Vikan


Vikan - 27.12.1979, Page 12

Vikan - 27.12.1979, Page 12
; Hér áður fyrr — Það má segja að skemmtanavenjur íslendinga á gamlárskvöld taki miklum breytingum á fimmta áratugn- um. Fram að þeim tíma leið varla það gamlárskvöld að ekki kæmi til meiri eða minni skríls- láta í miðbænum, en þar safnaðist fólk á öllum aldri saman. Landamörkin voru venjulega gamla Landstjarnan og verslun Egils Jacobsens, hópurinn þyrptist saman beggja megin götunnar og sendi á milli sín kínverja og smásprengjur. Þetta var stórhættuleg iðja og við þurftum oft að fara margar ferðir á slysavarðstofuna með fólk. Danshúsin urðu líka fyrir árás, t.d. varð að smíða hlera fyrir alla gluggana á Hótel Borg. Fólk byrjaði venjulega að safnast saman um áttaleytið og við áttum oft fullt i fangi með að ryðja okkur braut í gegnum mannþröngina þegar við komum á vaktina. Annars reyndum við alltaf að halda Pósthússtrætinu greiðfæru og urðum stundum að beita vatns- slöngum í því skyni. Það gekk á ýmsu með það og fólk reyndi mikið til að skera göt á slöng- urnar. Mikið var um rúðubrot á sjálfri lögreglustöðinni svo að við létum smiða net fyrir glugg- ana til notkunar á þessu kvöldi. Fólk hafði líka í frammi ýmsa aðra óknytti, t.d. var vinsælt að velta bæði bifreiðum og þeim tunnum sem fólk komst höndum yfir. Meðan Búnaðar- bankahúsið var í smíðum áttum við í miklum erfiðleikum með að halda drukknu fólki frá vinnu- pöllunum, það virtist haldið óstöðvandi löngun til að klífa þá. Og svo var snjórinn óspart notaður ef hann var fyrir hendi og hlutust oft slys af því. Á þessum tíma var tómt mál að tala um frí, allir lögreglu- þjónar voru á vakt og varð oft að kalla út auka varðlið. Ráðamenn brutu heilann ákaft um hvernig breyta mætti þessum óheppilegu venjum og lausnin fékkst með brennunum. Þá dreifðist fólk meira um bæinn og minna varð um átök i miðbænum. Svo bættist Áramótaskaupið i sjónvarpinu við og nú flýtir fólk sér heim af brennunum til að sjá það og læti í sjálfum miðbænum heyra til undantekninga. Þetta er mikil framför hjá því sem áður var og mikill léttir fyrir lögregluna. Auðvitað er enn mikið um útköll í heimahús á þessu kvöldi vegna ölvunar og slagsmála, það hefur þvi miður ekkert breyst. Það er oft ákaflega vandasamt að sinna þessum útköllum, sérstaklega þegar foreldrar eru í svo slæmu ástandi að leysa verður upp heimilið og koma börnum þeirra fyrir. Við leitum að vísu til barnaverndarnefndar undir slíkum kringumstæðum en það er áreiðanlegt að fátt fær meira á lögreglumanninn, sama hvað hann er gamall í hettunni. ANNÁLL FIMM ÁRATUGA Það markverðasta við innreið fjórða áratugarins er að vísu ekki sjálft gamlárskvöldið heldur það að í janúarbyrjun er löggæsla á fyrmefndu kvöldi tekin til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík. Ekki vegna skrilsláta almennings heldur vegna hrana- legrar framkomu lögreglunnar við bæjarbúa. Töldu formælendur að verðir laganna hefðu gengið heldur langt á síðasta gamlárskvöldi og fordæmdu að almenningi væri ekki leyft að skvetta sér upp án þess að eiga á hættu barsmíðar með kylfum, handtökur fyrir litlar eða engar sakir eða þá að fólki væri beinlínis bannað að nema staðar á götunum. Því til áréttingar var sögð saga af óförum betri borgara nokkurs í ÞÁ VAR FJÖRIÐ í MIÐBÆNUM VIKAN spjallar víð tvo fyrrverandi lögreglumenn, þá Skúla Sveinsson og Sigurð M. Þorsteinsson, um skemmt- anavenjur íslendinga ó sfðasta kvöidi ársins og rifjar upp nokkrar lýsingar á gamlárskvöldum liðinna ára. Skúli hóf feril sinn hjá lögreglunni árið 1930 en Sigurður 10 árum síðar. Báðir lótu þeir af störfum 1976. 12 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.