Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 51
óttuðust þeir um stöðu sína, ef dauða hans bæri að höndum. En Kublai Khan mátti ekki heyra það nefnt, að þeir hygðu til brottfara. svo ástfólgnir voru þeir orðnir honum. En svo fór þó að lokum, þegar þeir höfðu dvalist seytján ár í Kina, að þeim bauðst óvænt tækifæri til heimfarar. Árið 1286 hafði eftirlætiskona Arghuns, Khans i Persíu, látist, en hún var frænka Kublai Khans. Hún lét þá ósk í Ijós á banabeði, að stúlka af sama kynstofni, hinum mongólska, tæki við stöðu hennar. Þrir sendiherrar voru því sendir frá Persiu til Peking, höfuðborgar hins fræga Khans. Sendiherrarnir báru upp erindi sitt og seytján ára gömul yngismær, Kukachin að nafni, var kosin til þessarar vegsemdar, og fylgdarlið hennar bjóst nú til heimfarar til Persíu. En landleiðin, sem var torsótt sakir landslags, var nú enn hættulegri sökum ófriðar og sendiherrarnir tóku það ráð að fara sjóleiðis. Þeir höfðu kynnst þeim Polofrændum og var kunnugt um hvilíkt orð fór af þeim sem afburðaferða- mönnum og sárbáðu Khaninn um leyfi til að fá að njóta fylgdar þeirra. Kublai Khan varð við beiðni þeirra og útbjó stórkostlegan leiðangur, jós yfir þá bræður gimsteinum og öðrum frábærum skilnaðargjöfum og fékk þeim bréf með vinsamlegum skilaboðum til páfa og konunganna á Frakklandi, Spáni og Englandi. Árið 1922 lögðu þeir svo úr höfn frá Amoy i Fukienfylki með flota fjórtán fjórmastraðra kínverskra seglskipa og var tvö hundruð og fimmtíu manna áhöfn á hverju skipi. Sjóferðin til Jövu tók þrjá mánuði, en siðan töfðu stormar ferð þeirra undan ströndum Sumötru i aðra fimm mánuði. Enn töfðust þeir um hríð undan Ceylon og ekki náðu þeir til Tabriz fyrr en eftir rúmra tveggja ára hrakninga á hafi. Á þessari löngu ferð höfðu tveir af sendiherrunum þrem dáið, svo og flestir af fylgdarliði þeirra. En hinir hraustu og harðskeyttu Polofrændur og skjól- stæðingur þeirra, Kukachin sem hafði fengið á þeim miklar mætur, komust öll heil á húfi á leiðarenda. Þeir Polofrændur höfðu ekki brugðist skyldu sinni fremur en endranær. Þeir komust nú að raun uni það. að Arghun Khan hafði látist áður en þeir fóru frá Kina og bróðir hans tekið við völdum eftir hann. Sonur hins nýja Khans, Ghazan að nafni, kom i veg fyrir að þessi langa og hættulega ferð yrði tilgangslaus með þvi að kvænast stúlk- unni og þess vegna gátu Polofrændur nú loks snúið heim á leið. Frá Tabiz héldu þeir til Trebizond, þaðan til Miklagarðs og um Miðjarðarhafiðtil Feneyja. Og þetta var þá aðalefnið í þessari dásamlegu frásögn, sem Marco Polo sagði félaga sínum Rusicusi frá Písa i fangelsinu. Þetta stytti þeim stundir. En árið 1299 var Marco látinn laus og hélt heim til Feneyja. Eftir það er þvi miður fátt kunnugt um hann. Hann kvæntist konu nokkurri, sem Donata hét, og átti með henni þrjár dætur, Fantinu, Bellelu og Moretu. Þann 9. janúar árið 1324 var sent eftir lögfræðingi til þess að ganga frá erfðaskrá hans og þann dag gaf hann upp öndina. sextíu og átta ára gamall. Hin stórbættu landakort fjórtándu aldar og bein viðskiptasambönd, sem þá mynduðust milli Evrópu og fjarlægra Austurlanda, eru beinar afleiðingar af ferðum Marcos Polos og upplýsingum. Hann stórjók þekkingu manna á heiminum sem þeir bjuggu í, færði út hugmyndir þeirra um jörðina og kveikti löngun hjá öðrum til þess að ferðast og kanna ókunn lönd. 1 því sambandi má minna á það, að meðal bóka Kolumbusar, sem lagði út í óvissuna til þess að finna nýja heims- álfu, var velkt og gömul bók, sem augsýnilega hafði verið mikið lesin. Það var saga Marcos F’olos um frændurna, sem lögðu ókunn lönd undir fót til þess að finna gamla heimsálfu. * 3. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.