Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 43
„Alveg viss. Tim hefur rétt fyrir sér.
Það er stórhættulegt að keyra við þessar
aðstæður. Það er hreyfing á jörðinni og
fallin tré liggja næstum alltaf yfir veginn
þegar svona viðrar. Það er ég viss um.”
„Eins og þú vilt.” Noel byrjaði að
færa sig, síðan lagði hann höndina á hné
hennar. „Claire,” byrjaði hann, en hún
tók fram í fyrir honum með þvi að segja:
„Fyrirgefðu, en ég er alveg uppgefin.”
Siðan lagði hún lófann yfir munninn,
eins og til að kæfa geispa, og bætti við:
„Ef ég fer ekki strax að hreyfa mig, þá
sofna ég hér í bílnum.”
Snöggur eins og elding opnaði Noel
dyrnar, stökk út úr bílnum og sagði
stuttlega: „Góða nótt.” Síðan var hann
horfinn. Claire varð eftir rugluð og, þótt
undarlegt mætti virðast, særð yfir að
hann hafði ekki fylgt henni að húsinu.
Hún sat þarna stundarkom, sveipuð
bleksvörtu myrkrinu. Síðan fór hún út
úr bílnum og opnaði útidyrnar klaufa-
lega. Hún var að niðurlotum komin.
Claire vaknaði við að hún hlustaði,
þó einkennilegt væri, eftir einhverju
hljóði. Fyrsta morgunskíman var varla
komin á himininn, og eitthvað hlaut að
hafa vakið hana.
Það hafði stytt upp og í fyrstu heyrði
hún ekkert hljóð. Síðan, þegar hún var
farin að slappa af og búin að snúa sér á
hina hliðina, heyrði hún það. Það barði
einhver mjúklega en ákveðið á hurðina.
Henni datt ekki í hug að vera hrædd.
Það virtist engin ástæða til að neinn
kæmi til hennar í illum erindagjörðum
berði að dyrum, og það væri ekki í
fyrsta skipti sem heimilishjálpin kæmi
með einhverja sorgarsögu um lekandi
þak eða veikindi. Það var ekki fyrr en
löngu seinna að hún gerði sér grein fyrir
því að þessai hræðilegu hugsanir og ótti
vegna Dermotts höfðu ekki komið í
huga hennar.
Hún flýtti sér í náttsloppinn og gekk
síðan í gegnum ganginn, sem enn var í
myrkri, og að útidyrunum. Þar sem hún
var kona og bjó ein hafði hún þó vit á
að opna varlega. Þar að auki hefði
Rebecca áreiðanlega komið bakdyra-
megin.
„Hver er þar?” hrópaði hún lágt, með
höndina á ljósrofanum.
„Það er ég, Bruce. Hleyptu mér inn.”
Andlit hans og hár var kolsvart af sóti
sem regnið hafði skolað af hér og þar
Þannig að blettirnir lágu I röndum niður
andlit hans og niður á óhreina, vota
tegnkápuna. Hendur hans og neglur
voru svartar og gráar flónelsbuxurnar
voru ataðar leðju upp að hnjám. Augu
hans voru blóðhlaupin og andlitið lýsti
nasstum brjálæðislegri örvæntingu sem
hraeddi hana.
En þetta var Bruce, þrátt fyrir allt,
°g hann virtist hafa komið til hennar
eftir hjálp.
Claire opnaði dyrnar og hleypti
Undir
Afríku-
himni
honum inn, því að hvaða vandamál svo
sem hann átti við að etja gat hún ekki
sent hann í burtu í þessu ástandi.
„Segðu mér frá þessu seinna,” sagði
hún stuttlega. „Fyrst er best að þú farir
úr blautu fötunum og i bað. Þú getur
fengið eitthvað af fötunum hans
Dermotts.” Bruce riðaði er hann gekk
fram hjá henni, og hún bætti við:
„Bíddu, ég sæki koníak handa þér.”
ann staulaðist að næsta stól og
lét fallast niður I hann, eins og hann
væri að niðurlotum kominn. Hann
drakk koníakið i einum sopa og sat síðan
eins og frosinn og hélt þéttingsfast um
tómt glasið.
Claire tók það af honum og skipaði:
„Nú ferð þú i bað, Bruce. Ég læt renna í
það.”
„Eftir augnablik. Leyfðu mér —”
Hann sat með hendurnar fyrir
augunum. „Eitthvað að borða,” sagði
hann. „Fljótt.”
„Ég elda eitthvað fyrir þig. Hvað
viltu?”
„Nei, nei. Ég hef ekki tíma. Áttu
mjólk, brauð og ost? Fljótt.”
Bruce fór á eftir henni inn í eldhúsið
og fylgdist með henni, þar sem hún tók
mjólkina út úr ísskápnum, síðan fór hún
að smyrja brauðið um leið og hún
spurði: „Hvað skeði. Ég veit um eldinn,
en hvernig skeði það?”
Bruce svaraði um leið og hann tróð
brauðinu upp í munninn: „Hann er
brjálaður. Þetta var ekki mér að
kenna.”
„Hver er brjálaður?”
„Efraim.”
„Og hvað um Abinal? Hvar er hann?”
„Dáinn.” Bruce starði á hana yfir
brúnina á mjólkurglasinu meðan hann
kyngdi mjólkinni. Síðan rétti hann fram
glasið til að fá meira. „Það er ekki mér
aðkenna, Claire.”
