Vikan


Vikan - 18.10.1979, Síða 63

Vikan - 18.10.1979, Síða 63
Hvernig ég er klæddur og hvort ég baða mig Hæ, hó, Póstur. Ég vil fá að vita hvenær maður byrjar að ráða sér sjálfur. Mamma er alltaf að skipta sér af mér, en mér fmnst henni ekki koma neitt við hvernig ég er klæddur þegar ég fer í skólann eða hvort ég þvæ mér núna eða einhvern tíma seinna. Ég er nýbyrjaður í skólanum og þá keypti hún hallærislegar buxur handa mér, en mig klæjar svo undan þeim að ég vil ekki fara í þeim í skólann. Ég vil bara fá að vera í friði í gallabuxunum mínum og peysunni minni. Ég er búinn að vera í því í sumar og ég skil ekki af hverju það er ekki nógu gott núna. Svo er hún alltaf að skipta sér af því hvort égfer í bað og svoleiðis. En mest fer í taugarnar á mér þegar strákar koma í heimsókn, þá er hún alltaf að skipta sér af okkur og skipar þeim svo að fara heim, þó þeir megi alveg vera lengur. Ég þoli það ekki. Viltu segja mér hvað ég verð að vera gamall til að fá að ráða yfir mér sjálfur. Þá get ég sagt mömmu að hún verði að hætta þessari afskiptasemi. ELO-aðdáandi. P.S. Hvenær ætlið þið að koma með plakat af Earth, Wind and Fire? Getið þið ekki skrifað eitthvað meira um ELO en var á plakatinu og komið með fleiri myndir! Það er óhætt að fullyrða að þú ert ekki einn um að eiga í svona vandræðum eða' einhverju svipuðu. Huggaðu þig við að þetta breytist allt með tímanum og mamma þín gerir sér grein fyrir að þú ert að verða fær um að sjá um þig sjálfur. Hún er aðeins að reyna að aðstoða þig og þú verður að taka sem flestu með þögn og þolinmæði. Talaðu um það við hana í góðu tómi að það sé óþarfi að hún kaupi föt á þig, ekki kaupir þú föt á hana. Þið getið eflaust komist að samkomulagi um hlutina. Getur þú ekki notað þessar buxur sem hún keypti, þegar þú ert heima, eða ef þú þarft að mæta í fjölskylduboð og þess háttar. Farðu umfram allt hægt og varlega í hlutina, því það er ekki ósennilegt að henni finnist þú ennþá ósköp lítill og ósjálfbjarga og gangi illa að sætta sig við hve tíminn líður. Það gerir þér ekkert slæmt að fara í bað eins oft og hún óskar, mannshúðina má þvo mjög oft án þess á henni sjái og hún hleypur ekki eða lætur lit. Þú gætir jafnvel tekið upp á því að fara svo oft í bað að henni fari að þykja nóg um — og þá ertu laus við þá afskiptasemi. Á meðan þú býrð heima hafa foreldrar talsvert yfir þér að segja og þú verður að semja um heimsóknartíma kunningjanna við þá sem heimilinu ráða. Mundu bara að allt gengur ólíkt betur ef samningaleiðin er notuð. Óskum þínum um efni með Earth, Wind and Fire og ELO hefur verið komið á framfæri. DAGUR í KITTY HAWK Amerískir draugar standa miklu framar íslenskum starfs- bræðrum sínum, hvað atorkusemi snertir, meira að segja þessir gömlu góðu eins og Djákninn á Myrká hverfa alveg Ukuggann. 2g HRYLLINGSDAGAR ILLKVITTNI Georges Clemenceau: Ameríka er eina þjóðin ísögunni sem á undraverðan hátt hefur hlauþið beint frá vilhmennsku til hnignunar, án hins venjulega menningarskeiðs á milli. Og Bemard Shaw: 100% ameríkani er 99% idjót. 164 SÍÐUR SAGA HANDA BÖRNUM Á ÖLLUM ALDRI: OOKA OG HEIÐARLEGI ÞJÓFURINN HASS ER HÆTTULEGRA EN ALITIÐ HEFUR VERIÐ Urval BÓK í BLADFORMi SFPTFMBER ni< IOBI R 4*. tkl. Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.