Vikan


Vikan - 01.11.1979, Side 31

Vikan - 01.11.1979, Side 31
BHHHHBBHHBBHHBflflEHHflBl Vestmanneyingar Örn Óskarsson. Meistarar í fyrsta sinn ■HBflflflHHHflflflHBHflflHflflMBHHBBHflflflflBHHBHflflHB Eyjamenn tóku fyrst þátt í tslandsrr.ótinu árið 1912 og þrátt fyrir hartnær 70 ára baráttu á knattspyrnuvellinum var það ekki fyrr en í ár að þeim tókst að vinna hinn eftirsótta íslandsmeist- aratitil eftir æsispennandi keppni. Það er í rauninni ekki fyrr en 1968, að Eyjamenn láta eitthvað verulega að sér kveða á knattspyrnu- sviðinu hérlendis. Árið 1967 báru þeir sigur úr býtum i 2. deildinni og unnu sér réttinn til að leika á meðal þeirra bestu. ÍBV hafði um árabil verið á meðal fremstu liða 2. deildarinnar en ávallt skort herslumuninn til að komast upp. Það hafðist loks, eins og fyrr sagði, 1967 og síðan hafa Eyjamenn veriðí 1. deildinni aðárinu 1976 undanskildu. Á sínu fyrsta ári í 1. deildinni höfnuðu Eyja- menn í 5. sæti en þá voru aðeins 6 lið i deildinni. Þeim hafði tekist það, sem mestu máli skipti. að halda sér í deildinni. Sama ár sigruðu Eyjamenn i bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir hörkuleik við B- lið KR. Á þessum tíma máttu félög senda bæði A og B-lið ef þau vildu og á leið sinni í úrslitin vann B lið KR-inganna meira að segja A-lið félagsins. Eftir mikla baráttu og hörkuleik stóðu Eyjamenn uppi sem sigurvegarar 2-1 og tryggðu sér þar með réttinn til að leika i Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Árið 1969 höfnuðu Eyjamenn i 4. sæti af 7 liðum i I. deildinni og hlutu 12 stig úr jafn- mörgunt leikjum. I Evrópukeppninni lék ÍBV gegn búlgörsku bikarmeisturunum Levski Spartak Í snarvitlausu veðri á Laugardals- vellinum þar sem markataflan og vallarklukkan fuku um koll mátti ÍBV biða 0-4 ósigur. Sama markataia varð uppi á teningnum í siðari leik liðanna, sem fram fór í Sofiu í Búlgaríu. Þórólfur Beck tók við liðinu 1970 og bundu Eyjamenn miklar vonir við störf hans. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er og Viktor Helgason tók við liðinu síðari hluta keppnistímabilsins. Að þessu sinni hafnaði ÍBV í næstneðsta sæti deildar- innar. Sumarið 1971 er besta sumar ÍBV að nýliðnu sumri frátöldu. Viktor náði upp mjög góðri stemmningu liðinu og Eyjamenn stefndu í sinn fyrsta meistaratitil. Þeir höfðu tveggja stiga forskot á Keflavík þegar skammt var til mótsloka. Óvænt tap gegn einu af lakari liðum deildarinnar gerði það að verkum að Keflvikingar komust upp að hlið þeirra. Liðin hlutu bæði 20 stig en Eyja- menn voru með mun betri markatölu. Hún gildir hins vegar ekki hérlendis og því varð að fara fram aukaleikurá Laugardalsvellinum. Þaðerskemmst frá að segja að Eyjamenn hrundu þar eins og spilaborg að 10.000 áhorfendum viðstöddum og ÍBK sigraði 4-0. Þetta er mesti áhorfendafjöldi á leik á milli tveggja íslenskra liða fyrr ogsíðar. Þessi frammistaða dugði ÍBV til að komast í Evrópukeppni öðru sinni. Að afloknu keppnis- tímabili