Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 49
„Mun hann — heldurðu —?”
,Það er engin von,” sagði bílstjórinn
og hristi höfuðuð. „Hann féll of langt
niður og bara fallið —” Hann þagnaði
feiminn og síðan bætti hann varlega við:
„Þetta var vonandienginn af ættingjum
þinum? Ég veit ekki hver hann var. Ég
hef aldrei séð hann áður. Og hann vildi
ekki hlusta á mig, það var eins og
fjandinn væri á hælunum á honum.”
ClaIRE starði í gegnum þokuna,
sem myndast hafði af gulu rykinu, og
lokaði svo augunum. Tár rann niður
kinn hennar og hún þerraði það utan við
sig. Að lokum svaraði hún: „Nei, þetta
var ekki ættingi minn.”
„Það er gott. En einhver verður
sennilega sorgbitinn þegar hann fréttir
þetta.” Dyson horfði forvitnislega á
hana.
Claire svaraði ekki. Hver yrði sorg-
mæddur? hugsaði hún. Það var enginn
annar en hún sjálf sem syrgði Bruce
Langley. Og sorg hennar náði aðeins til
mannsins, sem hún hafði álitið hann
vera, eða kannski mannsins, sem hann
hafði verið, ekki mannsins sem hann
hafði orðið.
„Nei, sjáðu,” sagði Dyson, feginn að
skipta um umræðuefni. „Hann er að
ranka við sér. Ég sagði þér þetta, ekki
satt?” Hann beygði sig yfir Noel og
sagði: „Sjáðu til, vinur, bíllinn tekur
aðeins tvo. Það koma aðrir fljótlega. Þið
megið troða ykkur inn i bílinn hjá mér ef
þið viljið, en ég held ekki að þú sért
alveg í ástandi til þess ennþá.”
„Nei,” flýtti Noel sér að segja. Hann
leit i áttina að rykugum vörubílnum og
bætti við: „Við bíðum hér. Það er best
aö þú farir á undan.”
„Jæja, en ég stæði upp ef ég væri þú.
Það hlýtur að vera óþægilegt að vera í
þessari stellingu.”
„Óþægilegt? spurði Noel og leit upp
úr skauti Claire. „Þvert á móti.
Siðan, þegar hann tók eftir skrámuðum
fótum Claire, bætti hann við: „Jæja, úr
bví að þú varst nú að minnast á þetta...
viltu hjálpa mér upp? Þakka þér fyrir.”
Um leið og hún horfði á bílinn hverfa
úr augsýn spurði Claire: „En er örugg-
lega allt i lagi með þig? Áreiðanlega?
Hvað um höfuðið á þér?”
„Smáskráma, eins og hetjurnar
segja,” svaraði Noel. „Og svo sannar-
lega þess virði ef satt skal segja.”
Þau gengu yfir stíginn, þar sem stór
klettur lá við gryfjubarminn.
Allt í einu lagði hanri haridlegginn utan
um hana og lét hana setjast við hlið sér á
Llettinn. „Bruce er dáinn, Claire,” sagði
hann. „Ég sá hann þegar ég leit yfir
hrúnina. Ég held að hann hafi verið
hálsbrotinn.” Hann þagnaði. „Mér þykir
fyrir því.”
Svo að það var ástæðan til þess að
hann hafði gefist upp án þess að reyna
Undir
Afríku-
himni
meira; hann hafði vitað að það væri
vonlaust.
Þegar hún sagði ekki neitt, hélt hann
áfram: „Þú elskaðir hann ekki, var það?
Ekki í raun og veru?”
Tími látalátanna var liðinn og Claire
svaraði: „Nei, ég elskaði hann ekki, alla
vega ekki á þann hátt sem þú átt við.
Hann hafði alltaf verið mér góður og
hann sagðist elska mig. Það er að segja,
ég hélt —”
Hann hélt nú fastar utan um hana og
sagði blíðlega: „Sjáðu til, Claire. Það er
til fullt af mönnum eins og Bruce. Þeir
eru hvorki óheiðarlegir né heiðarlegir.
Ég held ekki að hann hefði breyst. Það
gera fullorðnir menn sjaldan, það veistu
sjálf. Konur verða annaðhvort að taka
þeim með vörtum og öllu eða láta þá
vera. Við skulum segja að hann hafi ekki
getað að þessu gert.”
