðar- borðinu. Þessi er saumaður úr bláu efni og skreyttur með dúllu nr HúV Vatnsdeigsbollur eru oftast bornar fram með rjóma og sultu en sjálf hefi ég borið þær fram með sveppa- eða aspasjafningi sem er mjög gott. Einnig hefi ég bakað tvöfalda uppskrift að svona bollum. haft þær mjög litlar og fryst þær síðan. Þær missa ekki bragð við frystingu og afar handhægt að grípa til þeirra ef manni liggur á. Þá má fylla þær með ostakremi úr einhverjum af þeim prýðilegu smurostum sent fást og eru þær mjög bragðgóðar þannig með góðu víni. Geta þær vel komið í stað venjulegra ídýfa og „snakks” sem oftast er borið fram með vínblöndu. Uppskrift: 125 gr hveiti lOOgrsmjörlíki 2 dl vatn salt 3-4 egg eftir stærð. Smjörlíkið og vatnið er hitað í potti. Hveitinu bætt i, saltað. Kælt örlítið og eggin þeytt vand- lega saman við eitt og eitt í senn. Gættu þess að hræra deigið létt þvi nauðsynlegt er að það sé dálítið loftkennt. Áríðandi er að opna ekki ofninn fyrstu 20 mínútur bakstursins vegna þess að þá falla bollumar saman. Bollurnar eru bakaðar eftir ca 30 mín. séu þær i venjulegri stærð eti fyrr séu þær htlar. íslensk værðarvoð í rúmteppi Þessa mynd rakst ég á í erlendu blaði. Myndin sýnir íslenska værðarvoð, sem notuð er sem rúmteppi og sýnist mér það hið fínasta teppi. í umsögn um teppið er bent á að íslenska ullin sé á heimsmælikvarða og svona teppi geti enst mörg ár án þess að láta á sjá. 42. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.