þar sem Eyjaliðið hafnaði i 2. sæti á nýjan leik var haldið til Noregs til að leika við Viking frá Stavangri i UEFA-keppninni. Þrátt fyrir stór- góðan leik máttu Eyjaskeggjar þola tap. 0 1. Siðari leiknum lauk með markalausu jafntefli i vitlausu veðri. Eyjamenn þar með úr leik. Þetta sama sumar sigraði ÍBV aftur í bikarkeppninni eftir leik við FH. Lokatölur 2-0. Sumarið 1973 varð ÍBV í 3. sæti í 1. deildinni og dróst gegn v-þýska stórliðinu Borussia Mönchengiadbach i Evrópukeppni bikarhafa. Viðureign ÍBV við Þjóðverjana varð eitt alls herjar tap bæði knattspyrnu- og fjárhagslega. Örn Óskarsson skoraði mark ÍBV i 1-7 tapi hér d Laugardalsvellinum. Skellurinn úti varðenn verri eða 0-9. Gífurlegt tap varð á þátttöku liðsins í Evrópukeppninni. Nokkuð tók nú að halla undan fæti hjá ÍBV og 1974 varð liðið í 4. sæti og siðan fylgdi afleitt ár í kjölfarið. Liðið fékk meira að segja möguleika til að halda sæti sínu með sigri í aukaleik gegn Þrótti þar sem fjölgun stóð fyrir dyrum i I. deildinni. Það tókst ekki heldur og ÍBV var i 2. deildinni á nýjan leik. Dvölin þar varð aöeins eitt sumar enda Eyja- menn með allt of gott lið til að vera þar. Þeir sigruðu mjög glæsilega i 2 deildinni og náðu 3. sætinu I I. deildinni árið eftir. Þaö tryggði þeim sæti i UEFA keppninni haustið 1978. Sumarið 1978 færði Eyjamönnum 4. sæti 1. deildar og um haustið var leikið gegn írska liðinu Glentoran í UEFA-keppninni. Jafntefli varð á Kópavogsvelli 0-0 og einnig úti, 11. Eyjamenn komust því óvænt áfram i 2. umferð og drógust þá gegn Pólverjunum Slask frá Wroclaw. Fyrri leikurinn á Melavellinum tapaðist 0-2. sem var alger óþarfi. í þeim síðari komu Eyjamenn mjög á óvart og töpuðu aðeins I -2. Síðan rann sumarið 1979 upp allt annað en bjart og fagur. ÍBV hafði misst nokkra góða leikmenn og liðinu var ekki spáð velgengni i sumar. En leikmenn bitu á jaxlinn og hrakspárnar þjöppuðu mönnum saman. Eftir að hafa siglt lygnan sjó ntestan hluta mótsins stungu þeir liðin af á lokasprettinum og tryggðu sér islandsmeist- aratitilinn með I -0 sipri \ fir Vikingi á Laugardals- vellinum. Sannarlegasætursigur Eyjamanna og til að bæta um bctur var Arsæll Sveinsson kjörinn leikmaður íslandsmólsins af Morgunblaðinu. Eyjamenn voru vel að sigrinum komnir. Þeir lögðu sína helstu keppinauta. Val og Akranes. í báðum leikjunum og fengu ekki á sig ntark gegn þessum liðum. Það sýnir styrkleika liðsins betur en flest annað. Loksins eftir áralanga baráttu. svita og tár var íslandsbikarinn loks kominn til Eyja. Ef hægt er að eigna einum manni sigurinn er það vafalítið þjálfari Eyjamanna Viktor Helgason sem fær þann heiður. Hann tók við þjálfun liðsins í vor þegar allt stefndi í óefni. Leikmenn vissu hvað hann hafði gert með liðið áður og undir hans stjórn lögðu ÍBV-strákarnir hvern keppinautinn d fætuV öðrum uns titillinn var i höfn. Til hamingju. Eyjaskeggjar! SSv. 44. tbl. ViKan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.