Vikan


Vikan - 29.11.1979, Page 50

Vikan - 29.11.1979, Page 50
Framhaldssaga eftir Hildu Rothwell Skyldu sex pakkar duga? „Ó, Fay, ég er allt annað en —” byrjaði hún en Fay greip fram i fyrir henni: „Nei. Það er einhver ró yfir þér, þvi að þú krefst einskis. Þú hvorki hnýsist, forvitnast né spyrðspurninga í sifellu." Makelia Times var enn stjórnað frá Blackrock þó af og til væri því mótmælt og bent á að höfuð- staðurinn ætti að verða þessa heiðurs aðnjótandi. Claire ók inn í bæjar- kjarnann, lagði bílnum við skrifstofu- byggingarnar og rak sig næstum utan í Tim Reilly þegar hún var að koma að pósthúsinu til að athuga hvort einhver bréf lægju þar til hennar. „Halló,” heilsaði þulurinn. „Langt síðan við höfum sést. Ertu að skila þess- ari sömu gömlu?” „Einmitt. Hvernig hefur þú það?” „Ég hef aldrei haft það betra. Ég var einmitt að koma reglu á plöturnar mínar.” Tim brosti þegar hann leit á hana. Mér finnst þú lita út eins og iðjulaus stúlka. Hvers vegna velurðu ekki plötur í útvarpsþáttinn fyrir mig af og til. Þú gerðir það oft fyrir —” Hann þagnaði. „Fyrir Dermott?” sagði Claire og lauk setningunni fyrir hann. Hún tók iðulega eftir því að fólk virtist varla þora að nefna nafn eiginmanns hennar. Raunar höfðu allir reynt að forðast að ræða um hann í hennar viðurvist eftir að hann dó. Hún undraðist að hún hafði ekki tekið eftir þessu fyrr. „Já. ég var vön að gera það. En ég vissi líka hvað hann vildi að ég fyndi.” f • Vlkan 4«-tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.