Vikan - 06.12.1979, Page 43
KJARN'
I.IEIÐSI.A
Tll. KÍNA
„En þú ert samt sammála því að eitt-
hvað verður að gera?”
„Já,” samsinnti Jack. Hann neri hend-
urnar og spurði sjálfan sig hvað ætti að
gera. Hvað hafði valdið þessu rofi á
sjálfsaga? Hvað hafði fengið hann til
þess að ræða „fjölskyldumál” við
ókunnugt fólk? Hættulegt ókunnugt
fólk.
Kimberly sá óvissu hans og fann til
með honum. Hún sá hann nú i sjald-
gæfri aðstöðu, óákveðinn, hikandi,
næstum nakinn. Henni fannst hvort
tveggja í senn sem hann heillaði hana og
hræddi. Hún leit undan.
„Kannski,” sagði Jack, „getum við
hjálpað hvert öðru, með leynd. Ég vil fá
þetta mál á hreint. En ég verð líka að
vernda sjálfan mig. Svo — ef ég útvega
ykkur þessar fölsku röntgenmyndir,
getið þið þá séð um að þær verði lagðar
fram sem sönnunargagn við yfirheyrsl-
urnar á Point Conception? Sönnunar-
gagn sem dregur í efa vinnuaðferðit
þeirra verktaka sem byggt hafa bæði
orkuverin? Og getið þið fullvissað mig
um að nafn mitt verði hvergi nefnt? Það
er lífsnauðsynlegt.”
„Ég veit að ég get séð um þetta,”
svaraði Richard snöggt. „Það eina sem
ég þarf að gera er að hringja í Elliott
Lowell og hann verður meira en fús til
þess að kynna þetta.”
„Og ég held að ég geti talið þá á stöð-
inni á þetta, fengið þá til þess að fara
með vagn þangað og sjá um að allt verði
sent út — æ, guð minn góður!” Hún leit
á úrið. „Ég er að verða of sein í sexfrétt-
irnar. Fljótt, hvernig getum við nálgast
þessar röntgenmyndir?”
„i fyrramálið,” sagði Godell. „Ég fer
til orkuversins eins og vanalega. Getur
einhver sem þið treystið hitt mig á póst-
húsinu í tveggja milna fjarlægð? Við
skulum segja klukkan niu. Þaðerbestað
það verði hvorugt ykkar, ef fylgst hefði
verið með mér. Það getur vel verið því
ég er þegar búinn að fara út af sporinu
með þvi að tala við þessa verktaka og
þeir gætu hafa látið það ganga lengra.”
„Hector!” sagði Richard. „Já, við
þekkjum hann. Hann er Mexikani, stór
og feitur náungi. Ágætis piltur. Náinn
vinur minn.”
„Og þakka þér fyrir,” sagði Kimberly
og færði sig i átt til dyra. „Þakka þér svo
sannarlega fyrir. Ég verð að fara núna
en ég hef samband við þig.” Hún var
tilbúin meðblýantinn.
Jack gaf henni upp simanúmerið sitt
og þau gengu út. O, jæja, hugsaði hann.
O, jæja, o, jæja. Hann lét frá sér bjór-
dósina og gekk inn í eldhúsið til þess að
fá sér einn tvöfaldan.
Richard og Kimberly hlupu sem mest
þau máttu niður ganginn að upptöku-
herberginu þegar klukkuna vantaði
nokkrar sekúndur i að sexfréttirnar
byrjuðu. Þau þeyttu upp hurð. Fyrir
ofan hana var rautt ljósaskilti sem á stóð
opnið ekki þegar rauða Ijósið er kveikt.
Þau gengu inn. MacChurchill, sem sat
bak við glerskerm inni í stjórnher-
berginu, sá hana og kom strax til
hennar.
1 þann mund gaf sviðsstjórinn merki
og Pete Martin sendi bros inn i mynda-
vélina. „Gott kvöld, þetta er Pete
Martin. Nú er klukkan sex og tími til
kominn að heyra fréttirnar...”
Kimberly tók sér móð og másandi
stöðu svo hún yrði reiðubúin að byrja
þegar hún fengi lykilorð. Hún slétti úr
blússunni og renndi fingrunum í
gegnum hárið.
