Vikan


Vikan - 06.12.1979, Page 81

Vikan - 06.12.1979, Page 81
Undir Afríku himni og svo bókstafina VERK sem voru skrif- aðir stærri bókstöfum en hitt. Sem Claire stóð þarna hikandi heyrði hún^gllt í einu hljóðlega gengið i áttina til hennar, hinum megin við götuna. fótatakið bergmálaði lómlega í auðri götunni. Hún snarstansaði og fylgdist með hávaxinni mannveru sem nálgaðist hægt en ákveðið. Þegar maðurinn kom yfir götuna leit hann í áttina til hennar og undir lögregluhjálminum glitti í svart. án andlitsdrátta eða svipbrigða. ClaIRE stóð grafkyrr á meðan fótatakið fjarlægðisl í þögninni. Á meðan hún beið eftir að hjartsláttur hennar kæmist aftur í eðlilegt horf hugs- aði hún um hvenær hún hefði síðast séð andlitslaust höfuð. Síðan gekk hún yfir að bílnum. Hún hugsaði ekki meira um að hitta Bruce. Þegar hún keyrði út úr bænum sá hún glitta í rautt Ijósið sem stóð upp úr þaki pósthússbyggingarinnar. Hún ntinntist En i staðinn fékk hún enn eina sönn- unina fyrir tilfinninganæmi systur sinnar. Ruth horfði allt i einu rannsak- andi á hana og sagði síðan: „Þú hefur eitthvaðbreyst, Claire. Hvaðer það?” ÞaÐ VAR orðið dimmt þegar Claire fór heim frá systur sinni. Þegar hún kom aö vegamótunum datt henni allt i einu í hug að aka i áttina til Makeli. Hún vissi ekki hvers vegna. en hún fann allt i einu hjá sér löngun til að hitta Bruce að máli. Sennilcga væri nóg fyrir hana að sjá hann. Hún hafði hálfgerða sektartilfinn- ingu vegna þess að hún hafði opinberað trúlofun þeirra við Noel að Bruce for- spurðum. Þó var sennilega niðurbæld þörf hennar fyrir huggun helsta ástæðan til að hún lagði út á þjóðveginn í myrkr- inu. þar sem hún gat átt það á hættu að mæta hópi gangandi fila. Hún náði þó klakklaust til Makeli og hún bar enn i huga sér myndina af ham- ingjusömu heimilislifi systur sinnar. Aðalgatan var vel upplýst, þó að dimrnt væri í nágrenni hennar. Vcrslunargluggarnir áttu líka sinn þátt i Ijósadýrðinni og kveikt var á annarri hæð pósthússins, þar sem útvarpsstöðin hafði upptökusali sína. Það var dimmt við verslun Bruces og hvergi var lifsmark að sjá. Claire lagði bilnum við eyðilega götuna og gekk sem leið lá yfir breiða gangstéttina að dyrun- um. Þær voru lokaðar. eins og hún hafði reyndar búist við. en hún sá nú Ijósgeisla frá bakhliðinni. Hún bankaði varlega á rúðuna. Ef Bruce væri i bakherberginu myndí hann heyra til hennar; ef hann væri i skúrnum i bakgarðinum myndi hann aldrei heyra til hennar, hversu hátt sem hún bankaði. Ekkert skeði. Claire færði sig úr skjól- inu við dyrnar, að gangstéttinni. Hún velti þvi fyrir sér hvort hún ætti að reyna að komast að bakhúsinu, sem var ekki heiglum hent, án vasaljóss. Förin yfir illa hirtan bakgarðinn var ekki væn- leg til árangurs. Þar sem Bruce væri þá við vinnu fyrir luktum dyrum myndi hann varla heyra til hennar þar heldur. Hún gekk aftur að framhliðinni en nam staðar þegar dökkur blettur á framhlið hússins vakti athygli hennar. Það var mjög litið eftir af málning- unni, svo að Bruce virtist hafa sett á laggirnar einhvers konar hreinsunarher- ferð. En þrátl fyrir það hafði honum ekki tekist alveg að fjarlægja öll verksum- merki og hún sá daufa bletti hér og þar Einnpakka - tvo pakka - þrjá pakka.og enginn eins / hverjum pakka eru þrjár myndir, rammar — gler — lím- band — leið- beiningarbcekl- ingur. Hvernigjjöl- skyldan getur fegrað sjálf veggi heimilis- ins. Hringið - við póstsendum hvert á land sem er. Nýtt á markaðnum GAGN OG GAMAN fyrirfjölskylduna í skammdeginu. Fjölbreytt úrval mynda Verð kr. 9500.- EYMUNDSSON Austurstræti 18. Sími 13135 og 13522. 49. tbl. Vikan 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.