„En hvaðskeði?”
„Abinal varðfullur. Ég sagði þér það i
gær. Hann fór inn í vörugeymsluna til
að sofa úr sér og þar fann ég hann. Þeg-
ar hann vaknaði var hann aftur kominn
í fýlu og hótaði að eyðileggja málverkin,
svo að ég sló hann niður og dró hann inn
i hornið á meöan hann var að kæla sig.
Síðan kom Efraim inn í bakgarðinn og
hrópaði á hann.”
„Þú sagðir mér að Abinal væri ekki
þar,” mótmælti Claire. „Og þú sagðist
ekki hafaséð Efraim.”
„Ég sá hann ekki. Allavega ekki alveg
greinilega. Ég læddist út á meðan hann
var hinum megin við geymsluna og flýtti
mér siðan inn í verslunina eftir að hafa
læst vörugeymslunni svo að hann
kæmistekki inn.”
Bruce lagði frá sér glasið og strauk
fingrunum í gegnum hárið um leið og
hann hélt áfram. „En Efraim kom aftur.
Hann hafði nefnilega heyrt að Halliday
væri kominn. Og hann hætti ekki að
spyrja mig hvar faðir hans væri — hann
gerði mig alveg vitlausan á þessum
spurningum sínum svo að ég fleygði
honum út úr versluninni og lokaði
henni. Ég gaf honum tíma til að hypja
sig og fór svo aftur að geymslunni til að
ná i Papemálverkin. Ég var rétt kominn
inn fyrir þegar asninn sá arna kom inn
með tvo af bræðrum sínum með sér.
Þeir höfðu verið að drekka, það fann ég
á lyktinni.
Þeir byrjuðu að róta til I geymslunni
og endurtóku í sífellu að ef Abinal fengi
ekki sinn hluta, þá myndu þeir sjá til
þess að enginn fengi neitt. Einn þeirra
kveikti á eldspýtu.”
Þegar Bruce sá undrunina og
skelfinguna i andliti Claire þagnaði hann
allt í einu. Síðan hrópaði hann næstum
því: „Það var ekki mér að kenna, ég er
alltaf að segja þér það. Þeir voru
brjálaðir af reiði. Þrír á móti einum. Þeir
hefðu aldrei hlustaðá mig."
..Hefbu aldrei?"
„Ég hafði hugsað mér að segja þeim
það þegar ég kæmi aftur.”
„Aftur?"
„Ég varð að finna málverkin fyrst og
flytja þau að dyrunum, þar sem ég gæti
komið þeim út. Þeir hefðu byrjað á að
eyðileggja þau, skilurðu? Það voru þau
sem þeir voru á eftir. En þegar
málverkin voru komin á öruggan stað
gaus upp ógurleg ólykt.”
ClaIRE þrýsti lófunum að
kinnum sér og barðist við óbeitina.
Munnur hennar var þurr þegar hún
hvíslaði: „Þú lést Abinal brenna inni?”
„Ég gat ekkert að þvi gert, ég er alltaf
að segja þér það?” hrópaði Bruce. Við
urðum allir að forða okkur því að allt
var að brenna upp til agna á nokkrum
mínútum. Þessi ungi asni með eld-
spýturnar hefur varla vitað hvað hann
var að gera.”
„Þú hljópst í burtu án þess einu
sinni að reyna...?”
„Ef ég hefði sagt þeim frá þvi þá,
hefðu þeir drepið mig. Vertu nú ekki
svona vitlaus?”
Claire gat ekki svarað. Hún starði
aðeins á Bruce og augu hennar lýstu
viðbjóði. Hún kreppti hnefana svo að
neglurnar skárust inn í hörundið.
„Skilurðu ekki að nú verða þeir á eftir
mér?” sagði hann í bænarrómi. „Bíllinn
minn festist á útsýnisveginum. Ég — ég
hef gengið margar mílur.”
Það voru tár örvæntingar og sjálfs-
vorkunnar i augum hans. Síðan byrjaði
hann að hrópa, hærra og hærra: „Allt I
lagi. Hvað hefðir þú gert, litli sjálfum-
glaði kjáninn þinn? Brunnið sjálf þarna
inni eins og heilög Jóhanna i
heimskulegri tilraun til að bjarga því
sem eftir var af Abinal? Það var
vonlaust, trúðu mér. Gjörsamlega, full-
komlega vonlaust.”
Fyrsti sólargeislinn gægðist inn um
eldhúsgluggann. Um leið og hann lenti á
augum Bruces bar hann höndina fyrir til
að hlífa þeim. Síðan bað hann aftur:
„Það liggur vegur — allavega stigur við
námuopið. Þaðan eru aðeins nokkrar
mílur að landamærunum.”
„Málverkin,” sagði Claire allt í einu.
„Keyrðu mig að stígnum, Claire,”
hélt Bruce áfram að biðja hana, eins og
hún hefði ekki sagt neitt. „Ég hef aldrei
komið þangað, aldrei komið að námun-
um einu sinni. Þú hefur farið þangað.
Þú þekkir leiðina.”
„Það er ekki hægt Bruce. Þú verður
að fara til baka og segja sannleikann.”
Skop
Hann trimmar tvo tlma á
hverjum morgni, svo
kemur hann fárveikur inn
og muldrar eirthvað allan
daginn. 1
I, . ,V..V..V. V.-.V.'l'lV.'.V.V.v.‘.
3. tbl. VikanÍ43