Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 16
Ný framhaldssaga Um leið og líkmaðurinn mokaði mold- inni yfir mundi hann eftir henni. Jarðar- förin hafði verið fyrir tíu dögum, stutt, látlaus útför þar sem aðeins tveir voru viðstaddir, presturinn og þessi hrífandi svartklædda kona. Það var engin fjölskylda, enginn eiginmaður. Á eftir gekk hún ein í burtu og líkmaðurinn undraðist hver þessi dapra, glæsilega kona án vina væri. Nú var hún hér aftur, starandi á litla gröfina þar sem níu mánaða gömul dóttir hennar var grafin, utan við sig í döprum hugsunum sínum. Hún var aðlaðandi syrgjandi. Svört fötin gerðu Töru Kane hærri og sýndu grannan líkama hennar og kastaníu- brúnt hárið, þar sem hún stóð ein, vit- andi að næsta dag yrði enginn til að heimsækja leiði Gabriellu i hinum gríðarstóra kirkjugarði. Hún hafði tekið ákvörðun. Þetta gæti verið örlagaríkasta ákvörðun í lífi hennar en hún vissi að það var engin önnur leið. Nú þegar Gabriella var dáin var ekkert sem gat haldiö henni í San Francisco. Hún ætlaði að vera með Daníel í Alaska. Hún ætlaði aö hjálpa honum að freista gæfunnar í gullnámunum I Klondike. Saman myndu þau byrja nýtt líf. Tara stóð í biðröð dögum saman til að ná sér í farmiða með bát til Dyea á strönd Alaska, en samt varð hún að troðast til að komast um borð. Hún bjóst við að ferðin yrði óþægileg en hún hafði aldrei ímyndað sér að klefi hennar yrði svefnstaður fyrir hórur. Töru, vel upp alinni læknisdóttur, fannst lífið nú vera ógnvekjandi og sóðaleg barátta meðal örvæntingarfulls fólks sem hirti aðeins um vonir sínar um að eignast auðæfi. Aðeins hugsunin um eigin- manninn hélt henni uppi. Hann hafði ætlað að finna gull handa henni og Gabriellu. Vikum saman hafði hann ekki talað um annað. Svo þegar hann fór og skildi aðeins eftir bréf og áttavita sem benti í norður, til gullnámanna, sam- þykkti Tara brottför hans með undir- gefni. Nú myndi hún halda á áttavitan- um sem leiddi hana til Daníels og lesa bréf hans aftur og aftur. Örlögin geta ekki' skilið okkur lengi að. Hugsaðu.þeldur úm að hver' (fagur sem líður héðan í frá er einum degi nær endurfundum okkar. Ég elska þig svo afar heitt, Tara. Hún hnipraði sig saman i óþægilegri kojunni og reyndi að láta sem hún sæi ekki þá sem komu og fóru úr klefanum. Orð hans voru henni smáhuggun. Hún kveið fyrir að segja Daníel frá dauða dóttur þeirra, en þau myndu eign- ast önnur börn og betra líf þegar hún hefði fundið hann aftur. George Markstein Þýðandi Guðrún Axelsdóttir Á hverjum degi varð hún að neyða sig til að fara í borðsalinn, vitandi að hún varð að borða viðbjóðslegan matinn til að halda heilsunni. Það var eitt þessara skipta, þegar hún þvingaði sig til að borða þykka kjöt- kássu, að hún tók eftir að hún sat við hliðina á manni á fertugsaldri, með gler- augu og snyrtilegt yfirskegg. Augu hans voru blá og fjörleg. Hann ýtti diskinum sínum í burtu og brosti viðkunnanlega til hennar. „Hræðilegt, finnst þér ekki?” sagði hann með greinilegum erlendum hreimi. „Ég get ekki neytt þessu niður,” sam- þykkti Tara. „Komdu með mér,” stakk hann upp á og leiddi hana upp á þilfar. Af eigin forða bar hann fram tvö græn epli. Tara gat varla trúað sinum eigin augum, ávextir og ferskt vatn voru mesti mun- aðurinn um borð. Hann kynnti sig og skellti saman hæl- unum: „Ég er Ernst Hart.” Tara sagði til nafns og útskýrði að hún væri að ferðast til að hitta eigin- mann sinn í Klondike. Ernst var hissa. „Virkilega? Ég er hissa á þér að vera ein á þessu ferðalagi. Ég er frá Þýskalandi og okkur finnst að staður konunnar sé á heimilinu. Af hverju fórst þú ekki með honum?” Áriö 1896fannst gull í Yukon í norövestur Ameríku og þúsundir manna freistuðu gœfunnar og fóru norður til frosnu auönarinnar. Meöal þeirra var Daníel Kane, sem lagöi af staö og skildi konu sína og unga dóttur eftir í San Francisco. Tara útskýrði titrandi að hún hefði ' orðið eftir til að hugsa um barn þeirra. „Og svo dó hún úr heilahimnubólgu.” Hún leit niður á hendur sínar til að róa sig áður en hún spurði hann: „Af hverju komst þú? Þú lítur ekki út fyrir að vera gullleitarmaður.” „Ég leita að fólki, ekki að gulli,” sagði Ernst henni. „Ég er ljósmyndari. Mig langar til að skrá þetta æði fyrir afkom- endurna.” Hann glotti út í annað. „En hver veit? Kannski verð ég ríkur á þenn- an hátt!” Eftir fund þeirra fannst Töru félags- skapur þýska ljósmyndarans sífellt mikilvægari. Það var Hart sem huggaði hana þegar hórurnar stálu hinum dýr- mætu tvö hundruð dölum hennar, öllu sem hún átti, og Hart krafðist þess að lána henni þrjátiu dali, sem hann hafði ekki ráðá. Án hans heföi Tara verið einmana. Það var aðeins þegar hann hafði drukkið of mikið að hún forðaðist hann. Þá talaði hann tímunum saman um hvernig hann ynni sér ódauðlega frægð vegna ljósmyndunar sinnar. En henni til léttis hagaði hann sér fyrirmannlega, jafnvel þegar hann var drukkinn. Og hver gat ásakað hann fyrir að leita athvarfs frá þessu víti? Saman þraukuðu þau þrjátíu og sex daga á fljótandi fátækrahverfinu, fá- tækrahverfi þar sem ennfremur var sí- felld hætta — því Hart hafði uppgötvað að á skipinu var ólöglegur farmur af dínamiti. Þegar land kom loks í Ijós horfði Tara heilluð á dimma strandlengjuna. Hún hafði búist við hafnarbæ, en í Dyea var enginn hafnargarður, engin bryggja, aðeins ströndin og nokkrir kofar. En jafnvel sýn til þessa ógestrisna lands hafði mikil áhrif um borð. And- rúmsloftið var þrungið eftirvæntingu, faldar flöskur voru bornar fram og drukkin skál fyrir framtíðinni, fyrir auði, fyrir gulli. Einhver kom með munnhörpu og veislan byrjaði fyrir alvöru. Salurinn var fullur af drykkjumönnum og hórurnar dönsuðu með miklum tilþrifum. Þetta stóð yfir alla nóttina og enginn tók eftir þegar lampa var hent til hliðar og brennandi olía helltist yfir sagið. En Hart gerði sér strax grein fyrir hvað myndi gerast. Hann þreif í Töru. „Það kviknar í skipinu. Þú verður að synda til strandar. Það er ekki um annað að ræða. Dinamitið sprengir skipið í loft upp.” Hann dró hana upp á þilfar og neyddi hana til að horfa á rimlana. „Nei, Ernst, ég get það ekki,” hrópaði 16 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.