Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran_ FRÆKNIR FRÆNDUR Arið 1295 var Adrianus heremita vígður til páfa sankti spiritus dag og kallaður Selstinus fimmti. Hann var páfi allt til Jónsvöku, en gekk þá aftur í einsetu, segja fornar heimildir. Þá var vígður Benediktus, einn af kardínálum, og kallaður Bonifacius áttundi. Það ár segir Konungsannáll, að Eirikur Dana- konungur og Kristófórus bróðir hans hertogi hafi tekiðerkibiskupinn af Lundi og varpað í myrkvastofu. Þá var Danmörk sett i bann. Þá fór Þorvarður Þórarinsson utan. Og það ár var gerð sætt Árna biskups, sem kallaður var Staða-Árni, og almennings um staði og kirkjueignir á íslandi. Þegar þetta gerðist á Norðurlöndum gerðist það dag einn suður í Feneyjum, að til borgarinnar komu þrir dauð- þreyttir og slæptir ferðalangar. Þeir héldu til borgarhlutans sem kenndur er við heilagan Jón Chrysostom og námu þar staðar fyrir framan veglegt hús. Þegar dyrnar voru opnaðar sagði einn þeirra: „Jæja, við erum loksins komnir heim!” íbúar hússins störðu undrandi á þessa menn, sem klæddir voru slitnum og tötralegum fötum með óþekktu sniði útlendu. Þeir spurðu: „Hverjir eruð þið?” „Ættarnafn okkar er Polo, við erum nýkomnir frá Austurlöndum." Ættingjar þeirra í húsinu ætluðu varla að trúa sínum eigin augum. Þeim var kunnugt um að bræður tveir, Nicolo og Maffeo Polo, og sonur Nicolos Marco höfðu endur fyrir löngu siglt til einhvers furðulands í austri sem kallað var Cathay, en það voru tuttugu og fjögur ár siðan og þeir voru löngu taldir af. En ferðalangarnir fullyrtu, að þeir væru í rauninni þeir sem þeir þættust vera og tókst að lokum að sannfæra ættingja sína um það. Ekki höfðu þeir Nicolo, Maffeo og Marco fyrr komið sér fyrir í sínum gömlu húsakynnum en jteir sendu veisluboð til allra ættingja sinna og vina. Borðin svignuðu af dýrðlegum vistum og gestgjafarnir voru klæddir silki, pelli og purpura. Þegar allir gestir voru sestir að borðum fóru þeir frændur úr þessum dýrindis klæðum og klæddust öðrum úr eldrauðu damaski. Jafnframt skipuðu þeir svo fyrir, að hin dýrmætu klæði sem þeir höfðu farið úr skyldu klippt I sundur og útbýtt meðal þjónanna. En þegar máltíð var um það bil hálfnuð hurfu þeir frændur aftur frá gestum sínum um stund og klæddust nú dökkrauðu flaueli. Og enn fór á sömu leið með klæðnað þann, sem þeir klæddust úr, að hann var gefinn þjónunum. Eða með öðrum orðum: þeir Polofrændur, sem höfðu komið heim klæddir eins og betlarar, veittu nú eins og þjóðhöfðingjar. Marco kom nú með tötra þá sem hann hafði klæðst við heimkomuna og þeir feðgar opnuðu nú saumana á fötunum og úr huldum vösum ultu nú fram á veisluborðið dýrindis gimsteinar og demantar. Auðæfi þessi voru svo stórkostleg, að jafnvel hina ríkustu Feneyinga rak í rogastans. Þetta var uppskera hinnar löngu ferðar. Og víst var hún merkileg. En þó má með sanni segja, að annar árangur hafi orðið af þessu einstæða ferðalagi, sem miklu meira máli skipti beinlínis fyrir vestræna menningu. En það voru frásagnir þeirra félaga af því sem fyrir augu þeirra bar og eyru, því með því var þekking Evrópumanna aukin verulega og færð langt út yfir þau landfræðilegu takmörk, sem henni hafði á þeim tímum verið sett. Hér kynntust Vesturlanda- búar í fyrsta sinn víðáttum, auðæfum og merkilegri menningu ókunnra landa lengst í austri. Þegar Marco síðar var að reyna að lýsa vegalengdum eða auðæfum skorti hann oft orð og varð þá tíðgripið til orðsins „milljón”. Gárungar gripu tækifærið og uppnefndu hann Milljóna-Marcoeða Marco Millioni. En Marco var ekki [tess háttar maður, að hann sætti sig við að sitja aðgerðar- laus heima til lengdar, þótt auðugur væri orðinn, og láta sér nægja að segja sögur af ferðum sínum. Skömmu eftir heimkomuna skarst í odda með honum og keppinautum hans í Genúu og gekk hann joá i feneyska Botann, var útnefndur skipherra og barðist með ættborg sinni í hinni afdrifa- ríku orrustu við Curzola-eyjar. Genúumenn fóru með sigur af hólmi og hann var tekinn til fanga. Einn meðfanga hans var náungi einn með nokkra rithöfundarhæfileika, sem Rusticana nefndist, frá Písa, og stytti Marco sér stundir í fangelsinu með því að lesa honum fyrir frásagnir af ævintýrum sinum í Austurlöndum. Og ef til vill er það þessari tilviljun að þakka, að við nú kunnum sögurnar af hugrekki, þreki og þrautseigju þessara þriggja Feneyinga, sem gerðu sér lítið fyrir og gengu út af