Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 8
Jónas Kristjánsson skrifar um islensk veitingahús
Landsins
besti
turnbauti
Yfirmenn í Blómasal: Hilmar Jónsson, veitingastjóri, Þórarinn Guðlaugsson,
yfirmatreiðslumeistari og Emii Guðmundsson, hótelstjóri. (mynd: J. Smart)
Blómasalur Hótel Loftleiða er
kominn I röð þeirra veitingahúsa. sem
taka verður alvarlega. Þar er kominn
nýr matseðill með ýmsum óvæntum
réttum. Hann er ánægjulegt skref á
uppleið salarins á undanförnum miss
erum.
Nú er hægt að fá mjög góðan mat i
Blómasainum. En þar er lika hægt að fá
afleitan mat. Það er eins og jafnvægið
skorti í flugtakinu. Góðum vilja er ekki
fylgt nógu vel eftir i sjálfsaga og úthaldi.
Blómasalinn skortir festu og
áreiðanleika Stjörnusalar Hótel Sögu,
bæði i þjónustu og mat. Einstaka réttir
eru betri á Loftleiðum en Sögu. En I
heild skortir framboðið hin tiltölulega
jöfnu gæði á Sögu.
Sumpart á þetta sínar sögulegu
skýringar. Blómasalurinn hefur of lengi
verið færibandastöð erlendra ferðahópa,
tafafarþega og „stopover”-manna. Slíkt
hlutverk hlýtur að draga úr sjálfsaga.
Nú eru Flugleiðir komnar með beint
flug yfir Atlantshafið. Það rýrir erlenda
veltu i Blómasal og kallar á fjölgun
innlendra viðskiptavina. Og framför
salarins á undanförnum misserum
skapar einmitt grundvöll þess.
; Notalegur staður
| Nýlega gerði ég úttekt á veitingum
Blómasalarins og prófaði tólf rétti af
fastamatseðlinum og matseðli dagsins.
Sömuleiðis reyndi ég að meta þjónustu
og andrúmsloft staðarins.
Blómasalurinn er notalegri en
Stjörnusalurinn á Hótel Sögu. Flóru-
veggur, timburveggir og hin opna
innrétting gefa salnum hlýlegan blæ.
einkum á kvöldin. Mér líður þar eins og
mér liggi ekkert á.
Þjónustan I Blómasal er einkar
vingjarnleg og þægileg. Hún er hins
vegar ekki eins kunnáitusöm og i
Grillinu, né er yfirstjórn hennar eins
I nákvæm. Þctta kemur fram I móttöku
gesta og svörum við spurningum þeirra
um nánari atriði að baki lýsinga á
matseðli.
í Blómasal Hótel Loftleiða fékk ég
ekki sjálfkrafa ísvatn á borðið, um leið
og ég hafði komið mér fyrir. Og ég sá þar
hvergi vatn á borðum. Slik ódýr og smá.
en mikilvæg atriði segja oft margt um
reisn veitingastofu.
Á einu sviði þjónustunnar skaraði
Blómasalur fram úr öðrum vinveitinga-
stöðum. Vinglösin voru hellt hálf, en
ekki fyllt að þremur fjórðu hlutum, svo
að gestir höfðu meiri möguleika en ella
að ná ilmi úr víni.
Glösin hindruðu hins vegar, að
árangur næðist af þessari hugulsemi.
Þau eru ekki vínglös, sem þrengjast að
ofan og safna ilmi, heldur eins konar
vatnsglösáfæti.
Sjónvarp, því miður
Hótelbarinn fyrir framan Blómasal er
viðkunnanlega innréttaður. Eini gallinn
er sjónvarpið, sem truflar töluvert, þótt
þaðsé haft i tiltölulega afskekktu horni.
Þarna var meðferð hanastéla i góðu
lagi. Og þurra sérríið var ekki orðið
gamalt og fúlt, svo sem oft vill brenna
við á islenskum börum. En þvi miður
var það eins og annars staðar hér á landi
geymt uppi í hillu, en ekki i kæli.
Gravlax
Gravlaxinn i Blómasal var sæmilegur,
en ekkert umfram það. Sinnepssósan
með honum var sérstaklega vel heppnuð,
mun mildari en gengur og gerist. Sósan
má ekki yfirgnæfa milt bragðið af grav-
laxinum og hún gerði það ekki heldur.
Þar á ofan var hún fremur létt í sér.
Gravlaxinn var vafinn utan um
spergil. Út af fyrir sig er það hugmynd.
