Vikan


Vikan - 06.12.1979, Side 76

Vikan - 06.12.1979, Side 76
SKÁLDH) KRISTS UNDARLEG ATVIK LVIII jgp' ---- | ^ A. A ÆVAR R. KVARAN Árið 1652 komu vermenn nokkrir um vetur að bæ einum á Hvalfjarðarströnd og höfðu með sér hesta. Þeim þótti erfitt að fá fóður handa þeim sums staðar þar sem þeir gistu, því heyskortur var mikill. Þegar vermennirnir komu nálægt staðnum, sáu þeir að maður nokkur var að hýsa hesta. Hann var glaðlegur í yfirbragði, en fátæklegur til fara, mikill vexti en lura- legur, stirðlegur og þeldökkur yfirlitum. Þeir þottust vita að þetta mundi vera hestamaður. Þegar þeii hittu manninri köstuðu þeir á hann kveðju enspurðu liunn ekki að nafni. Þeir ávörpuðu hann: „Ertu hestamaður hérna?” „Og stundum er það nú.” „Hvernig er að fá hey hérna?” „Það liggur nú ekki á lausu.” „Steldu nú heyi handa hestunum okkar.” „Það má ég ekki, því það væri ótrúmennska við húsbændur mína.” „Það þarf ekki að bera á því.” „Ég veit ekki heldur hvort ég get gert það.” „Jú jú. Þú hlýtur að geta það fyrst þú ert hestamaður hérna. Við skulum í staðinn gefa þér bita af mötunni okkar í kvöld, þegar við förum að borða.” Hestamaður færðist lengi undan að verða við bón þeirra, en þó fór svo að lyktum að hann hét að liðsinna þeim eitthvað og sagði þeim að koma m-ð sér. Fóru þeir svo allir góðan spöl frá bænum þargað til þeir komu aðhúsgafli nokkrum. Þar kom hestiinaður með nægilegt hey handa hestunum. Vermennirnir fóru nú heim með hestamanni og báðu hann að gangast fyrir þvi við bónda að þeir fengju að liggja inni um nóttina. Hestamaður gekk inn og kom að vörmu spori aftur og sagði að þeir fengju gistingu. Hann fylgdi nú vermönnunum inn í baðstofu og í annan enda hennar. Þeir höfðu með sér malsekki sina og tóku brátt að snæða. Þeir buðu hestamanni bita, eins og þeir höfðu lofað honum, en hann kvaðst ekki matarþurfi, þvi hann hefði nóga fæðu. Þó varð það úr að hann þáði dálítinn bita hjá þeim. Hestamaður sat allt kvöldið með vermönnunum og skrafaði við þá um alla heima og geima. Þar bar margt á góma og voru vermenn ekki ávallt sem orðvand- astir, svo að hestamaður setti stundum ofan i við þá. Þá furðaði mjög á, þvi hve hestamaður var skynsamur og skemmtilegur i tali og frábærlega oröheppinn. Leið nú vakan og undu vermenn hag sínum hið besta. Eftir kvöldverð kom kona fram úr húsi í hinum enda baðstofunnar, stór vexti og sköruleg. Hún gekk að hestamanni og sagði að þaö færi að líða að hátta- tíma. Hann stóð upp sk;ótlega og sýndist gestunum hann þá vera með tignarsvip allmiklum. Hann skildi eftir opið hús þeirra og opnaði hús i hinum enda baðstofunnar, tók þar bækur og hóf þegar húslestur. Duldist vermönnum nú ekki lengur að þetta var sjálfur húsbóndinn sem var prestur. Þóttust þeir hafa orðið ósvinnir og talað margt um kvöldið, sem þeir fegnir vildu hafa ósagt látið. Um morguninn snemma voru þeir á fótum. hittu prest, þökkuðu honum greiðann og báðu hann fyrir- gefningar á allri breytni sinni. Þeir tóku og upp hjá sér peninga og vildu borga honum heyið. En prestur vildi enga borgun þiggja og kvaðst ekki hafa gert þeim þetta bragð í þeim tilgangi aö hafa af þeim fé, heldur hefði hann ætlað að sýna þeim hvernig þeir ættu að hegða sér þegar þeir kæmu á bæi þar sem þeir væru ekki kunnugir. Þeir ættu þá að gera boð fyrir hús- bóndann og hitta hann sjálfan ef hægt væri. Tjá honum vandræði sín, ef nokkur væru, og biðja hann ásjár. En varast skyldu þeir að biðja nokkurn mann að stela handa sér, hve litiö sem það væri. Þeir skyldu reyna að koma fram eins og siðgóðir og vandaðir menn, bæði til orða og verka. Loks sagði prestur við vermennina að hann skyldi ekki erfa hegðun þeirra við þá og gætu þeir farið hvert á iand sem þeir vildu fyrir sér. Vermennirnir stórskömmuðust sin fyrir presti, kvöddu hann síðan með þakklæti fyrir sig og létu, að sögn, heilræði hans aldrei sér úr minni liða. Því næst tóku þeir hesta sina og héldu leiðar sinnar. Það var reyndar auðskilið að þeim þætti allmikið til þessa manns koma, þvi það var enginn annar en mikil- mennið séra Hallgrímur Pétursson, sálmaskáldið ódauðlega. Það er almennt talið að séra Hallgrimur hafi fæðst um 1614 en óvist hvar, hvort heldur að Hólum i Hjaltadal eða þar i grennd. Hitt vita menn að hann var að Hólum í uppvexti sinum og lærði þar bæði að lesa og skrifa. Þar var