landakortinu, eins ogþað varþá! Og hvílík frásögn! Þegar árið 1260, þegar Marco var sex ára gamall. höfðu þeir Nicolo og Maffeo, sem voru kaupmenn og höfðu stöðvar i Mikla- garði, farið í viðskiptaerindum til Krímskagans og þaðan alla leið austur til Bokhara. Þar komust þeir í kynni við sendimenn hins mikla Kublai Kahns, drottins hins víðfeðma Mongólaríkis, sem náði frá ströndum Kína að landa- mærum Evrópu. Sendimennirnir voru nú aftur á heimleið og þeir bræður, sem höfðu blóð ævintýramannsins I æðum, slógust í för með jteim og fylgdu þeim til hinnar keisaralegu hirðar Mongólanna. Hinn mikli Khan hafði aldrei fyrr litið Evrópumann augum og tók hann jteim Nicolo og Maffeo með kostum og kynjum. Þegar þeir lögðu af stað heim aftur bað hann þá fyrir bréf frá sér til páfans í Róm, jw sem hann fór jress á leit, að hann sendi sér eitt hundrað menntamenn til þess að kenna fólki sínu kristna trú og uppfræða það í listum og vísindum Vesturlanda. Þeir Polobræður komust til Acre heilu og höldnu árið 1269, en komust þar að raun um að enginn nýr páfi hafði verið vígður eftir lát Klements IV. og sneru því heim til Feneyja við svo búið. Þeir biðu þess í tvö ár að nýr páfi hlyti vígslu, en þegar allt sat við sama lögðu þeir enn á ný land undir fót í austurveg og tóku að þessu sinni með sér son Nicolos, Marco, sem þá var orðinn seytján ára. En ekki voru þeir komnir langt, jtegar þeir fréttu að búið væri að vígja nýjan páfa. Þeir sneru því við aftur til jtess að geta efnt loforð sitt við Kublai Khan. Að vísu tók Gregorius páfi boði hins mikla Khans fegins hendi, en hann lét standa á framkvæmdum. 1 stað þessara hundrað trúboða sendi hann tvo Dominikanamunka, sem brátt varð nóg um erfiðleika ferðalagsins og ófriðar- ástandið I löndum jjeim sem fara þurfti um, svo þeir að lokum gáfust upp og sneru heim aftur. Svo fór um sjóferð þá! Tæpast verður að fullu metið hið gullna tækifæri, sem hér bauðst til útbreiðslu kristinnar trúar, þvi það var ekki fyrr en þessi voldugi höfðingi Austurlanda hafði farið bónleiður til búða páfa, að hann sneri sér að búdda- trú í leit sinni að aukinni menningar- viðleitni I trúarbrögðum þegna sinna. En hvað um það, þeir Polobræður höfðu lokið erindi sínu fyrir Kahn, og var það einkennandi fyrir þessa prúðu menn, að til þess að geta það buðu þeir hvers konar hættum birginn. Og þeir lögðu nú af stað i annað sinn og fóru frá Acreárið 1271. Þeir héldu nú frá Ítalíu til Hormuz við Persaflóa, en jjaðan hugðust þeir fara sjóleiðina til Kína. Af einhverjum ástæðum féllu þeir þó frá þeirri fyrir- ætlan og lögðu upp landleiðina norður um Persíu til Kerman, gegnum Khursan til Balkh, sem þeir kölluðu „i Tartaríu", en það er land það, sem nú nefnist Afganistan. Þegar þeir höfðu hvílst um hríð í Balkh héldu þeir til Badaksan gegnum Wakhan og upp á Pamírháslétt- una. Þeir fóru niður af Pamírsléttunni í norðausturátt gegnum Kashgar og Yarkand til Khotan. En (tessa leið fór enginn Evrópumaður síðan fyrr en eftir 1860! Frá Khotan héldu þeir i norðaustur til Lob Nor. Þessir frændur voru því sannkallaðir landkönnuðir. Næsti Evrópumaðurinn sem þangað kom var Prjevalski, rússneskur ferðalangur, sem kom til Lob Nor árið 1871, eða um sex öldum síðar! Nú lögðu þeir næst á hina víðfeðmu Gobi-eyðimörk. Þeim var vel Ijóst hvaða hættur biðu þeirra, en þeir hugðust bjóða t>eim birginn með forsjálni og hugrekki, enda komust þeir yfir eyðimörkina heilu og höldnu. Árið 1275 komust þeir frændur loks að norðvestur-landamærum Kína og höfðu þá verið á ferðalagi í þrjú og hálft ár samfleytt. Þeir komu nú til Shang-tu, sumarborgar hins mikla Khans. Kublai Khan tók þeim enn tveim höndum af virðulegri Ijúfmennsku. Hann var ánægður með skilaboðin frá páfa, enda jjótt engir kæmu fulltrúar hans. Marco var tuttugu og eins ár, þegar þetta gerðist, og vandist hann brátt þessu nýja umhverfi, lærði tungu þjóðarinnar og gekk í þjónustu hins mikla Khans. Hann var brátt útnefndur fulltrúi við ríkisráðið og sendur á vegum þess i ýmsum erindum. Ferðaðist hann víða á vegum ríkisins um Austur-Asíu, því vegur hans fór mjög vaxandi og varð hann sendiherra hans hátignar um þetta mikla heimsveldi allt til Suður-Indlands. Þeir Polo-frændur urðu brátt stór- ríkir, en þeir þjáðust af heimþrá. Auk þess tók Khaninn, vinur þeirra og verndarvættur, nú fast að eldast og 50 Vikan 3* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.