MacChurchill greip í handlegg
hennar og hvíslaði reiðilega í eyra
hennar: „Hvar í fjáranum hefur þú
verið i dag? Og hvað gengur eiginlega
á? Þú áttir að hitta nokkra lögfræðinga í
dag og við biðum í hálftíma eftir þér.
Jacovich er I kasti!”
Kimberly horfði á Pete Martin og leit
siðan á sviðsstjórann, reiðubúin að taka
við lykilorðum sínum.
Gjöf ársins
„Skovsyre"
Þetta er niunda skeiðin i dýr-
mœtri seriu frá Georg Jensen.
Skeiðin er úr steriingsiHri, gull-
húðuð og með blómamynd úr
email. Hvert ár kemur ný skeið
með nýju blómamynstri. Upp-
lag hverrar skeiðar verður mjög
takmarkað.
Jóhannes
Norðfiörð hf.
Hverfisgötu 49, simi 13313
Laugavegi 5, simi 12090.
„Hvar er árans filman?” hvæsti Chur-
chill.
„Fáðu Jacovich hingað niður,”
hvíslaði Kimberly á móti. „Við erum
með sögu, sem þú myndir ekki trúa!”
Sviðsstjórinn sendi Kimberly merki
um að tíu sekúndur væru eftir.
„Hlustaðu nú, stúlka min,” hvíslaði
Churchill, „mér er sama hvers konar
sögu þú ert með, þú skipar ekki —”
„Ég sagði þér að fá hann hingað niður
og það fljótt,” sagði Kimberly. Svogekk
hún inn á sviðið um leið og Pete Martin
kynnti hana: „Og hér er svo Kimberly
Wells....”
Kimberly brosti inn í myndavélina og
las upp: „Þakka þér fyrir Pete. I kvöld
ætlum við að taka tali alveg nýja gerð af
lækni — mann sem fer í vitjanir til þess
að lækna — veika fiska.
Sviðið breyttist og nú sást skyrtu-
klæddur maður beygja sig yfir smelt fat
fullt af vatni og dró upp úr þvi, með
töng, óttasleginn gúppifisk. Rödd
Kimberly heyrðist nú af seguibandi.
„Hann heitir Horace Seward og býr i
Burbank. Hann segist hafa ákveðið að
sérhæfa sig í fisksjúkdómum þegar einn
af hans eigin rándýru fiskum dó eftir að
hafa gleypt stóra vísinn af Mikka mús
armbandsúri...”
Nákvæmlega tuttugu minútum siðar,
þegar fréttatíminn var liðinn, sátu
Kimberly, MacChurchill, Richard
Adams og Don Jacovich i fundarher-
berginu.
„Mig hefur langað til að tala svolitið
við þig og pennan félaga þinn hérna,”
sagði Jacovich hvasst. „Hvað gengur
eiginlega á?”
Kimberly rakti i stuttu máli það sem
gerst hafði um daginn. Hún sagði frá
áliti dr. Elliott Lowells og Gregs, kjarn-
orkuverkfræðingsins, og sagði þeim frá
meginatriðunum í samtali þeirra við
Jack Godell.
„Svo þannig er það. Þetta eru ajlar
þær staðreyndir sem við höfum getað
aflað okkur. Ég veit að það er ekki í
mínum verkahring að ákveða hlutverk
mitt hér á stöðinni, en ég er þreytt, hr.
Jacovich. Þreytt á að upplýsa fólk um
afmælisveislur Ijóna í dýragörðum,
talandi hunda og veika hitabeltisfiska.
Þetta er sagan min. Ég gróf hana upp, ég
spann utan um hana og ég ætla að
senda hana beint út — á morgun eftir
hádegi.”
„Veistu ekki hver þessi náungi, Elliot
Lowell, er? Hann er deiluflenna.
Atvinnumaður í að valda illindum. Auð-
vitað kemur hann þessu efni áfram. Það
eru einhverjir þrýstihópar sem greiða
honum fyrir það!”
„Ég held að þú skiljir mig ekki. Ég
ætla ekki að ræða frekar um þetta,”
sagði Kimberly. „Annaðhvort kem ég
þessu efni fram fyrir þessa stöð eða ég
segi upp núna á stundinni og fer með
mitt eigið fréttaefni i einhverja aðra
sjónvarpsstöð.”
„Þú myndirekki —”
„Athugaðu.”
49- tbl. Víkan 43