Vikan


Vikan - 27.12.1979, Qupperneq 27

Vikan - 27.12.1979, Qupperneq 27
t>egar blöðum og tímaritum er flett blasa við myndir af glæsilegu sýningafólki og kvikmyndastjörnum, sem virðast ei(a það sameiginlegt að vera öllum öðrum jarðarbúum fegurri. Venjulegt fólk fyllist minnimáttarkennd og finnst aldeilis fráleitt að það geti látið sjá sig i viðhafnarklæðum sínum á almannafæri, þar sem ljótleikinn og sveitamennskan eru aðalsmerkið. Setningin: „En ég á ekkert til að fara í” og svo sú gamal- kunna: „Get ég farið í jakkafötunum gömlu góðu sjötta árið í röð,” hrjóta af vörum örvæntingarfullra almúgamanna og líklega mun svo verða um ókomin ár. Gamanið kárnar svo ef ákveðið er að endurnýja birgðirnar. „Svona kjól gæti ég aldrei látið sjá mig i” og „. . . ístran sést ennþá meira i svona vesti,” taka við af fyrri setningunum og allt viröist fyrir- fram vonlaust. Það vill gleymast að fyrir myndatökurnar af glæsifólki timarit- anna hafa ófáar vinnustundir sér- fræðinga verið keyptar. Hver og einn hefur fengið hina einu réttu meðhöndlun, svo það besta í sérhverjum einstaklingi fái notið sín til hins ýtrasta. Með nútíma förðunartækni, hár- snyrtingu og réttu fatavali er möguleiki að gera hvern sem er næstum óþekkjan- legan og gamla, góða minnimáttar- kenndin og sveitamennskutilfinningin fýkur út i veður og vind. Hvað segir annars ekki máltækið: Fötin skapa manninn? En allt kostar peninga, það má ekki gleymast, og stundum mikla peninga. Heildarkostnaður við stökkbreytingu starfsliðs VIKUNNAR gerði þó ekki Fré vhMtri: IMgi, HrafnhMur, Þorbargur, Borghildur Anna, Eirikur, Jöhanna og sttjandi Jim«mart. nema rétt að losa átta hundruð þúsund og getur það varla talist nein stór- upphæð í darraðardansi verðbólgunnar. Kvenfólkið fór í Parisartiskuna og naut aðstoðar Rúnu Guðmundsdóttur við val á kjólum. Kjólarnir sem Borg- hildur og Hrafnhildur klæðast eru frá hinu þekkta enska fyrirtæki Frank Usher, en Jóhanna er í kjól sem saumaður er á saumastofu Parísar- tískunnar og er því alíslensk framleiðsla. Verðið á honum segir okkur að þar erum við fyllilega samkeppnisfær við aðrar þjóðir. Andlitsförðun sá Bentína Björgólfsdóttir um og notaði hún eingöngu japanskar snyrtivörur frá Kanebo. Þær nefnast Joset og eru sér- hannaðar fyrir Norðurlönd, þar sem kuldinn veldur miklum þurrki í húðinni. Þetta er svo kvöldmálning i samræmi við tilefnið og notaður frekar mjúkur heildarsvipur. Hársnyrtingin var unnin af Pálínu Sigurbergsdóttur og Höllu Guðmundsdóttur. Þar var um að ræða lokkalitun, blástur, hárþvott, greiðslu og fleira. Klipping var ekki með i dæminu en hún kostar 4000 krónur. Karlmennirnir fóru i Herrahúsið og Alfred Wolfgang Gunnarsson bjargaði i þar málum. Starfslið Villa Þórs sá um i hársnyrtinguna og var þar um að ræða I klippingu, hárþvott og blástur. Eins og áður sagði losaði svo heildar- i kostnaðurinn áttunda hundraðið i j þúsundköllum og árangurinn sýnir svo I ekki verður um villst að útliti fólks er j svo sannarlega hægt að breyta á ýmsa [ vegu. Ljósmyndirnar tók A tli A rason. 52- tbl. Vikan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.