hann einnig settur í latínuskóla um svipað leyti og Þorlákur Skúlason varð biskup. Þegar Hallgrímur hafði verið um hríð í skólanum henti hann sá ungæðisháttur að koma sér út úr húsi hjá þeim sem stólnum réðu. Kann að vera að ástæðan hafi verið vegna einhvers kerskniskveðskapar. Að minnsta kosti var tekið svo hart á þessu að hann var látinn fara úr skóla. Þá tóku frændur hans það ráð að láta hann fara utan. Segir þar fátt af ferðum hans en þó herma góðar heimildir að hann hafi í Kaupmannahöfn gengið i þjónustu hjá járnsmið einum, heldur harðráðum, sem hafi haldið hann illa. Nú bar svo við eitt sinn sem oftar að Hallgrímur hafði sætt illri meðferð hjá húsbónda sínum og hallmælti honum í heyranda hljóði á ófagurri íslensku. En svo furðulega bar þá til að þar hafði borið að í sömu mund mann íslenskan, sem auðvitað skildi skammirnar. Og þar var á ferð enginn annar en Brynjólfur Sveinsson, siðar biskup. Brynjólfi þótti orðbragðið að visu heldur magnað, en röddin í mýkra og blíðlegra lagi. Ávítaði hann Hallgrim fyrir að formæla með þessum hætti sann- kristnum meðbróður sínum. Hallgrimur tók þessari umvöndun ekki illa, en kvað hann mundu vorkenna sér ef hann vissi að hann mætti þola alls konar illa meðferð, högg og barsmíðar að saklausu og illan aðbúnað annars vegar. Þetta varð til þess að Brynjólfur tók Hallgrim tali og þóttist finna að i honum bjuggu gáfur og réð honum til að losna við þetta starf og leggja heldur stund á bóknám. En þetta endaði með því að Brynjólfur tók Hallgrim að sér og sleit síðan aldrei tryggð við hann hvað sem á dundi. En Brynjólfur var mikils metinn hjá heidri menntamönnum í Kaupmannahöfn og Sjálands- biskupi og kom hann því til leiðar með stuðningi þeirra að Hallgrímur var tekinn í fyrsta bekk i Mariu- skóla í Kaupmannahöfn. Hann var hverjum nemanda hærri vexti enda eldri en sambekkingar hans, og var því uppnefndur og kallaður „langi”. En svo vel sóttist honum námið að árið 1636 var hann kominn i efsta bekk. Þá gerðist það í lífi Hallgrims sem átti eftir að hafa örlagarik áhrif á líf hans. Þetta ár kom til Kaupmannahafnar fólk sem hafði verið hernumið af Alsírbúum 1627 og verið keypt úr ánauðinni. Þetta voru 38 manns. Það var í Kaupmannahöfn um veturinn en þar eð það skildi ekki dönsku og skortur var þá íslenskra stúdenta til leiðbeininga var lagt fyrir Hallgrim að lesa og tala fyrir því guðsorð þangað til það kæmist af stað með kaupförum til íslands. Meðal þessa útleysta fólks var kona ein, Guðríður Símonardóttir, úr Vestmannaeyjum, sextán árum eldri en Hallgrímur. Hún var gift kona en maður hennar hafði ekki verið hernuminn og því orðið eftir á Islandi. Á þessari konu fékk Hallgrímur svo sterka ást að vorið 1637, þegar þetta hernumda fólk skyldi fara heim til lslands þá yfirgaf Hallgrímur skólann og fór meðGuðriöi til landsins. Þau komu í Keflavik og var Hallgrimur þar um sumarið erfiðismaður hjá kaupmanni nokkrum En þegar þau voru nýlega komin á land ólGuðríðurbarn og var hún þá í Ytri-Njarðvík hjá Grími Btrgssyni. Það vildi þeim til gæfu að maður hcnnar var þá látinn, svo brot þetta taldist einungis frillulífsbrot. En um sumarið, þegar kaupför sigldu burt úr Kefla- vík, hafði Hallgrimur hvergi húsaskjól. En þá komst hann i kynni við Árna lögréttumann Gíslason að Ytra-Hólmi og skaut hann skjólshúsi yfir hann það sem eftir var sumars og reyndist honum hin mesta bjargvættur alla tíð síðan. Það var fullkominn ásetningur Hallgrims að ganga að eiga Guðriði og er talið að Árni gengist fyrir því að færðar voru fullar sönnur á að maður Guðriðar væri látinn svo Hallgrímur náði að eiga hana þetta sama ár í Ytri-Njarðvík. Grímur Bergsson sem áður var nefndur hélt áfram hlífiskildi yfir þeim Hallgrimi og hugðist gera enn betur en rataði af því i ærin vandræði. Eftir þetta vita menn ekki gerla um æviferil Hallgrims þangað til hann varð prestur. Um þessar mundir bjó i Stafnnesi Torfi Erlendsson. Hann var yfirgangssamur og harðlyndur stórbokki og hafði farið illa með presta sína. Brynjólfi biskupi veittist af þessum ástæðum erfitt að fá presta til lang- frama að Hvalsnesi. enda var prestakall þetta í rýrara lagi að tekjum. En það var einmitt i prestsleysi þarna að Hallgrímur var til þess hvattur að fara á fund biskups 76 Vikan 49- tbl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.