Vikan


Vikan - 25.10.1979, Síða 35

Vikan - 25.10.1979, Síða 35
Fimm mínútur með Þýð: Eirikur Jónsson sér úti um eiginmann. hefur nú dvalið í 6 daga í glerkistu sinni. Þetta skringilega uppátæki hennar hefur vakið þó nokkra athygli í hverfinu og Bridget O’Killanye virðist vera við góða heilsu. Það þarf e.t.v. ekki að hafa orð á því, en Bridget virtist ekki líða neinar sárar kvalir í þessu hungurverkfalli sínu. Þannig var nefnilega mál með vexti að henni hafði með skynsamlegum fortölum tekist að fá Liam Maquire til að heimsækja sig um nætur, fikta eilítið við innsiglið á kistunni og færa sér snakk í svanginn. Með því móti bjargaðist hún bærilega í gegnum fyrstu 3 vikurnar. Heimspressan var nú komin í málið. Veröldin gat nú fylgst með líðan þessarar ungu rauðhærðu írsku stúlku, sem svo mikið lagði á sig fyrir það eitt að eignast eiginmann. Og þegar hún hafði verið í kistunni í heilar 6 vikur mátti lesa eftir- farandi í Irish Independent og hundruðum annarra blaða: í dag lauk hungurverkfalli Bridget O’Killanye, Kettlewell Lane 33, Dublin, eftir að hún hafði dvalið ekki skemur en 42 daga í innsiglaðri glerkistu. Hún tjáði fréttamönnum að hún hefði auðveldlega getað dvalið aðra 42 daga í kistunni án þess að nærast. Um leið og Bridget losnaði við uppáþrengjandi blaðamenn- ina skaust hún inn í íbúð sína og tæmdi bréfakassann sinn sem var fullur af bréfum. Augnabliki síðar gaf hún frá sér skerandi frygðarhljóð. Þetta hafði tekist! Dæmið hafði gengið upp og árangurinn var langtum betri en hún hafði látið sig dreyma um. Því sem eftir var dagsins eyddi Bridget í það að opna umslög og lesa hjónabandstilboð. Allir sem höfðu skrifað voru æstir í að giftast henni sem fyrst, margir lýstu þv| yfir að þeir gengju að eiga hana óséða og þeir sem voru giftir fyrir sögðu að það þyrfti ekki að vera nein fyrirstaða ef hún á annað borð veidi þá — skilnaðarpappír- unum mætti kippa í lag á skömmum tíma. Þetta var áhugi í lagi! Þegar hin rauðhærða Bridget O’Killanye hafði talið öll tilboðin korn í Ijós að þau voru ekki færri en 702, af öllum stærðum og gerðum. Aðeins eitt var þeim öllum sameiginlegt. Þau voru öll frá Skotlandi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.