Vikan


Vikan - 18.10.1979, Page 37

Vikan - 18.10.1979, Page 37
Hér sjáum við nokkur þeirra krema sem Bryndis er með á boðstólum. Fremst er rosmarinkrem (1650 kr.) sem er sérlega gott fyrir þroskaða húð. i því eru fínar oliur eins og hvertikimolía og möndluolía, húð- v'rtamín og fitusýrur en allt þetta gefur góðan raka og mýkir húðina. Rosmarinjurtin er ein elsta jurt sem vitað er til að notuð hafi verið i fegrunarlyf. — Lengst til vinstri í aftari röð er hamameliskremið (1650 kr.) sem er mjúkt nærandi krem. Það er gott við bólgu og ofnæmi, en hamamelisjurtín var oft kölluð töfra- hneta galdranornarinnar. Seyðið af jurtinni er einnig notað í andlitsvötn. — Fyrir miðju er avocadokremið (1650 kr.) sem er sérlega gott fyrir þurra húð. Hin vítaminrika olía úr avocadoávextín- um er unnin úr steininum og sléttar húðina á þægilegan hátt. Að lokum er lengst tH hægri i aftari röð appelsinublómarjómi (1650 kr.) sem er fyrir þurra húð. Í honum er aðat- lega appelsinuvatn og á húðin sór- staklega gott með að drekka það i sig. dóttir, sent ásamt eiginmanni sínum, Sigurði S. Bjarnasyni, rekur snyrtivöruverslunina Nönu i Fellagörðum í Breiðholti, hefur fengist við það í tómstundum að framleiða nokkrar tegundir snyrtivara. Við inntum hana eftir aðdrag- andanum að framleiðslunni. „Þetta byrjaði eiginlega sem tómstundagaman hjá mér og þá gaf ég vinum og vandamönnum afraksturinn. En siðan spurðist þetta út og þá var lagt hart að rnér að gera meira af þessu, svo fleiri mættu njóta góðs af. Þá ákvað ég, í tilraunaskyni, að selja nokkur glös í versluninni og þreifa fyrir ntér með markaðinn og undirtektirnar. í Ijós kont að þetta gaf mjög góða raun og þótti mér hvað athyglis- verðast, hvað fólk lagði mikið upp úr því að geta nú fengið öruggar upplýsingar. um inni- hald vörunnar. Ég hef lagt ntikla áherslu á að nota einungis náttúruefni og þá má fólk ekki misskilja hvað átt er við með náttúruefni. Margir halda ranglega að það séu einungis jurtir en svo er ekki, þvi undir náttúruefni falla hreinlega öll efni sem fyrirfinnast í náttúr- unni. Sem dærni get ég nefnt að ég nota mikið jarðolíur og blómaolíur, svo og hvalaambur, en í því eru kristallar sem hafa þann eiginleika að gera kremin léttari og einnig loða þau betur saman. Ég nota líka rotvarnar- efni í lágmarki, þar sem mörj þeirra hafa þann eiginleika ac erta húðina. Sömu sögu er ac segja urn ilmefni og litarefni þeim sleppi ég alveg. Einn helsti þröskuldurinr fyrir þessari framleiðslu ei útvegun á efnum. Ég hef flutl jurtirnar inn sjálf frá Þýskalandi og olíur frá Sviss, einnig hef ég fengið ýmis efni hjá apótek- unum. En þetta tekur ntikinn tima og ýmislegt óvænt, eins og t.d. verkföll, setur oft strik í reikninginn. En þar sem þetta tiltæki hefur hlotið mjög góðar undirtektir, þá hef ég fullan hug á því að halda þessari tilraun áfram, jafnvel að reyna að auka þetta svolítið. Það borgar sig ekki að vera að fullyrða neitt, framtíðin mun skera úr um þetta allt saman.” HS Svona Hta jurtirnar út þurrkaðar, en Bryndís notar þessar jurtategundir mikið i kremin. Fremst stendur glas með græðandi kremi (850 kr.) sem er töfrakrem á sprungnar og viðkvæmar hendur. Piparmyntubaðolian (1150 kr.) er til vinstri en hún er unnin úr blöðum piparmyntujurtarinnar sem eru látin marinerast í blönduðum olium. TH hægri er síðan hreinsimjólk (1250 kr.) sem er góð fyrir allar húðgerðir og undirbýr þær vel fyrir nóttina. Í henni eru fínar olíur, hálfgerðar barnaolíur, og appelsinuvatn sem hefur mjög hressandi áhrifá húðina. Bryndis notar m.a. létt andlitsvötn, eins og appelsinu- og rósavatn, í jtrem sín, en þau eru unnin úr blöðum jurtanna. VAN VIKAN Á NEYTENDA- MARKAÐI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.