Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 24
Smásaga eftir Arne Rasmussen Enginn er annars bróðir í leik Það tókst ekki að upplýsa hver var morðingi Sveins. Við sigldum út á ný. Annar háseti var ráðinn í Sveins stað, en að öðru leyti var áhöfn- in sú sama. Við höfðum ennþá morðingjann um borð. VIÐ SIGLDUM frá Barcelona á laugardagskvöldi og margir okkar höfðu séð Svein á lífi eftir miðnætti. En á sunnudagsmorguninn var hann ekki í káetunni sinni. Kojan hans hafði ekki verið notuð um nóttina. i fyrstu leituðum við hans á salernun- um og öðrum hugsanlegum stöðum, en þegar [rað bar ekki árangur fyrirskipaði skipstjórinn, að við leituðum hátt og lágt um skipið. En Sveinn var ekki lengur um borð. Skipstjórinn ákvað að snúa skipinu og sigla til baka og við röðuðum okkur við borðstokkana beggja vegna. Leitin bar engan árangur og skipstjórinn ákvað loks að aftur skyldi snúið. Við áttum að sigla heim til Kaupmannahafnar, þaðan sem við höfðum siglt fyrir tveimur mán- uðum með varning til Marseille, Genua og Barcelona. Nú snerum við heim meö vín, kork og niðursuöuvörur. Engum um borð (nema morðingjan- um) kom til hugar á þessum tíma, að af- brot hefði verið framið. Sveinn var vin- sæll meðal skipsfélaganna. Síðustu tólf mánuði hafði hann verið háseti um borð i Thyru og ég vissi ekki til þess, að hann hefði eignast neina óvildarmenn. Ég heiti Arnold Farberg. Ég er dag- maður i vél. Sveinn var elstur háset- anna, 55 ára. Hann og Brúnó, sem var bátsmaður, voru félagar mínir. Við spil- uðum saman á frívöktum og héldunt hópinn þegar farið var I land. Sennilega var það vegna þess að við vorum jafn- aldrar þessir þrír, piparsveinar og upp aldir í sama borgarhverfi í Kaupmanna- höfn. Siðast þegar við vorum saman í landi í Barcelona, hafði Sveinn verið í essinu sínu og ausið peningum á báða bóga. Hann hafði t.d. keypt happ- drættismiða, alls konar minjagripi, látið bursta skóna sina og gefið ríflegt þjórfé á kránni. — Sjálfsmorð? sagði ég i messanum kvöldið eftir þegar einhver hreyfði þeirri hugmynd. — Bölvuð vitleysa. Sveinn er ekki sú manngerð. Þegar við fórum um Gibraltasund kom skeyti frá útgerðinni. Líkið af Sveini hafði rekið á land á Costa Brava. Höfuðkúpan var brotin — og það voru hvorki klettarnir við Spánarstrendur eða járnskrokkurinn á Thyru, sem hafði orsakað það. Það var morðingi á meðal okkar. Áhöfn Thyru var 35 karlmenn og ein kona, skipsþernan, en ég gat ekki ímyndað mér hver þeirra hefði haft ástæðu til að myrða Svein. Auðgunarmorð var útilokað, því að Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttír Sveinn var ekki fjáður maður. Aðrar ástæður, eins og hefnd eða afbrýðisemi, komu ekki heldur til greina. Skipsþernan var gift brytanum og það var ekkert at- hugavert við þeirra samband. Sveinn var piparkarl og aldrei hafði ég heyrt minnst á það einu orði, að nokkuð væri milli hans og eiginkvenna hinna I áhöfninni. Hvað gat legið að baki þessa ódæðis- verks? — Einhver ástæða hlýtur að finnast, sagði skipstjórinn við mig nokkrum dög- um síðar, þegar við stóðum í káetu Sveins. Við vorum að tína saman eigur hans. Samkvæmt lögum átti að afhenda þær nánustu ættingjum, og þar sem ég var trúnaðarmaður um borð, kom það í minn hlut. Ég skrifaði allt niður og pakkaði snyrtilega niður í töskur hans og sjópoka. Ég hristi höfuðið. — Ég get ekki ímyndað mér, að neinn hér um borð geti verið morðingi. Og til hvers? Ekki vegna peninga. Ég benti á seðlana, sem ég hafði tínt saman. — Þetta eru 230 danskar krónur og nokkrir pesetar og ekki hefur þetta verið tekið. Hann átti sér enga óvildarmenn urr> borð. — Eitthvað er það, sagði sá gamli og var fastmæltur. — Það er morðingi á meðal okkar. En lögreglan mun