Vikan


Vikan - 29.11.1979, Page 20

Vikan - 29.11.1979, Page 20
I Marta og Karvel fyrir framan hús »ltt I Bohmgarvik. Karvel kennir handmennt við grunnsköla Bolungarvíkur. Hér sjáum við skútu sem hann hefur hannað og smíðað. Karvel Pálmason, fyrrv. alþingismaður, sóttur heim í Bolungarvík Jónfna Jöelsdóttir, möðir Karvels, ösamt Helga Geir, yngsta bamabami Karvels og Mörtu. Einfari í íslenskum stjómmálum Það var augljóst að nú skyldi til tíðinda draga í íslensku þjóðlífi er blaðamaður Vikunnar kom á Reykjavíkurflugvöll dumbungsdag nokkurn í október. Ábúðarmiklir landsfeður á þönum til að vitja sauða sinna í dreifbýlinu. Kosningar fyrir dyrum, prófkjör: Bentu á þann sem að þér þykir bestur. Er við berjum að dyrum hjá Karveli Pálmasyni, fyrrv. alþingismanni í Bolungarvík, er hann hins vegar farinn til höfuðborgarinnar til að ganga frá framboði sínu fyrir Alþýðuflokkinn. Sem þótti nokkrum tíðindum sæta þar sem Karvel hefur hingað til kosið leið einfarans í íslenskum stjórnmálum. Eiginkona Karvels, Marta Sveinbjörnsdóttir, tekur innrás blaðamanns af ljúfmennsku enda sjóuð í hlutverki eiginkonu stjórnmálamannsins. Segir að það sé í raun og veru ekki svo ólíkt hlutverki sjómannsins Karvels: Hvort tveggja hefur í för með sér að lítill tími gefst til fjölskyldulífs . . . Það er ekki fyrr en þremur vikum seinna að Karvel gefur sér tíma til að ræða við blaðamann: Um skoðanir sem mótuðust af hrjóstrugu umhverfi og harðri lífsbaráttu. Skoðanir sem hann er þrátt fyrir allt ekki tilbúinn til að fórna á altari neins stjórnmálaflokks.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.