Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 13

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 13
þvi til að svona séu reglurnar en ef hann komi með beiðni frá stúlkunum um að þær vilji og þurfi félagsskap þá verði ég dauðfeginn því það kostaði mig stórfé að halda uppi þessari siðgæðisvörslu. Sá vestfirski fer á braut með pytluna en birtist aftur að vörmu spori og hefur þá meðferðis skjal með undirskrift allra stúlknanna þar sem þær fara þess á leit að karlmönnunum verði hleypt inn til þeirra þvi ekki vilji þær búa i algeru nunnuklaustri. Ég skildi þetta mætavel og afléttl allri vörslu. Svo líður og bíður og allt virðist vera i góðu standi. Nema hvað eftir þriggja daga frjálsræði koma til mín tvær finar frúr úr Reykjavik, harðgiftar og allt hvaðeina, sem voru í síld hjá mér og höfðu ekki haft neitt á móti því að skvetta úr klaufunum þegar undirskriftum var safnað, og grátbiðja mig nú um að setja vörslu aftur við húsið þar sem þær séu búnar að fá alveg nóg. Ég sagðist ekki geta gert það þar sem í skúffunni m'inni lægi skjal þar sem allir íbúar hússins hefðu krafist þess að gæslu yrði aflétt. Aftur á móti væri ég alveg tilleiðanlegur að senda skjalið suður og spyrja eiginmennina hvað þeim fyndist réttast í málinu. Við þetta féll konunum allur ketill i eld og fyrir þrá- beiðnir þeirra og grátbænir ákvað ég að setja aftur vakt við konuhúsið og eftir það féll allt í Ijúfa löð. Með konur á öxlunum og sœfarar í stigum. En þetta var ekki eina kvennahúsið sem ég var með. Á öðrum stað var ég með fleiri stúlkur uppi á lofti i húsi þar sem fyrsta hæðin var notuð sem mötu- neyti fyrir okkur og þar var ég einnig með skrifstofu. Fyrir bragðið æxlaðist það oft þannig að ég var sjálfur hús- vörður i þessu kvennahúsi þegar böll voru og opnaði þá bara fyrir einni og einni stúlku þegar þær fóru að tínast heim. Svo er það eitt slíkt kvöld að ég og kunningi minn sitjum þarna á neðri hæðinni og höfum það huggulegt yfir glasi, að bankað er. Ég fer til dyra og þar fyrir utan stendur ein af stúlkunum okkar sem virtist hafa fengið sér einum of mikið i staupinu, alla vega var hún lítt göngufær þannig að ég sveifla henni upp á öxlina og ber hana upp á loft. Þegar ég kem niður aftur eftir þennan kvennaburð fer kunningi minn að öfunda mig af þessu hlutskipti og það verður úr að ég lofa honum þvi að hann skuli fá að bera þá næstu upp. Gott og vel. Við bíðum hinir rólegustu þar til bankað er á ný og þá ris minn maður á fætur, gengur að dyrunum og býr sig undir að sveifla einni ungri yfir axlir sér. Hann opnar dyrnar og í þann mund sem hann er að þvi kominn að svipta kven- manninum upp á bakið, sér hann að þetta er konan hans. Þá var hún að leita að honum og greip hann glóðvolgan. Annars var siðgæðið í góðu lagi öll síldarárin, enda ekki annað hægt. Stúlk- urnar þurftu að vinna frá þvi snemma á morgnana og gátu því ekki verið að svalla fram eftir nóttu. 1 landlegum kom það náttúrlega fyrir að sjómennirnir vildu halda áfram skemmtunum þó klukkan segði annað og gerðu þvi oft itrekaðar tilraunir til að ná til kvenn anna. Oft gripu þeir til þess ráðs að nota stiga til að komast fram hjá varðmönn- unum sem einbeittu sér að því að gæta útidyranna. Með þvi að nota stiga komust sjóntennirnir upp í glugga stúlknanna en með þvi var þó ekki nenta hálfur sigurinn í höfn. Konurnar skoðuðu nefnilega stigamennina vand lega og ef þeint ekki leist á andlitið spyrntu þær stiganum umsvifalaust frá veggnum og mátti margur sæfarinn heita heppinn að sleppa lifandi úr fallinu. Aftur á móti gat svo farið, ef stigamenn voru laglegir eða með glampa i auga. að þeini væri hleypt inn. En þrátt fyrir allt var siðferði i góðu lagi, enda var þetta vinna og aftur vinna. Þó finnst mér hálf skrýtið að ekki skyldu fleiri börn koma undir á þessum árum miðað við allan þann fjölda karla og kvenna sem þarna var samankominn." 1-2 tonn af brennivíni endur- send. — En drykkjan? 3. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.