Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 14
Viðtal Vikunnar „Það var nú þannig með áfengismálin að sjómennirnir pöntuðu vin frá Akureyri einhvers staðar utan af sjó og báðu unt að það yrði sent i póstkröfu á þann stað þar sem þeir helst bjuggust við að koma i land næst. Ég tók við miklu af þessum pöntunum þar sem ég var afgreiðslumaður flugfélagsins á staðnum. en þangað komu pantanirnar. En sjómennirnir voru misjafnlega sannspáir þegar |5eir voru að geta sér til um hvar næsti viðkomustaður yrði og oft kom það fyrir að ég varð að endur senda 1-2 tonn af brennivíni aftur til Akureyrar þegar vertíð lauk. Það voru allt ósóttar pantanir. Aðsjálfsögðu hafði Rikið kostnað af þvi að þurfa að vera að senda vinið um landið þvert og endilangt þannig að það varð úr eilt haustið aö ég opnaði útibú frá Áfengisversluninni á Raufarhöfn og lagerinn samanstóð af ósóttum pöntunum. En það skrýtna við þessa verslun var það að vínið var allt pakkað I umbúðir og voru fjórar flöskur i kassa. hvorki meira né minna. Menn urðu þvi annaðhvort að kaupa fjórar flöskur eða ekkert. Og það sem verra var. — menn vissu ekkert um það hvað i pökkunum var nema hvað þar áttu að vera l'jórar flöskur af einhverju vini. Ég hafði oft gaman af þvi þegar frægir viskímenn komu og keyptu fjórar hvit- Jón skoðar sild hjá Hafsilfri á Raufarhöfn. Með honum á mynd- inni er Eiríkur Ágústsson, verkstjóri á sama stað. Jón var beðinn um að lána þessa mynd til Þýskalands ef það gæti aukið sölu á islenskri sild þar í landi. vinsflöskur i pakka og fóru svo heim til að fá sér sjúss. ímyndaðu þér vonbrigðin! Ég tók ekkert fyrir minn snúð, seldi bara vinið á kostnaðarverði með áföllnum kostnaði og stóð svo Rikinu skil á öllu saman. Það var mikil velta i þessum viðskiptum en ég hafði ckki tíma til að standa i þessu alla daga þar sem ég var einnig kaupmaður i ann arri búð, kaupfélagsstjóri í kaupfélaginu þar sem ég seldi aðra vöru, s.s. hveiti og sykur.” — Hvað rakst þú margar söltunar- stöðvar á þessum árum? „Ég sá um þrjár söltunarstöðvar á Raufarhöfn. svo var ég með eina sem ég rek enn þann dag í dag í Þorlákshöfn en hún er hlutafélag nokkurra kaupfélaga og útgerðarmanna. Eina stöð keyptum við af Sveini Benediktssyni. Hafsilfur hét hún og var nokkuð stór. Svo var það litla stöðin þar sem ég byrjaði að salta 1950. stöð byggði ég i Vopnafirði ásamt öðrum þar sem við söltuðum prívat og siðast var það söltunarstöðin Borgir á Seyðisfirði en þá stöð vorum við að byggja upp þegar sildin hvarf." Síldin hverfur — undir norðurpól- inn? — Hefurðu einhverja skoðun á þvi bvers vegna síldin hvarf? „Ja, skoðun? Á þessum árum eru það margar þjóðir sem kappveiða þennan fisk. Það var mikiðaf islenska stofninum í því sem veitt var fyrir norðan og austan en það snarminnkar þar til stofninn er næstum því kominn í núll. Við höfum gagnrýnt Norðmenn mikið fyrir það að ofveiða annan stofn. norsk-íslenska stofninn, en af honum var töluvert allt fram til ársins 1968 en það ár söltuðum viðá Seyðisfirði fram i miðjan desember. Þá var veiðisvæðið aðallega á hinu svokallaða Rauða torgi. 1969, þegar við ætlum svo að hefja veiðar á ný — þá er enginn fiskur á þessu svæði! Nú voru góð ráð dýr. flotinn var sendur langt út i haf með móðurskip sér til aðstoðar en rýr varð aflinn. Þá greip ég til þess ráðs að flytja mig um set. til Þorlákshafnar. og byrja að salta hina svokölluðu suður- landssild og hef gert það siðan. En sildin hvarf. það fór ekkert á milli mála. Menn bjuggust ekki almennt við þessu og enn er mörgum spumingum ósvarað um hvað varð af sildinni 1968. Það ber öllum saman um að það var óhemjumikið af sild sem hvarf þarna á einu ári. að visu kom eitthvað af henni fram við Noreg en það var ekki mikið. Mér og mörgum öðrum hefur þótt þetta hvarf fisksins nokkuð dularfullt. Sumir halda að sildin hafi farist en ég hef nú látið mér detta í hug að gamla fullorðna sildin sé undir norðurpólnum ... — Undir norðurpólnum?!! „Já, undir norðurpólnum. Kanadísk- ur kjarnorkukafbátur sem fór undir pólinn fyrir nokkru lóðaði þar á miklar og stórar síldartorfur. Ég er ekki að segja 14 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.