Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst
SKOTAR
Á FERÐ
Litla, slitna innansveitarlestin á
leiðinni Holyrood — Glenfinn-
an var að venju 20 mínútum of
sein þegar hún renndi pústandi
upp að brautarpallinum í
Inverness. Nokkrir farþegar yfir-
gáfu hana og aðrir komu í þeirra
stað eins og gerist og gengur.
Vélstjórinn fyllti tanka lestar-
innar vatni, lestarstjórinn tróð
skosku tóbaki í pípu sína og
miðasölumaðurinn lenti á
kjaftatörn með rauðhærðu,
brjóstamiklu afgreiðslustúlk-
unni á brautarbarnum en notaði
tækifærið og skolaði niður einni
krús af köldum Guinness.
Meðal þeirra síðustu, sem
stigu um borð, var Angus
MacCormac og hann átti í ein-
hverjum voðalegum vand-
ræðum með að koma stóru
ferðatöskunni sinni fyrir um leið
og lestin pipaði til brottfarar.
Áætlunarlestin, Holyrood —
Glenfinnan, rann hægt út úr
Inverness-stöðinni og stefndi í
suður yfir blómstrandi lyng-
heiðar skosku hálendanna.
Angus MacCormac virtist þungt
hugsi þar sem hann sat og var að
reyna að skorða sig sem best á
hörðum trébekknum og eftir að
því verki lauk dró hann fram
sekkjapípuna sína og hóf að
leika slagarann gamla No
Nighean Donn svona til að
stytta sér stundir. í þann mund
opnuðust klefadyrnar og inn
stakkst nef miðasölumannsins.
— Má ég sjá miðann — takk!
Angus MacCormac setti
sekkjapípuna til hliðar og leit
allsendis rólega á manninn með
nefið í dyrunum.
— Miða? spurði hann á móti
og litlu bláu augun hans
stækkuðu um helming. —
Hvaða miða?
— Miðasölumaðurinn sleikti
yfirvaraskeggið og brýrnar sigu
um leið og hann ræskti sig:
Vertu nú hægur, þér er
vonandi ljóst að enginn getur
ferðast i lestum án þess að kaupa
sér miða? Ef þú gleymdir þvi á
brautarstöðinni get ég bætt úr
því hér og nú. Hvað ætlarðu
langt?
— Ég er að fara í brúðkaup í
Glenfinnan Mor.
— Það verða þá 12 shillingar.
Það munaði minnstu að
Angus missti bæði andlitið og
sekkjapípuna við þessi tíðindi.
— Þér getur ekki verið alvara,
sagði hann. 12 shillinga fyrir
þennan spotta sem ekkert er.
Eigum við ekki frekar að segja 3
shillinga og einn sjúss af Glen
Gloming?
Angus MacCormac fitlaði
aðeins við köflótta jakkann sinn
þannig að sást i litla vasapelann
með gullna vökvanum.
— Miðaverð er ekkert til að
karpa um, sagði miðasölumaður-
inn. — Það kostar hvorki meira
né minna en 12 shillinga að fara
með lest frá Inverness til
Glenfinnan Mor. Ef þú borgar
mér ekki 12 shillinga hér og nú
þá neyðist ég til að setja þig af i
Lochhalsh.
Angus MacCormac missti
ekki móðinn heldur hélt áfram:
Stjörnuspá
llniliiriiwi 2l.m;ir\ 20.a iril Naulið 2l. ipril 2l.mai
l iihurarnir 22.mui 2l.júni
Kr. liliinn 22. júni _’.3.juli l.jonið 24. juli 24. áijúM
>lc>jsin 24.;iijúM 2.3. si pi
Reyndu aö forðast að
sýna öðrum afskipta-
leysi, þótt ekki herði að
einkamálum þinum um
þessar mundir, því það
getur valdið þér erfið-
leikum þegar þú þarft
að leita aðstoðar
annarra.
Deilur við bæði þina
nánustu og vinnufélag-
anasetja svip sinná
tilveruna þessa dagana
og líklega verðurðu að
taka á honum stóra
þínum til aðjafna málin
og koma öllu á réttan
kjöl.
Þótt nauðsynlegt geti
talist að leggja rækt við
nýja vini skaltu ekki
gleyma alveg þeim
gömlu. Nýog áður
framandi lifsviðhorf
vekja áhuga þinn og
fyrra verðmætamat
virðist hjóm eitt.
Af þér verður krafist
fórnar i tengslum við
erfiðleika einhvers sem
er þér fremur litils virði.
Skorastu ekki undan
því, jafnvel þótt það
breyti áætlunum þinum
að einhverju leyti.
Þessi vika getur reynst
þér svolitið varhugaverð
ef þú ekki tekur lífinu
með ró og framkvæmir
ekkert vanhugsað.
Breytingar í betri átt
eru óframkvæmanlegar
án gaumgæfilegrar íhug-
unar.
Andstæðingur þinn
reynir að vinna þér
tjón, bæði leynt og Ijóst.
Atburðirnir reyna all-
mjög á þig andlega, en
þér tekst að sneiða hjá
gryfjunni i tíma og gera
viðeigandi ráðstafanir.
Um tvo kosti er að
ræða i ákveðnu máli og
þú verður að velja á
milli. þótt slikt reynist
þér hinn mesti
höfuðverkur. Hertu upp
hugann og Ijúktu þessu
af, þér liður ólíkt betur
á eftir.
Sporútlrckinn 24.oki. 2.Vnm.
Eitthvað fer á annan
veg en þú reiknaðir með
og erfitt reynist að dylja
vonbrigðin. Þegar slík
aðstaða kemur upper
réttast að ræða málin
við cinhvern náinn vin
og gera það besta úr.
Ilognitiúurinn 24.nó». 21.dc*.
Haltu þig sem mest i
faðmi fjölskyldunnar og
treystu fjölskyldu-
böndin, sem voru ekki
of sterk fyrir. Slikum
málum er ekki enda-
laust hægt að slá á
frest, því enginn er
eilifur.
Gerðu þér tilveruna eins
þægilega og unnt er og
njóttu þess að vera til.
Blandaðu meira geði við
annað fólk og fram-
kvæmdu hluti sem
beðið hafa von úr viti
án nokkurrar úrlausnar.
\alnshcrinn 2l.jan. l'Líchi.
Gamall draumur rætist
og þér finnst þetta allt á
nokkuð annan veg en
þú hafðir gert þér í
hugarlund. Þetta er ekki
I fyrsta skiptið sem
fjarlægðin gerir fjöllin
blá og mennina mikla.
Fiskarnir20.fchr. 20.inars
Þræta þín við nokkra
nána vini og samstarfs-
menn hefur slæm áhrif
á skapið og þér gengur
illa að ná áttum á nýjan
leik. Láttu kyrrt liggja
þótt á þinn málstað sé
hallað.
34 Vikan 3. tbl.