Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 47
„Náungi sem er þarna niðri,” svaraði Henry og benti niður í gryfjuna til vinstri við þau. „Hann heitir Tom Dyson. Hann kveikir á leiðslunm og stillir síðan timann. Þeir eru aðeins að fullvissa sig um að hann komist í burtu — að bíllinn fari í gang hjá honum, svo að eitthvað sé nefnt. Annars kalla þeir til sín varabílinn.” Claire skimaði niður í gryfjuna fyrir neðan þau, síðan sá hún allt í einu hreyfingu. Lítill bíll, sem virtist líkjast leikfangabil, fór af stað þarna niðri. Hann sniglaðist upp ógreiðfæran stíginn, og þegar hann var kominn nokkuð áleiðis sýndi hann rauðan fána sem einna helst líktist munnþurrku i þessari fjarlægð. Noel leit á Harrison sem brosti til hans um leið og hann tilkynnti: „Hann er búinn að kveikja i flugelda- sýningunni. Nú er hann önnum kafinn við að forða sér.” Á syllu einni, sem var á milli þeirra og gryfjubotnsins, byrjaði nú annar bíll að aka upp stíginn. „Þetta er varamaðurinn,” útskýrði Henry og benti á hann. „Nú er hann búinn að setja í gang. Hann getur náð til Dysons I tíma ef bíllinn hans dræpi á sér eða eitthvað því um líkt gerðist. Um leið og hann sér að Dyson mun hafa það má hann leggja af stað og forða sér.” EGAR Henry tók eftir svipnum á Noel bætti hann brosandi við: „Þeir Undir Afríku- himni hafa góðan tíma til að sleppa frá henni Grýlu þarna niðri. Tímastillingin er sett á tíu mínútum eftir að Dyson er kominn fram hjá verstu beygjunni þarna,” — hann benti niður á við — „svo að við þurfum ekki.. .0!” Þegar Claire og Noel litu niður á við, til að sjá hvað það væri sem olli því að Henry brá svona, sáu þau mannveru stökkva frá skrifstofubyggingunni og hlaupa beint yfir götuna. Stundarkorn hreyfði sig enginn, allir stóðu sem lamaðir og horfðu á Bruce Langley, sem flýtti sér að stígnum, sem hann hafði hugsað sér að fylgja. Claire greip svo fast um glugga- karminn á Land Rovernum að hún skar sig á höndunum. Passaðu þig, Bruce, hugsaði hún og vonaði að hún gæti sent honum hugskeyti. Eina hugsunin, sem annars komst að í huga hennar, var sú að fyrst hann á annað borð væri kominn svo langt þá vonaði hún að hann næði yfir gryfjuna áður en sprengingin yrði. Allt i einu hikaði Bruce, það var eins og hann gæti ekki alveg gert það upp við sig hvaða leið hann skyldi halda, síðan sá hann vörubílinn nálgast og Claire vissi að það tefði hann enn frekar. Á meðan hann hikaði birtist Efraim allt í einu hjá runnunum. Hann gekk hægt með hendur i vösum og horfði rólegur á það sem var að gerast fyrir neðan hann. BRUCEIeit áhyggjufullur á þel- dökka unglinginn og hljóp síðan aftur af stað niður á við. Hann fór svo nálægt vörubilnum að við lá að hann snerti hann. Harrison sem ekkert virtist vera að flýta sér gekk að brúninni og hrópaði eins hátt og honum var unnt: „Snúðu við, asninn þinn — sprenging!” Það leit út fyrir að Bruce áliti aðeins að það væri verið að ávíta hann fyrir að hafa komið svo nálægt vörubílnum, lét sem hann heyrði þetta ekki og hélt á- fram að hlaupa. Allt i einu var hann horfinn. Noel leit snöggt á Claire, síðan hljóp hann á móti Harrison sem nú var á leiðinni til baka. Harrison virtist reiður. Hann sagði: „Ég hef ekki hugsað mér að elta þennan brjálæðing! Tom Dyson mun mæta honum á leiðinni hingað upp og taka hann með. Fjandans fiflið!” Claire fylgdist með sprengibílnum sem nálgaðist þau æ meira við hverja beygjuna sem hann tók. Á meðan á þessu stóð hafði Efraim hvorki hreyft legg né lið. Hann stóð með stút á munninum eins og hann væri að flauta. Claire gekk í áttina til Noels og Harrisons. „Klettarnir þarna,” sagði hún og benti á lausa steina og kletta sem voru við gryfjubarmana. „Ef einhver þeirra myndi nú —?” „Tom Dyson fylgist vel með öllu,” sagði Henry rólega. „Það valt þarna vörubíll í síðustu viku.” „Bíllinn er lengi á leiðinni,” sagði Claire óróleg og þrýsti hnúunum að munni sér. „Hann mun aðeins aka að syllunni,” útskýrði Henry. Þú heyrir í timastilling- unni um leið og hún smellur í, síðan mun hann flýta sér inn á sylluna.” „Og missa af Bruce?” „Hverjum?” spurði Harrison. „Ó, náunganum sem — Nei, þeir ættu að mætast. Nema hann fari að stígnum og inn á gryfjubarminn eða geri eitthvað álika heimskulegt.” „Nei!” Noel leit á Claire, síðan byrjaði hann að hlaupa liðlega í áttina að stígnum. Henry hrópaði og færði sig framar en Harrison greip í handlegg hans og hélt honum föstum. Efraim og Wilson, bílstjórinn, stilltu sér upp fyrir aftan hann til að vera viðbúnir ef hann ætlaði að reyna að rífa sig lausan. Ekki allir þrír, hugsaði Claire. Ekki Dermott, Bruce og Noel. Mennirnir þrir áttu fullt i fangi með að halda hinum miðaldra en sterka Henry Hallet. Þeir þorðu auðsjáanlega NÝ S/GUNGALE/Ð BÆTT ÞJÓNUSTA Viö höfum hafið reglubundnar siglingar á nýrri flutningaleiö, 14 daga fastaferóir allan ársins hring milli Larvíkur, Gautaborgar. Kaup- mannahafnar og íslands. Flutt verður stykkjavara, gámar, kæli- og frystivara. Umboðsmenn okkar á hinni nýju siglingaleið eru: Larvik: P.A. Johannessens Eftt. Storgaten 50 3251 LARVIK Cable: "SHIPSN" Telex: 21522 Phone: (034) 85 667 Gautaborg: Borlind, Bersén & Co. P.O. Box 12113 Kaj 51 S-402 42 Göteborg 12 Cable: Borlinds Telex 2341 Phone: 031/24 3422 Kaupmannahöfn: Allfreight Ltd. 35. Amaliegade DK-1256 Copenhagen K. Cable: Alfragt Telex: 19901 b Alckh Phone: (01) 111214 Að sjálfsögðu bjóðum við áfram reglubundnar ferðir frá eftirtöldum stöðum: Helsinki, Svendborg, Hamborg, Rotterdam, Antwerpen og Goole auk Halifax i Kanada og Gloucester i Bandaríkjunum. Komið. hringið, skrifið — viö veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega. SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 3. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.