„Bruce sagði að Dermott hefði verið
óheiðarlegur, að hann hefði svindlað og
komist yfir peninga á óheiðarlegan
hátt,” sagði Claire hikandi.
„Eftir því sem ég hef heyrt hjá Fay og
Henry, þá efast ég um það.”
„Dermott keypti upp allar myndirnar
eftir Pape. Hann sagði öllum að það
væri vegna Papes en Bruce sagði mér
réttu ástæðuna —”
„Raunverulega ástæðan gæti einmitt
verið sú sem Dermott gaf upp,” sagði
Noel þrjóskulega. „Þú mátt ekki byrja
að gruna alla um græsku, þá endar það
bara með því að þú treystir ekki neinum
— og þannig geturðu ekki lifað, það
getur enginn. Þú verður að byrja á því
að treysta einhverjum einhvern tíma.
Mér til dæmis.”
„Þér? En ég — á hvaða hátt?”
„Jæja, til að byrja með hefðirðu
getað sagt mér frá því í gær að þú hefðir
sagt skilið við Bruce. Það hefði verið á-
gætis byrjun.”
Claire svaraði ekki.
Þo
varst svo auðsjáanlega ekki
ástfangin af honum, eða það fannst mér,
að ég hafði leyft mér að byrja að vona.”
Eftir dálitla þögn hélt Noel áfram:
„Síðan virtist þú allt í einu vera svo
áhyggjufull hans vegna að ég var farinn
að halda að ég hefði haft rangt fyrir mér.
Ég held ekki að ég sé brjálaður, ef það er
það sem þú hefur áhyggjur af, Claire.”
Hann brosti út í annað munnvikið.
„Þrátt fyrir þessa áráttu mína að fá
höfuðhögg með jöfnu millibili. Ég mun
alltaf syrgja dauða Marciu svo lengi sem
ég lifi, en nú er ég reiðubúinn til að lifa
með því. Ég er aftur minn eiginn maður,
Claire, og það er þér að þakka.”
„Noel,” sagði Claire titrandi röddu,
„ertu viss um þetta með Bruce?”
„Alveg, alveg viss. Gerðu það fyrir
mig, elskan mín, að vera ekki að hugsa
of mikið um það. Þú ert búin að ganga í
gegnum nóg af martröðum. Þú gerðif
allt sem þú gast. Ég elska þig, Claire. Þú
ætlar að giftast mér, er það ekki?
Fjandinn! Þarna kemur bölvaður
bíllinn.”
ÞAU höfðu verið inni á ferðaskrif-
stofunni í Makeli og flugmiðarnir lágu
öruggir í veski Noels. Þau gengu letilega
um göturnar og Noel hélt verndandi í
handlegginn á Claire. Það var aftur
kominn útborgunardagur.
Morgunninn hafði verið skínandi fagur
en himinninn byrjaði allt í einu að
dökkna og fjarlægar þrumur heyrðust æ
oftar. Þau fóru undir sólskyggnið við
verslun Bruces, sem nú var lokuð. Claire
leit upp til Noels. Hann brosti en sagði
ekki neitt. Það var ekkert eftir ósagt.
Þetta var allt saman liðið hjá, og
bankinn hafði tekið við eigum Bruces,
svona eins og þær nú voru á sig komnar.
Menntamálaráðherrann hafði virst
glaður vegna Papemálverksins sem
Claire hafði gefið rikinu. Sennilega var
það eina myndin sem vitað var um í
landinu. Einhvers staðar, einhvern tíma
myndi kannski einhver finna aðra
mynd, sem nef Dermotts hafði ekki
þefað uppi. En þar til þaðskeði...
Þegar sorgin hafði rénað eftir jarðarför
Bruces, hafði Claire sagt Ruth og Sam að
hún hefði ákveðið að giftast
Noel. Ánægjan sem þau sýndu var dá-
samleg, en hún vissi að tárum yrði út-
hellt á flugvellinum þegar hún færi aftur
til Englands. Claire hafði ákveðið að
fresta brúðkaupinu þar til daginn sem
þau færu. Það var allavega öruggt að
hún skuldaði Bruce það mikið.
