Vikan


Vikan - 18.10.1979, Side 48

Vikan - 18.10.1979, Side 48
Hljómsveitin Eruption hóf frægðarferil sinn með laginu One Way Ticket. Sá hljómsveitarmeðlimur sem hefur ekki hvað síst stuðlað að vinsældunum er hin 21 árs gamla söngkona, Precious Wjlson. En nú hefur hún ákveðið að slíta samstarfinu og reyna fyrir sér á eigin spýtur. — Mig langar til að freista gæfunnar sem sólósöngkona, segir hún en hún hefur nú starfað með Eruption í fimm ár. Hún kynntist félögum sínum, Greg og Morgan Perrineau, Gerry Williams og Eric Kinsley í London. 1976 lögðu þau sem óþekkt hljómsveit af stað í hljómleikaferð til Þýskalands og þar hittu þau Frank Farian sem gerði þau fræg. Precious ákvað að yfirgefa hljómsveitina þegar ráðin var önnur söngkona til að syngja með þeim. Hún vinnur nú að sólóplötu sem er væntanleg á markaðinn á næstunni. Og hvað segja félagar hennar um ákvörðun hennar? — Precious ræður auðvitað sjálf hvað hún gerir. Við höfum ekki átt í neinum deilum við hana og höfum nú þegar ráðið tvær aðrar söngkonur í hennar stað. Precious Wilson, svarta perlan frá Jamaica, slítur samvinnu við Eruption 48 Vikan 42. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.