Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 22
Framhaldssaga hálfan dag að koma sleðunum eftir mjóum syllunum langt fyrir ofan belj- andi ána og Tara skildi af hverju menn myndu næstum kjósa óvæntan, fljótan dauðdaga í ólgandi vatninu. Hundarnir voru teymdir, þar sem það varð að draga, ýta og bera sleðana þegar þau klöngruðust í óvissu eftir grýttum vegin- um. Eftir á, í hitanum kringum eldinn í tjaldbúðunum, tóku allir fjallalögreglu- þjónarnir í höndina á Töru. „Við biðjum þig afsökunar, frú,” sögðu þeir við hana. „Við héldum aö þú myndir ekki hafa það af.” Nú voru þau nálægt ákvörðunar- staðnum og sannprófun hennar við Con- stantine umsjónarmann yrði ekki um- flúin, svo Töru fannst hún verða að játa fyrir Campbell yfirlögregluþjóni. „Mig langar til að tala við þig,” sagði hún óstyrk. „Mér finnst ég ætti að út- skýra ... Ég hef hugsað um það síðan við vorum í Lake Bennett. Ég held að þú eigir skilið að ég segi þér...” „Ég virði það, frú,” svaraði Campbell. „Jafnvel þó ég hafi vitað þaö allan tím- ann.” Hann brosti einkennilegu brosi og gekk siðan til tjaldanna. Tara starði á eftir honum og furðaði sig á hversu mikið hann vissi. Fyrir aðeins tveimur árum hafði Dawson verið auðn þar sem árnar í Yukon og Klondike sameinuðust. Það var hávaðasamara þar núna og það var versti staður sem Tara hafði kynnst. Gull var það eina sem skipti máli. Maöur sem átti ekki gull var minna virði en sleðahundur. Hópur fjallalögregluþjóna hafði aðal- stöðvar sínar i timburkofa. Þegar þeir gengu niður göturnar, þar sem var fjöldi manna, minntu þeir fólk á að einhvers staðar bak við þessa villtu borg var stjórn. Erlent LÍFÁN FARÐA Ef þú lítur nánar á þessa mynd fer ekki fram hjá þér sú furðulega stað- reynd að þarna getur að líta leik- konþtia Ali MacGraw gjörsamlega ófarðaða. Það má kallast mikill kjarkur af fertugri leikkonu. Hún var nú nýlega í Múnchen til að vekja athygli á nýjustu kvikmyndinni sinni, Ástaleik og er fréttamenn spurðu/hana hvers vegna hún væri hætt að nota andlitsfarða, svaraði hún: — Andlitsfarði er hluti af lifs- lyginni. Ég kýs heldur að vera heiðarleg og hef hugsað mér að lifa lífinu farðalaust. Campbell skildi Töru eftir í fremri skrifstofunni á meðan hann talaði við Constantine umsjónarmann. Það fór illa um Töru á brúninni á tréstólnum og á veggnum á móti ógnuðu henni spjöld með myndum af fólki sem lögreglan leitaði að. Þrátt fyrir þetta óskaði hún þess að hún hefði spegil svo hún gæti að minnsta kosti litið framan í umsjónar- manninn meðgreitt hár. Hún reyndi að bæla niður vaxandi óttann um leið og hún hugsaði um hvernig henni yrði hegnt fyrir að semja bréf frá konu umsjónarmannsins og þykjast vera systir hennar. Þegar Campbell kom fram eftir eilífð- artima, að því er virtist, leiddi hann hana ekki inn í skrifstofu Constantines. Óvænt gaf hann Töru til kynna að hún skyldi elta hann út í annan kofa. Hann opnaði hurðina og útskýrði klaufalega: „Ég fer eftir skipunum.” Hún steig óstyrk inn í klefann og heyrði að hann sneri lyklinum. MacGraw: AndlftsfarAi er hluti af lifslyginni. Kjarngóð yfirlýsing frá kjark- mikilli konu, yfirlýsing sem ekki er hægt annaðen bera virðingu fyrir. Nokkrum mínútum síðar birtist lög- regluþjónn. Hann þurfti ekki að segja henni að hann var Constantine. Hann rétti út höndina. „Bréfið, ef þú vildir gjöra svo vel.” Hann leit á það og reif það. Töru hryllti viðaf ótta. Constantine rétti henni blaðsnepil. „Reikningurinn, frú. Þú skuldar stjórn- inni fyrir flutning, mat og húsaskjól. Eigum við að segja tvö hundruð dalir?” „Ég á ekki svo mikla peninga,” sagði Tara lágri röddu. „Auðvitað ekki. Þess vegna ertu hérna, frú. Að fá hlutdeild í vörum og þjónustu skattborgaranna með svikum er saknæmt afbrot.” Hann var eins og dómari sem var að kveða upp dóm. Hún hugsaði um hvað gerðist ef hún táraðist. „Ég vona, frú, að þú hafir hemil á þér og takir ekki upp á neinni uppgerð eins og að láta líða yfir þig eða gráta,” sagði umsjónarmaðurinn