Nu hafði hún allan hugann við
framtíðina, þar sem þau gengu í gegnum
mannfjöldann á götum Makeli. Það var
nú orðið heitara en nokkru sinni áður og
svört skýin hrönnuðust upp, þegar hún
og Noel gengu í áttina aö verslunarsam-
steypunni.
Allt í einu var sem blóðið frysi í
æðum Claire þegar hún var að horfa í
gluggann á einni vershjninni. Dyr
verzlunarinnar voru opnar, og þegar
hún leit inn gat hún ekki séð betur en
Dermott væri þar inni, rólegur og sjálfs-
öruggur að vanda.
„Claire,” byrjaði Noel áhyggjufullur
á svipinn, „er það hitinn sem þjáir þig?”
„Dermott,” hvíslaði hún og gat varla
talað. „Hann — hann fór inn —” Hún
reif sig lausa úr höndum Noels og flýtti
sér inn. Það var, eins og alltaf á út-
borgunardeginum, næstum þvl ómögu-
legt að komast áfram í gegnum fólks-
fjöldann, en hún braust í gegnum mann-
fjöldann, leitandi að ljósum kollinum.
Síðan sá hún manninn allt í einu þar
sem hann beygði sig yfir stafla af
bökuðum baunum i dósum. Claire tróð
sér áfram þar til hún var komin að hlið
hans. Hjarta hennar barðist um einhvers
staðar í hálsinum og hana svimaði.
Snúðu þér við, Dermott, snúðu þér við,
bað hún í huganum. Snúðu þér við og
líttu á mig. Ég þoli ekki meira af þessu.
Hún teygði sig upp og tók eina dósina
af bökuðu baununum um leið og hún
rak sig viljandi í olnboga hans.
Maðurinn sneri sér við og leit á hana.
Þeir voru, hugsaði hún og hláturinn
sauð í henni, ekkert sérlega líkir. Augliti
til auglitis leit hann ekki nærri því jafn-
vel út og Dermott hafði gert. Hann
var búlduleitur og brún augun liktust
svínsaugum. Og svo var hann töluvert
miklu eldri en fyrrverandi eiginmaður
hennar. Þegar hann kom auga á hana
lék svo viðbjóðslegt bros um varir hans
að Claire hörfaði til baka og steig á
fótinn á einhverjum.
„Fyrirgefðu,” tautaði hún. „Fyrir-
gefðu.” Þegar hún síðan sneri sér að eig-
anda fótarins, lýstu augu hennar allt i
einu ákafri gleði. Þetta var Noel. Hana
langaði til að hlæja og gráta í einu. Og
mest af öllu langaði hana til að leggja
höfuðið á öxl hans og kjökra.
Hann hafði sagt að hún væri
viðkvæm, þessi maður sem virtist geta
lesið hana eins og opna bók. En hver var
viðkvæmur núna? Að hann gæti elskað
hana svo mikið að hann yröi særður af
að sjá á eftir henni hlaupa inn í stór-
verslun í leit að vofu, lýsti sér greinilega i
augum hans. Þetta fyllti hana gleði og
einnig slæmri samvisku.
„Ó, Noel,” tautaði hún og leit í andlit
hans. „Þú sagðir að ég væri nærsýn.
Þetta var alls ekki Dermott. Þetta er
maðurinn sem ég hljóp á eftir um daginn
án þess að finna hann, en hann liktist
ekki einu sinni Dermott.” Hún tók utan
um hann, án þess að hugsa um fólkið I
kringum þau, og hvíslaði: „Ó, ástin mín.
Þvílíkur léttir. Ég varð að vita vissu
mína. Ég er orðin hundleið á vofum, ert
þú það ekki líka?”
Sársaukinn var nú horfinn úr augum
Noels. Þau glitruðu af gleði og roði hafði
færst í kinnar hans. Að öðru leyti var
hann nákvæmlega eins og venjulega.
Hann losaði hana blíðlega úr örmum
sínum og tók dósina úr hendi hennar.
„Ég vona bara,” sagði hann, „að þú
sért ekki alveg vitlaus i bakaðar baunir,
þvi að ég þoli þær ekki, og ég er viss um
að við fáum eitthvað að borða í flug-
vélinni.
Hann setti dósina á sinn stað
alvarlegur á svip, tók síðan í hönd
hennar, og þau héldu saman út á þrönga
aðalgötuna. Endir.
3. tbl. Vikan 49