Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 9

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 9
2. grein: Blómasalur Hótel Loftleiða '„Vfnglösin voru hellt hálf, en ekki fyllt að þremur fjórðu hlutum, svo að gestir höfðu meiri möguleika en «Ha að ná ilmi úr vini." Hér eru tveir þekktir menn að snnðingi á Hótet Loftlelðum, — Geir Hallgrimsson og Helmut Schmidt, kanslari V-Þýskalands. (mynd: H.D „Flóruveggur, timburveggir og hin opna innrótting gefa salnum hlýlegan blœ, einkum á kvöldin . . ." Garðar Cortes syngur fyrir gesti á jólapakka- smjördeigi, fyllt með rjómasoðnum fjallagrösum og borin fram með rauðvínssósu var langtum betri réttur. Sú steik sýndi, að eldhús Blómasalar getur vel meðhöndlað lambakjöt. Að visu er ég ekki viss um, að hráefn- ið i réttinum sé alltaf lambalundir, eins og var, þegar ég prófaði réttinn. En þið getið alténd spurt, áður en þið pantið. Lambalundirnar voru frábærar, mátulega steiktar, meyrar og bragð- góðar, svo og snarpheitar innan í smjör- bakstrinum. Með þeim var þunn og góð rauðvínssósa. Þessi réttur kom okkur þægilegast á óvart, sannkallaður herramannsmatur. Verðið er 7.580 krónur sem aðalréttur. Kjúklingabringa Djúpsteikt kjúklingabringa, fyllt með hrisgrjónum og borin fram nteð rjónta sveppasósu var líka skemmtilegur réttur, sem kom á óvart. Kjúklingurinn var meyr og bragðmikill, hóflega kryddaður með karríi. En sósan var köld, þegar hún kom á borðið. Verðið er 8.200 krónur sem aðalréttur. Turnbauti Tournedos Béarnaise reyndist hátindur prófunarinnar. Þessi turnbauti var einn hinn allra besti, sem ég hef fengið hér á landi. alveg i frönskum og bandarískum klassa. Kjötið var snögg- steikt og undurmeyrt, eðlisgott og vel meðfarið. Ég er orðinn nokkuð leiður á hinni eilifu béamaise-sósu með turnbauta. íslenskum eldunarmeisturum hlýtur að geta dottið í hug fleiri útgáfur af turn- bauta. En þessi sósa var nteð besta móti. óvenju létt og fór vel við kjötið. Verðið er 11.330 krónur sem aðalréttur. Tvíeinn ís Eftirréttaskrá matseðilsins var með fátæklegasta móti. Af fimm réttum voru tveir ísar, sem reyndust þó aðeins vera einn, þegar á hólminn var komið. Það var sósan, sem var mismunandi, og svo var annar ísinn á marensbotni. Isarnir hétu annars vegar Rjómais á marensbotni nteð appelsinulikjör og hins vegar Rjómais Peter Heering. Báðir voru þeir mjög framþærilegir, einkum hinn siðarnefndi. Verðið er 2.080 krónur á hinum fyrra og 1.870 krónur á hinum siðara. Pönnukaka íslensk pönnukaka með rjóma var á matseðli dagsins. Hún var nákvæmlega eins og ég átti von á, svona eins og pönnukaka er venjulega. Sem eftirréttur er hún vel viðeigandi. Verðið er ekki gefið upp sérstaklega, þar sem pönnukakan var hluti af þriggja rétta matseðli. kvöldi fyrir skömmu. (mynd: H.L.) Ostur Ostur og kex ollu mér vonbrigðum. Ostabakkinn var ekki vitund aðlaðandi, þótt þar væri boðið upp á margt. gráða- ost, mysuost, hnetuost, camembert og nokkrar tegundir af kexi. Camembertinn var greinilega beint úr kæli, pinnstífur og ekkert byrjaður að þroskast. Mér finnst tilgangslaust að bera fram þennan ost i sliku ástandi. Verðið er 2.360 krónur. Hraunkaffi Loks er að geta sérgreinar Blómasalar á ættmeiði írska kaffisins. Það er Hraunkaffi eða Lavakaffi. Kaffi er hellt i leirkrús. Í það er síðan látinn Grand Mamier