hörkulega. „Það myndi engin áhrif hafa á mig.” „Mér þykir þetta mjög leitt,” sagði Tara iðrandi. „Það er mjög auðvelt að segja það. Hvað kom þér til að fara þessa ferð?” Hún sagði honum frá Daníel. Við- brögð hans voru eins og köld vatnsgusa. „Veistu hvað Yukon er stórt? Eins stórt og Frakkland, og mikill hluti þess er ókortlagður. Eiginmaður þinn gæti verið hvar sem er. Konur eins og þú eru öllum til skapraunar, ráfandi um, án vina, án peninga.” „Ég á vin hérna sem myndi hjálpa mér,” sagði Tara. „Hann er þýskur Ijós- myndari.” „Ef þú ert að tala um hr. Hart, þá er hann þegar farinn. Þú ættir að fara heim.” Tara leit beint framan í hann. „Ég ætla að vera kyrr. Ég er búin að taka ákvörðun.” „Ég líka,” sagði hann. „Ég myndi láta karlmann fá þrjátíu daga þrælkunar- vinnu. Ég hef ekki næga reynslu af lög- brjótum sem eru kvenkyns, en það verður að refsa fyrir það sem er gert rangt.” Klukkutíma seinna birtist Campbell. „Komdu.” Hann tók i höndina á henni og leiddi hana þegjandi í gegnum borg- ina. Campbell starði á hús sem var hinum megin viö götuna, framhlið þess var snoturlega máluð. „Frú Miles,” kallaði hann. Kona, ströng á svipinn, kom í Ijós og kinkaði kolli stuttlega til Campbells. Hjarta Töru tók kipp þegar hún virti hana fyrir sér. „Halló, Linda,” sagði Campbell. „Get ég fengið að tala við þig?” Tara sat á stórri trékistu í anddyrinu þar til þau komu aftur. „Get ég skilið hana eftir í umsjá þinni?” spurði Campbell. Frú Miles horfði hvasst á Töru. „Hr. Constantine hefur beðið mig að láta þig vinna sem þjónustustúlku í þrjátiu daga. Geturðu í sannleika sagt að þú sér heiðarleg, sómasamleg og viðringarverð og þú sért ekki verklöt?” „Ég mun vinna fyrir fæði og húsnæði, en ég er ekki æfð í húshjálp,” sagði Tara. „Þegar þú hefur verið hjá mér verðurðu það,” fullvissaði frú Miles Töru harðlega um. Campbell kipkaði lítillega kolli til Töru og flýtti sér í burtu. Frú Miles vísaði henni á herbergið sitt. „Þetta er virðulegt gistihús. Þú mátt ekki blanda geðn við géSfíhaf. Þú mátt ekki fara út á kvöldin án mins leyfis. Þú mátt ekki fá gesti. Þú átt að kynda, þvo upp, skúra gólfin, hreinsa, þvo þvott og halda húsinu alltaf snotru. Á móti færðu húsnæði og fullt fæði.” Tara reyndi að átta sig. Þetta var ekki eins og hún hafði ráðgert. Hún hafði ferðast þúsundir mílna, eytt mánuðum í ferð hingað og núna var hún hér — þjónustustúlka. Tara sá alla fimm gestina um kvöldið þegar hún hélt á risastórri súpuskál inn í borðstofuna. Kvöldverður var óendan- leg röð af að bera diska og vera enginn gaumur gefinn. Eitt skiptið ýtti hún hurðinni til aðopna hana og heyrði þessi orð: „... þessi staður yrði annar Skag- way ef við létum hann komast upp með það.” „Þeir hefðu átt að hengja Sápu-Smith fyrir löngu,” svaraði annar maður um leið og Tara fór aftur inn í eldhúsið. Sápu-Smith! Hér i Dawson? Hún gerði sér grein fyrir að bjallan hringdi og flýtti sér í borðstofuna og bar epla- kökuna á borð. Einn gestanna var að segja hinum frá stúlkunni hans Sápa.. þeirri sem fór á brott frá Skagway. Það virðist sem þessi gleðikona sé nýjasta viðhaldið hans Sápa og hún...” „Tara,” skipaði frú Miles. „Sykurinn!” Tara flýtti sér aftur inn til að heyra: „. . . svo hún blekkti fjallalögregluna. En auðvitað handtók Constantine hana þegar hún kom hingað.” Tara flúði inn í eldhús og titraði. Gleðikona Smiths, það var þá! Næsta morgun spurði frú Miles allt í einu: „Ert þú ein af konunum hans Sápa?” „Nei!” svaraði Tara reiðilega. „Það er ég ekki. Hvers vegna spyrðu að því?” „Ekki að ég veiti því athygli sem slúðrað er á kránum,” hélt frú Miles á- fram, „en ég vil vita sannleikann.” Tara stillti sig og sagði söguna enn einu sinni. Frú Miles hristi höfuðið. „Þú ert mjög fifldjörf ung kona og hefur aldeilis lent í vandræðum.” „Hafðu ekki áhyggjur, frú Miles, ég kemst yfir það.” Verjandi sjálfa sig bætti Tara við: „Þér hefur tekist vel upp.” Framhald í næsta blaði. XI Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.