Vikan - 25.10.1979, Page 48
bilinn og sieig úi til aö lita á skúrana. Ef
hann skildi hana eftir hérna i cinuni
skúranna. bundna og keflaða. þurfti
hann i rauninni ekki aö drepa hana.
Hún myndi bara deyja. Það yrði miklu
auðveldara þannig. Hann varð |x> að
hafa bilinn þar til hann væri kominn
héðan. Best væri að brenna hann. Þaö
myndi eyða öllum sönnunargögnum um
aö hann hcfði veriö i honum.
Kate horfði á hann vappa þarna um
og velti þvi fyrir sér hvað hann væri að
hugsa. Hann var ekki geðveikur. hann
vissi vel hvað hann var að gera og hann
vildi ekki fremja annað ofbeldisverk.
Það var hræðslan. sem varð til þess að
hann drap Söndru King. það var einnig
hræðsla. sem kom honum til að snúa
upp á handleggi hennar' og hóta henni
með hnifnum. hræðslan myndi ncyða
hann til aö myrða hana ef hann gæti.
Hnifurinn lá þarna enn. á hanska-
hillunni, hægra mcgin og fyrir neöan
stýrið. Kate gat hreyft til fæturna þó
þcir væru enn samanreyrðir. hún gat
aðeins hreyft fingur og úlnliði en mjög
litiö. Ef hún gæti fært sig yfir i
ökumannssætið var möguleiki á að hún
næði hnifnum með þvi að teygja sig
fram.
Hún horfði á hann. hann hafði gengið
nokkurn spöl frá bilnum núna og starði
á stærri skúrinn, langa og lága byggingu
með stórt gat á einum veggnum. Kate
þrýsti höndunum upp að likama sinum.
Guði sé lof að billinn hennar var með þá
gerð öryggisbelta sem læstust framan á
þeim sem i þeim var en ekki i gólfinu.
þau hefði hún ekki getað losað. Nú gat
hún auðveldlega fært sig. Átti hún að
leysa fæturna betur eða flýta sér að ná I
hnífinn? Án hans gat hún ekki levst sig
nógu vel til aðhlaupa.
Það var hnífurinn sem hún þurfti.
Hún lyfti upp lærunum. steig fótum fast
i bilgólfið og færði sitjandann yfir bilið
milli sætanna. yfir handhemilinn og gir-
stöngina. Það var svo auðvelt að lyfta
fótunum yfir á eftir. Allt tók þetta
nokkrar sekúndur en henni fannst það
vera margir klukkutimar.
Hún teygði sig undir stýrið og þreifaði
fyrir sér með höndunum. Hún varð að
hafa öruggt tak á hnífnum áður en hún
tæki hann af hillunni, það yrði svo
auðvelt að missa hann. Hún greip hann
milli fingra sinna og dró hann til sin.
Hnifurinn datt en þá var hún komin
með hann upp fyrir hné sin og hann féll í
kjöltu hennar. Hún reyndi að nudda
úlnliðunum við hann þar. En það bar
engan árangursvo hún hélt blaðinu með
hægri hendi og hreyfði það eftir vinstri
handlegg. Til þess að hreyfingin yrði
nógu áhrifamikil varð hún að renna
blaðinu undir kápuermina. Þetta var
mjög beittur hnifur. hann hafði valið
vel. Hún skar sig i handlegginn i gegnum
peysuna en hún skar lika i sundur
snærið og hendurnar voru lausar. Hún
beygði sig til að skera snærið sem var
reyrt utan um ökklana. síðan leit hún i
átt til skúrsins. Hann var kominn út úr
honum og hljóp nú i áttina til hennar.
Viðbrögð Kate voru ósjálfráð.
Hreyfingar hennar voru enn hindraðar
þvi lærin voru bundin saman og þó hún
væri búin að losa hendurnar lá enn
strengur yfir brjóstin og hélt upphand-
leggjunum föstum upp við likania henn-
ar. Hún náði til kúplingarinnar og
bensingjafarinnar og hann hafði skilið
lyklana eftir í bilnum. Hún ræsti vélina.
rak i aftur-á-bak girinn. en fann þá að
hún gat ekki hreyft sig nóg til að sjá
hvert hún æki. Hún skipti i fyrsta gír og
ók i áttina að Gary. Hann baðaði út
handleggjunum og hrópaði á hana. Hún
ætlaði sér alls ekki að aka á hann. aðeins
að flýja, og reyndi þvi að aka bilnum i
hring. En olnbogarnir lágu enn þétt að
líkanranum svo hún hafði ekki nóg vog-
arafl til að sveigja alveg fyrir hann og
Gary stökk i sömu átt þegar hún reyndi
að beygja frá. Önnur hlið bilsins rakst í
hann og hár dynkur heyrðist um leið og
hann hvarf úraugsýn.
