Vikan


Vikan - 18.10.1979, Qupperneq 35

Vikan - 18.10.1979, Qupperneq 35
Fimiti mínútur med WILLT BREINHOLST Þýð: Eirikur Jónsson Dag einn fór Fluffy-Mae til Pawnee Rock þeirra erinda að heimsækja Lizzybelle dóttur sína, sem lá á sæng. Það eina ætilega sem hún skildi eftir á heimilinu handa Lazy Luke var karfa full af ertum sem hún hafði fengið að tína í ertugarði Jarfs nábúa síns, og á því átti Luke að lifa þangað til hún kæmi aftur eftir 8-14 daga. Og það hefði Luke sjálfsagt getað gert ef hann bara hefði nennt því vegna þess að í Muddy Creek var nóg til að borða fyrir alla þá sem nenntu að hafa fyrir því. En Lazy Luke var ókristilega latur eins og margsinnis hefur verið tekið fram og þegar Fluffy- Mae sneri til baka kom hún að Lazy Luke sitjandi í skugganum við húsið þeirra — dauðum úr hungri. Ertukarfan stóð óhreyfð' á eldhúsborðinu þar sem Fluffy-Mae hafði skilið hana eftir. — Ain’t tough! muldraði hún, við þessu hefði mátt búast. Jæja — það var farið með Lazy Luke í líkbrennsluna í Little Rock, þar var hann settur í ofninn og brenndur alla leið inn að sinni lötu sál. Alllöngu síðar kom eiginkona Jarfs bónda, Sara feita, í heimsókn til Fluffy-Mae til að athuga hvernig málin stæðu. — Howdy! sagði hún. — Howdy! svaraði Fluffy- Mae þar sem hún sat á eldhús- kolli og hámaði í sig vatns- melónu. — Hvernig gengur? Fluffy-Mae leit glaðlega upp úr vatnsmelónunni. — Alveg ágætlega, Sara mín, loksins hefur mér tekist að fá Lazy Luke til að hreyfa sig! Hreyfa sig! Holy smoke! hrökk út úr Söru, en Luke er búinn að vera dáinn í mánuð! Þér er ekki alvara þegar þú segir að þú hafir fengið hann til að hreyfa sig? — Sjáðu bara sjálf! sagði Fluffy-Mae og teygði sig bros- andi eftir litlu glasi sem stóð á hillunni fyrir ofan hana. — Sjáðu bara hvernig hann þeytist fram og til baka, þessi lati gaur... sjáðu bara. Fluffy-Mae hafði sett öskuna af Lazy Luke í stundaglas. 42. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.