En spergill úr dós eða krukku er bara
enginn spergill, allra sist í köldum rétti.
Ég lagði hann til hliðar eftir fyrsta
bitann.
Verðið er 4.450 krónur sem forréttur.
Humarhalar
Glóðarsteiktir humarhalar I skelinni
með rjómahvítvinssósu komu þægilega
á óvart. Þeir voru í fyrsta lagi óvenju
stórir, alveg eins og i gamla daga, fyrir
öld rányrkju. Eldhúsið virðist hafa
óvenju góð sambönd á þessu sviði.
Bragðið sveik heldur ekki. Humarinn
var mjúkur og bragðgóður og ekki
ofsteiktur. En hann hefði gjarna mátt
vera borinn fram heitur, eins og yfirleitt
er venja. Hér var hann varla volgur.
Þegar matseðill segir, að rjómahvít-
vinssósa sé með humarhölum, býst
maður við slikri sósu á borðið. Hún leit
hins vegar ekki dagsins ljós og þjóninum
var ekki kunnugt um tilvist hennar.
Verðið er 7.150 krónur sem forréttur
og 14.300 krónursem aðalréttur.
Soöin ýsa
Soðin ýsuflök, upprúlluð, með humar-
sósu voru á matseðli dagsins. Þau voru
góð á bragðið, þótt köld væru, en engan
veginn neitt sérstök. Ekki voru þau
tiltakanlega ofsoðin. Ýsan hefði verið
mjög frambærileg, ef hún hefði verið
heit.
Það besta við þennan rétt var humar-
sósan. Hún var þunn og létt, með mildu
og réttu humarbragði og bjargaði alveg
ýsuflökunum. Slik sósa á greinilega vel
viðsoðinn fisk.
Verðið er 5.000 krónur og er þá inni-
falin súpa á undan og eftirréttur, það er
að segja heil þrírétta máltið.
Steikt heilagfiski
Sniglar í hvítlaukssmjöri með Pernod
likjör voru á matseðlinum. en fengust
ekki. Þótti mér það skrítið. þvi að hér
er um dósamat að ræða. Ekki fékkst
heldur rauðvinið Chateauneuf-du-Pape,
sem var þóá vínlistanum.
Hellusteikt heilagfiski með rækjum og
kryddsmjöri var pantað i stað sniglanna.
Sá réttur var algerlega misheppnaður.
Fiskurinn hafði verið steiktur langt
umfram eðlilegan tíma. Þessi indæli og
,eðlisgóði matur var orðinn skraufaþurr
ogólystugur.
Verðið er 4.640 krónur sem aðal-
réttur.
Lambakótilettur
Lambakótilettur með fylltum
tómötum voru á matseðli dagsins. Sem
betur fer höfðu rifin verið fituskorin, en
samt var óhóflega mikil fita enn eftir.
Kótiletturnar voru hæfilega steiktar,
rauðar inn við beinið. Samt voru þær
-bragðdaufar og hversdagslegar. Sósan
með þeim var hæfilega þunnt, brúnt soð,
sem átti vel við og var létt i maga.
Ég er lítið hrifinn af dósagrænmetinu,
sem tröllreið kótilettunum sem og
öðrum kjötréttum Blómasalar. Mér
finnst óþarfi að bjóða upp á bragðlaust
rósakál úr dós eða glasi, þegar nýtt rósa-
kál fæst í hverri matvöruverslun.
Ennfremur eru dósasveppir ósköp
'ðrherkilegur matur I samanburði við
nýja, innlenda sveppi. sem fást flesta
daga i sumum verslunum. Og gulrætur
úr dósum eru blátt áfram hræðilegar i
Samanbufðr við nýjar gulrætur, sem fást
I öllum búðum.
Kjötréttir Blómasalar hefðu verið
nokkru betri á bragðið, ef rósakál,
sveppir og gulrætur hefðu ekki verið að
flækjast fyrir á diskunum. Hér var um
að ræða hreina misnotkun á dósaopnur-
um.
Aðra sögu er að segja af hrásalatinu,
er fylgdi kótilettunum sem og öðrum
kjötréttum. Það var ferskt /Og gott og
með skemmtilega snarpri sósu af þeirri
tegund, sem I Ameríku er kölluð frönsk
dressing.
Verðið er 6.400 krónur og er þá inni-
falin súpa á undan og eftirréttur. það er
aðsegja heil þrirétta máltíð.
Lambalundir
Svokölluð Bökuð lambabuffsteik i
8 Vikan 3. tbl,