hjálpa okkur að komast til botns í málinu, þegar við komum til Kaupmannahafnar. En það tókst henni ekki. Það kom hópur manna frá morðdeild lögreglunn- ar um leið og við lögðumst að. Foringi þeirra var stór, feitur miðaldra maður. Hann var eins og boxari í þungavigt. Hann var með burstaklippt, dökkt hár og miklar loðnar brýr. Við fyrsta tillit líktist hann mest góðlegum bangsa — en það er sagt, að þeir geti verið hættulegir, ef maður ertir þá. Hann hét Sander, og ég kannaðist við hann úr blöðunum. Hann var þessi Hen- rik Sander sem maður les alltaf um, þegar lögreglan í hinum ýmsu borgum landsins stendur ráðþrota gagnvart ein- hverju stórmálinu. Þá fer Henrik Sander venjulega á stúfana með tækni- menn og aðstoðarlögreglumenn sér til ráðuneytis. En hvað varðaði morðið um borð I Thyru, varð hann að viðurkenna, að hann hefði lent í kasti við morðingja, sem hann ekki réði við. Henrik Sander hafði enga möguleika. Við vorum yfirheyrðir í tvo daga sam- fleytt og þá gafst hann upp. Hvergi var raunar heppilegra að fremja slikt afbrot en um borð. Bara sitja fyrir fórnarlamb- inu um niðdimma nótt, slá það í höfuðið með einhverjum þungum hlut og henda síðan líkinu og morðvopninu fyrir borð. Það var erfitt að fást við slfk mál. Jafn- vel gæti slíkt verið ofviða þeim kræfustu hjá Scotland Yard. Henrik Sander varð að tilkynna skip- stjóranum, að morðið á Sveini myndi því miður lenda meðal annarra óupp- lýstra mála. Við lönduðum vininu og ávöxtunum og tókum vörur í Kaupmannahöfn og Árhúsum og sigldum síðan á ný. Nýr háseti hafði verið ráðinn I stað Sveins, en að öðru leyti var mann- skapurinn sá sami um borð. Með öðrum orðum — morðinginn var enn um borð. Andrúmsloftið var þrungið spennu og tortryggni. Allir höfðu auga með öllum. Ég braut sífellt heilann um, hver gæti verið morðingi Sveins. Þessi hugsun lét mig ekki í friði nokkra stund. Það var ekki mikið við að vera á frívöktunum núna eftir að Sveinn var dáinn. Hann, Brúnó og ég vorum vanir að slá i spil eða spjalla saman, en nú forðaðist Brúnó allt samneyti við mig. Hann læsti káetunni sinni, hvort sem hann var þar inni eða ekki. Það hafði hann ekki gert áður, nema þegar við vorum í höfn. Það var laugardagssíðdegi og ég tók óvenju vel til í káetunni, enda ekkert annað við að vera. Ég fór meira að segja að laga til í borðskúffunni minni. Og þá fann ég uppkastið að skránni yfir eigur Sveins. Ég hafði hreinritað skrána og síðan hafði loftskeytamaðurinn vélritað hana. En ég hafði ekki kastað uppkast- inu. Ég leit lauslega yfir það sem þarna stóð og kruklaði blaðið saman og ætlaði að henda þvi út um kýraugað. En þá kom morðingi Sveins enn einu sinni upp I hugann. Ég sléttaði aftur úr blaðinu. Það var ekki von, að Henrik Sander væri lið í þessum lista. þegar hann reyndi að leysa gátuna. Það var raunar það sem ekki stóð á listanum, sem benti einmitt á morðingjann. Þarna vantaði tíu happdrættismiða, sem Sveinn hafði keypt í Barcelona, og einnig vinningaskrána. Þegar við félagarnir höfðum verið I landi í Barcelona, hafði Sveinn slegið um sig og keypt tíu happdrættismiða. Eld- gömul kerling hafði haltrað milli borð- anna og reynt að freista gestanna með happdrættismiðum og hnetum. Ég hafði I keypt hnetupoka, en Sveinn happ- drættismiðana. Hann var sjúkur í alls konar spil og happdrætti og stóðst aldrei freistingar á þvi sviði. Brúnó keypti aftur á móti ekkert af gamla skarinu. Ég kallaði atburðina fram i hugann og sá Svein fyrir mér skælbrosandi og hressilegan, þegar hann sagði á dönsku við þá gömlu: — Láttu mig hafa tíu stykki, frú mín góð. Hann fékk miðana og vildi ekki taka til baka af gömlu konunni. — Fáðu þér 24 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.