Kate hélt áfram. Hún lauk við
hringinn og ók upp brattan stiginn eins
hratt og bifreiðin komst. þó ekki mjög
hratt þvi að stígurinn var brattur og
hún varð að vera i fyrsta gir. Þegar upp
var komið stansaði hún og leit við. Hún
kom ekki auga á hann.
Hún ók aðeins áfram. stansaði þá
aftur. opnaði dyrnar. sat kyrr og tók
HVERS
VEGNA
MORÐ?
andköf. Eftir nokkra stund lyfti hún
fótunum út fyrir. Hún sal með fæturna
fyrir utan bílinn og skar svo það sem eftir
var af bandinu frá. nuddaði siðan úlnliði
og ökkla en veitti ekki athygli blóðinu
sem draup úr vinstri handlegg hennar.
Brált gat hún staðið upp. hún reyndi að
ganga og stappaði niður fótunum til að
koma blóðrásinni af stað. Þvi næsl
hallað hún sér upp að bilnum og dró
andann djúpl. henni var óglatt og lá við
yfirliði.
Hafði hún drepið hann?
17. kafli
Gary lá i keng á jörðinni. Hann hafði
fengið höfuðhögg og var dasaður. Hann
var lika nreiddur á hægri handlegg og
þegar hann reyndi að setjast upp bar
sársaukinn hann ofurliði Hann gat ekki
hreyft handlegginn. hann lá máttlaus
niður með hlið hans. Hann sat þarna og
skalf og nötraði. Tíkin. hún hafði ekið
beint á hann. ætlaðaðdrepa hann þegar
hann var búinn að vera góður við hana.
Hann hafði varla snert hana nema til
þess að binda hana. Hann hafði sýnt
henni umhyggju og lofað að meiða hana
ekki. Hvers vegna gerði hún honum
þetta? Og hvernig i fjáranum hafði hún
losaðsig? Hann hafði treyst henni.
Hún væri nú á leiðinni niður tröðina.
örugglega til þess að ná i lögregluna.
Þegar Gary var búinn að jafna sig
eftir fyrsta áfallið fór hann að hugsa.
Þegar hún væri komin úl á veginn.
þyrfti hún að finna simaklefa. Það gæti
tekið nokkurn tima. Hún yrði að segja
frá því hvar hún væri. Gary bjóst ekki
við að hún vissi það neitt frekar en
hann. Hann gæti enn komist i burtu.
Hann reis með erfiðismunum á fætur
og hélt um brotna handlegginn með
þeim heilbrigða. Siðan staulaðist hann í
átt að næsta skúr og hallaði sér upp að
veggnum. svitinn rann af honuni við á-
reynsluna. Hann varð var viðsársauka i
brjóstholinu þegar hann dró andann og
datt hjartað strax i hug. Það sló ofsa
lega. sársaukinn i brjóstinu jókst og
dofnaði. Hann fann einnig til i
hnjánum. Billinn hafði skollið á hægri
hlið hans og hann hafði kastast frá.
mestu meiðslin höfðu koniið við fallið.
Hann tók þétt um hægri handlegginn
með þeim vinstri og tók að staulast upp
brattan stiginn. Léttir skór hans runnu
til á sléttri krítarklöppinni. Ef hann
kæmist upp áður en lögreglan kæmi
ætlaði hann að hlaupa yfir akrana og að
BARTSKERINN
Laugavegi 128 v/Hlemm
Sími23930
Vandlátir koma
afturogaftur
SÉRPANTANIR í
PERMANENT.
HALLBERG GUÐMUNDSSON
ÞORSTEINN Þ0RSTEINSS0N
FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA
útvegar yður hljóðfaraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri
Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17
48 Vikan 43. tbl,