Vikan


Vikan - 06.12.1979, Page 8

Vikan - 06.12.1979, Page 8
(security section) og fólst starfið annars vegar í gæslu í aðalstöðvum liðsins í Jerúsalem og hins vegar í því að keyra póst- bíla frá Jerúsalem til nágrannaríkjanna. Til þess eru notaðir stórir yfirbyggðir bensín- bílar og auk pósts voru fluttir varahlutir og annað sem þurfti í stöðvar gæsluliðsins. Ég keyrði til Líbanon, Jórdaníu og Kaíró og voru þetta allt dagsferðir nema til Kaíró, en hún tók 3 daga. Vegalengdir þarna eru ekki lengri en þetta og svo tefja vegirnir ekki fyrir því jxir eru allir steyptir og þráðbeinir, hvergi bugða né beygja. Slíkt er nauðsyn- legt á orrustusvæðum því þá getur það skipt öllu máli hvernig til tekst með liðs- flutning á sem skemmstum tíma. Þarna keyra menn eins og brjálaðir væru og eru ekkert að hugsa um hvort þeir séu á vinstri eða hægri kanti — það verður bara hver að bjarga sér þegar bílar mætast á öskrandi ferð á þessum vegum, sem eins væri hægt að nota sem flugvelli, enda mun vera gert ráð fyrir þeim möguleika. Það er mikið um slys á vegunum og alveg furðulegt að sjá á stundum hvernig mönnum hefur tekist að velta bilum sínum. Ein aðalástæðan fyrir slysurn er sú að þegar bílar bila á vegum úti þá hiaða bílstjórarnir grjóti í kringum farar- tækið og sjálfa sig meðan þeir gera við. Þao er öryggisráðstöfun því aldrei er að vita hvar skytta leynist í felum. Þegar svo viðgerð er lokið þá er stokkið upp í bílinn og brunað af stað á ekki minni ferð en áður og grjótið skilið eftir þar sem því var hlaðið á veginn. Þar liggur það þar til næsti bíll á leið um veginn á 160 km hraða og það getur hver og einn ímyndað sér hvað gerist þegar farartæki á slikri ferð rennir sér inn í stórgrýtishrúgu á steyptum veginum. Enda er mikið um slys. En þetta er ekki verst. Hitinn á þessum slóðum er alveg gífurlegur yfir hásumarið og bílarnir ókældir. Það er því allt annað en gaman að keyra yfir eyðimerkur i 40 stiga hita og oft komst hann upp í 44 stig og þá er nú farið að volgna heldur betur. Þarna er vatnsflaska á við vegabréf og t.d. fá engir að fara út úr stöðvum S Þ án þess að sýna vatnsflöskuna sína. Hún er vegabréfið á sandinum. Eftir nokkurra mínútna akstur er bíllinn, og allt sem honum fylgir, orðinn svo heitur að það er bókstaflega ekki hægt að snerta nokkurn skapaðan hlut í honum. Því er besta ráðið að taka um ákveðinn hluta á stýrinu í upphafi ferðar og sleppa ekki eftir það því þá myndi maður bara brenna sig. Ekki er betra að snerta gírstöng- ina, besta ráðið er að reyna að slá ofur- snöggt í stöngina í von um að bíllinn hrökkvi í gír. Annars þurfti ekki svo mikið að skipta um gír á þessum flugbrautum merkurinnar. Það var alltaf allt í botni. En maður varð að passa sig á því að halda sig á réttu vegunum, ef út af þeim var farið þá leið ekki á löngu áður en hermaður stöðvaði ferðina með byssu að vopni.” Menn með lurka, konur með pinkla — Var eitthvert fólk á ferli þarna í eyðimörkinni? „Nei, það var lítið líf að sjá nema þá skriðdrekalestir og svo einn og einn bedúína. Siðir og venjur fólks þarna eru að sjálfsögðu allt aðrir en við eigum að venjast og er starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna isMfur I Kafró. uppálagt i upphafi starfs að vera ekkert að blanda geði við innfædda. En maður komst ekki hjá því að verða vitni að ýmsum skringilegheitum. T. d. kom ég eitt sinn að varðstöð þar sem fyrir var egypskur varð- maður. Á milli stöðvarinnar og bílsins sátu 10-15 konur á hækjum sinum með korna- börn og annað hafurtask. Egyptinn stöðvar mig og bendir mér að bíða aðeins og bregður sér síðan inn i varðmannsskúrinn. Að vörmu spori birtist hann aftur og hefur þá meðferðis heljarmikinn lurk og það skiptir engum togum að hann ræðst á konurnar, sem sátu þarna á hækjum sínum, með þeim afleiðingum að þær tvistrast í allar áttir og leggja á æðis- genginn flótta. í írafárinu missa þær smá- börnin enda áttu þær fullt í fangi með að sleppa lifandi frá þessum herramanni með lurkinn sem eingöngu var að sýna mér virðingu með þessu háttalagi. Eftir sýning- una benti hann mér í mestu vinsemd á að ég mætti halda áfram ferð minni. Svona er nú farið með konurnar í þessum heims- hluta og það er ekki eins óalgengt og fólk heldur að sjá mann sitja á asna og konuna ganga á eftir klyfjaða alls kyns varningi. Einu sinni sá ég meira að segja mann vera að hlaða varningi á konu sína á vísinda- legan hátt til að nýta burðardýrið sem best. Hann hætti ekki fyrr en konan var komin í vinkil og þá tók hann sjálfur smáskjóðu — svo var gengið af stað. Þetta þykir sjálf- sagt.” Verðbólga og arabar — Hvernig er þetta í Jerúsalem? „Það horfir allt öðruvísi við þar sem gyðingar eiga í hlut. Þeir eru vel menntað fólk sem kemur frá iðnríkjum Vesturlanda og setur upp háþróað ríki á landsvæði sem t>eim var úthlutað. Það er ekki hægt að segja annað en fólk hafi það gott í ísrael — þrátt fyrir næstum 100% verðbólgu. Þarna eru góðar verslanir og bílakostur góður. Þó er Jerúsalem frábrugðin flestum öðrum borgum í ísrael vegna þess að þar hafa heit- trúaðir gyðingar miklu meiri áhrif en annars staðar. Það má hrófla við litlu í þeirri borg og ef menn ætla að byggja fjöl- býlishús þá verða þau að vera í stíl við annað og vera steinlögð að utan eins og gert hefur verið við hús þarna um aldir. Annars er gott að vera í Jerúsalem. Við fengum borgað í dollurum og þurftum því ekki að hafa svo miklar áhyggjur af verð- bólgunni. Svo gátum við verslað i toll- frjálsri verslun og þar sem tekjurnar voru skattfrjálsar þá getur hver og einn séð að 8 Vikan 49. tbl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.