Vikan


Vikan - 27.12.1979, Síða 19

Vikan - 27.12.1979, Síða 19
sterkum vindinum, sem jjó var ekki kaldur. Flugvélin virtist svo lítil. Ég starði á hjólbarðana. „Þetta er eins og barna- leikfang og hjólin rétt eins og á hjól- börum." „Þau duga,” sagði Jay. Þá datt upp úr mér: „Ertu búinn að gera flugáætlun?” Jay virtist ekki fyrtast við þessa athugasemd, en svaraði um leiö og hann yppti öxlum: „Nei, það er ekki nauðsyn- legt.” Hann vék til hliðar, svo að ég gæti klifrað inn í aftursætið. Svo sveiflaði hann sér inn i flugmannssætið, og skömmu síðar vorum við komin á ferð, og flugvélin hristist af hávaða og vindi. „Við erum komin á loft,” kallaði Jay. Flugbrautin lá fyrir neðan okkur, og ég horfði út á San Francisco flóa. Og nú sá ég raunveruleg fjöll „Hvað er langt þangað til við sjáum fjöllin?” spurði Jean. „Ég gerði hræðilega vitleysu," sagði Jay. „Ég hefði átt að hring- söla til að ná hæð." Flugválin brot- lenti aðeins örfáa metra frá fjalls- brúninni. Hún hafði undist til við áreksturinn og búkurinn rifnað. Bensinið draup úr geyminum undir vinstri vængnum. Flugválin gat sprungið i loft upp. . . . Jay skoðaði kortið, sem lá á hnjám hans. „Rúmlega klukkustund,” svaraði hann. Vélin tók dýfu. „Hvað fljúgum við hátt?” spurði Jean. „Við förum yfir fjöllin fyrir norðan Whitney tind, og hann er 14.000 feta hár,” svaraði Jay. „Vá!” sagði ég og varð talsvert um. „Þaö er hátt. Flýgurðu oft svona hátt?” Jay glotti. „Nógu oft.” Það mátti heyra, að honum fannst ekki mikið til koma, mér væri óhætt að draga andann léttar. Um eittleytið höfðum við flogið i um það bil klukkustund, og flugvélin beygði. Skyndilega fann ég, að við hækkuðum flugið, og fyrr en ég vissi, komu Sierra fjöllin á móti okkur. „Þarna eru þau,” hrópaði Jay. „Nú fyrst byrjar gamanið.” Þetta voru raunveruleg fjöll, hærri og víðáttumeiri en nokkur fjöll, sem ég hafði áður séð, og stórfenglegri. Ég hafði eitt sinn ekið yfir svissnesku Alpana, en það var ekkert þessu líkt — ekkert líkt þvi að fljúga yfir fjöllin í lítilli flugvél. Landslagið fyrir neðan okkur var fyrst skógi vaxið, en hvergi örlaði á byggð. Það snart mig djúpt. Þetta er það, sem átt er við með óbyggðum, hugsaði ég, og orðið öðlaðist nýja merkingu í huga mínum. Ég horfði á fjöllin fyrir neöan okkur, köld og frá- hrindandi. Ég sá enga kofa, ekki einu sinni götu- slóða nokkurs staðar. I dölum og giljum var snjór, djúpur snjór, miklu meiri en mig hefði grunað. Aðeins tindarnir stóðu upp úr snjónum. Við flugum margar mílur inn í þessa frumstæðu veröld, svo ólíka þvi, sem ég hafði gert mér í hugarlund — hrikalegri, kaldari og fegurri í harðneskju sinni — og ég missti allt tímaskyn. „Við förum yfir Kearsarge skarðið,” kallaði Jay aftur í til mín. Ég hugsaði með mér, að sama væri mér, ég hafði aldrei heyrt skarðs þessa getið, en nafnið hljómaði vel. Ég hafði alltaf ímyndað mér fjallaskarð sem greinilegt skarð milli tveggja aðskildra tinda. Þetta var ekkert líkt þvi. Grjót- veggurinn reis upp framundan, stakur, víðáttumikill fjallshryggur, og á stöku stað mátti greina, að hann væri lægri en annars staðar. Einn þessara staða var Kearsarge skarðið. „Haldið ykkur fast, við fáum högg" „Einhver þessara fjallstinda er Whitney fjall,” sagði Jay og sló út hendinni. Whitney fjall er hæsti toppur þessa fjallshryggjar, en mér varð nú fyrst Ijóst, að það var bara eitt af mörgum tindum yfir 14.000 fet á hæð. Og allt í einu rann það upp fyrir mér, að þessi litla flugvél yrði að fljúga yfir þessa háu tinda til að komast hinum megin við þá. Ég hafði ímyndað mér, að við flygjum um dal eða dalverpi, en um slíkt var ekki að ræða. öðruvísi en upp var ekki hægt að komast. „Verið viðbúnar stórkostlegu útsýni, þegar við skríðum yfir fjallsbrúnina,” hrópaði Jay. „Hinum megin er eyðidalur.” Ég leit á Jean, og við brostum hvor til annarrar, snerum okkur svo að gluggunum og myndavélunum okkar, því ekki máttum við missa af neinu, við vissum, að framundan var forvitni- legasti hluti leiðarinnar. Mig langaði til að festa mér í huga allt, sem ég sá, og sem mest á filmu líka. Ég leit aftur til að sjá, hvað við höfðum lagt að baki, og ég greip andann á lofti. Fjöllin, sem lágu í öldum að baki okkar, voru svo yfir- þyrmandi sjón, að ég fann til vanmáttar. „Haldið ykkur fast!” hrópaði Jay, „við fáum högg, þegar við komum yfir fjallsbrúnina, við dettum með vind- strengnum.” Drottinn minn, sætisbeltið, og nú var enginn tími til slefnu. Enginn tími. Ég missti myndavélina um leið og ég sneri mér við til að horfa fram, horfa á vegginn, sem reis á móti okkur. Traustur, harður. Enginn himinn. Nú vorum við svo nálægt, að . . . DROTTINN MINN! Ég greip um sætisbakið, og hugsanirnar þyrluðust um huga mér: Vertu máttlaus. . . drukknir komast af. .. haltu þér fast! Hávaðinn var ógurlegur, og árekstur- inn var harður. Ég heyrði urg og sarg, ískur og marr. Síðan varð algjör þögn. Ekkert hljóð heyrðist. Á toppi alheimsins Ég virti fyrir mér svöðusár á hægra fæti mér, rétt fyrir ofan stígvélið, langt og djúpt sár, sem náði inn að beini. Ég horfði á það góða stund, án geðs- hræringar, eins og þessi fótur tilheyröi l i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.