appelsínulikjör og kveikt í honum. Síðan er flórsykur settur í og síðast þeyttur rjómi. Þetta er hressandi og skemmtileg tilbreyting frá öðru áfengiskaffi. Vín Vinlistinn í Blómasal er ekki nógu góður, einkum í rauðvinum. Þar vantar Chateau Talbot. Chateau Paveil de Luze og einkum þó hið ódýra Trakia, sem fæst þó i kaffiteríunni frammi. Merkinu i Blómasal halda uppi Geisweiler Grand Vin og Chianti Classico. í hvítvinum er ástandið betra, því að þar fást Wormser Liebfrauenstift Kirchenstúck. Gewúrztraminger, Chablis og Edelfráulein. Meðal annarra frambærilegra vína á lista Blómasalar eru Saint Emilion. Geisweiler Reserve, Mercurey og Chateau de Saint Laurent af rauðvinum og af hvítvínum Riesling og Auxerrois frá Luxembourg, Sauternes og Rúdes- heimer Burgweg. Með skeldýraréttum Blómasalar mæli ég með Chablis á 4.675 krónur, með fiskréttunum mæli ég með Gewúrztraminer á 4.’010 krónur og með kjötréttunum mæli ég nteð Geisweiler Grand Vin á 4.675 krónur eða Chianti Classico á 3.340 krónur eða jafnvel Chateau de Saint Laurent á sama verði. Fastaseðiilinn er betri Matseðill dagsins er einkar ódýr i Blómasal. Þar er unnt að velja milli þriggja þriréttaðra máltiða á 5.000 krónur, 6.400 krónur og 7.600 krónur. Með kaffi og hálfri vinflösku (Chianti) á mann verða þetta 7.300 krónur. 8.700 krónur og 9.900 krónur. Þó má ráða af matarlýsingunum hér að framan, að minna er vandað til þessa matseðils i eldhúsinu en til fasta- seðilsins. Dagseðillinn er fremur miðaður við hótelgesti, sem þurfa að borða til að lifa, en ekki við aðra gesti. sem eru beinlínis að fara út að borða. Matseðill dagsins var semsagt ekki áhugaverður frá sjónarmiði matar- gerðarlistar. Hinir betri réttir, sem eru á fastamat- seðlinum, eru lika miklu dýrari, næstum þvi eins og i Stjörnusal Hótel Sögu. Meðalverð 14 forrétta, súpa og eggja- rétta i Blómasal Hótel Loftleiða er 2.900 krónur. 11 aðalrétta úr liski og kjöti 8.300 krónur og 5 eltirrélta 2.200 krónur. Með kaffi á 600 krónur og hálfri vinflösku ætti meðalmáltið af fastaseðli að kosta um 15.700 krónur í Blómasal á móti 16.300 krónum i Stjörnusal. Allar þessar tölur eru samkvæntt verðlagi um árantótin. Hífopp Matseðillinn i Blómasal er að þvi leyti skynsamlegur, að samtals eru aðeins á honum 30 réttir á móti 47 í Stjörnusal. Því færri sem réttirnir eru, þeim ntun auðveldara er að afla ferskra hráefna og meðhöndla þau á réttan hátt. Turnbautinn og lambalundirnar eru dæmi um, að matreiðsla Blómasalar getur verið rnjög góð, jafnvel hin besta á landinu. Ef allt væri i þeim stil, mundi ég hiklaust gefa staðnum niu i einkunn. Ráðamenn staðarins ættu nú að leggja áherslu á jafnari gæði i matreiðsl- unni, einkum nákvæmari timasetningar í ntatreiðslu fiskrétta og minni nolkun dósagrænmctis. Sömuleiðis þarf að tryggja, að heitur matur sé enn heitur. þegar hann kemur á borð gestanna. Og auðvitað þarf Blómasalur að geta boðið gestum vínglös til aðdrekka úr. En Blómasalur hefur farið batnandi að undanförnu og getur áreiðanlega batnað enn. Sem stendur fær matreiðslan þar sex í einkunn, sömu- leiðis þjónustan og vinlistinn. Umhverfið á staðnum fær hins vegar átta. Meðaleinkunn Blómasalar Hótel Loftleiða er sex af tíu mögulegum. Jónas Kristjánsson í næstu Viku: Hótel Holt 3. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.