Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 30
Draumar
Dauöar kindur í
sjávarmálinu
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að
ráða þennan draum fyrir mig.
Hann er svona:
Ég og kærastinn minn
vorum úti að labba. Mér fannst
við vera að koma af diskóteki.
Við löbbuðum svolitla stund og
mér varð litið niður að sjó. Þá
sé ég svona 5-6 dauðar kindur I
sjávarmálinu. Svospyrég
strákinn, sem ég var með, hvað
klukkan sé. Hann sagði að
klukkan væri orðin sex. En rétt
I því kom vinkona mín til
okkar og þá vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
H.M.
Það er fátt um góð tákn í
draumnum, og hann verður að
teljast mjög slæmur fyrirboði.
í miðri Viku
Aðallega boðar hann þó kröggur
á næstunni og einnig einhverja
mikla sorg eða söknuð sem
hefur nokkuð afgerandi áhrif á
framtíð þína.
„Ég varð að
drepa hann...”
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að skrifa um
draum sem mig dreymdi síðast-
liðinn vetur í von um að þú
getir ráðið hann.
Mér fannst að ég væri í
herbergi með stiga og að ég
væri með strák, N, sem var
fullur eða eitthvað, þvíhann
átti erfitt með að tala. Hann
gat varla staðið heldur. Svo
kemur annar strákur niður
stigann og er að þukla á hníf,
sem er í brjóstvasa hans, og
segir: „Ég varð að drepa hann!
Ég þoldi hann ekki lengur. ” Ég
vissi strax hvern hann var að
tala um því hann þoldi N ekki
I raun og veru. Ég varð voða
taugaóstyrk yfir þessu. Svo er
ég hjá vinkonu minni og þá
kemur Á allt í einu í herbergið
grátandi og segir: „Ég var svo
skotin í N, ” og allt í svipuðum
dúr. Þá gaf ég henni skær-
bleika hálsfesti. Hún brosti þá
og allt varð í lagi.
Ég þekki N ekkert, nema ég
er í sama bekk og hann, en ég
þekki hina krakkana í draumn-
um nokkuð vel.
Með fyrirfram þökk. SH
Langlíklegast er að draumur
þessi sé þegar kominn fram án
þess þó að þú gerir þér grein
fyrir því. Flest tákn í draumnum
eru afleitur fyrirboði og er það
ekki eingöngu þér fyrir ein-
hverju slæmu heldur einnig
kunningjum þínum. Til þess að
geta sagt nákvæmlega til um
hvað draumurinn boðar ykkur
þarf draumráðandi að vita meira
um ýmis atriði ykkur tengd, svo
sem nafn N. Þó er ekki úr vegi
að nefna að hnífur í draumi er
mjög slæmt tákn, boðar sundur-
þykkju, misgerðir og svik — og
getur verið um að ræða allt
þetta eða hluta þess. En sem
áður sagði er draumurinn
sennilega þegar kominn fram og
þá með einhverjum atvikum
meðal þin og kunningja þinna,
en N þarf ekkert frekar að
tengjast þvi á neinn máta.
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig þessa drauma.
Fyrstu nóttina dreymdi mig
að ég vœri stödd milli kirkju-
garðsins og sjúkraskýlisins.
(Það eru ekki nema nokkrir
metrar á milli.) Mér fannst vera
mjög mikill snjór og það var
verið að ryðja götuna. Þá
fannst mér snjórinn hvolfast
yfir mig. Ég komst þó loks út
úr þessu. Þá var ég komin á
bílnum mínum inn á pláss.
Hann er grænn. Hann bilaði
og ég var komin í annan bíl,
gulan. Hann bilaði líka. Ég hélt
nú áfram gangandi og ætlaði
mér að komast í bókabúð en
þar var ekkert nema klaki og
snjór og var búið að höggva
geil inn í klakann. Ég átti í
miklum erfiðleikum með að
komast þarna upp og var ekki
komin upp þegar ég vaknaði.
Aðra nótt dreymdi mig að ég
var stödd í kirkjugarðinum og
fór ég að leiði foreldra minna
og systursonar. Þá fannst mér
leiði föður míns svo lítið og illa
frá gengið og mikil mold í
kring (hann er nýlega dáinn).
Labbaði ég nú yfir I hinn enda
garðsins að leiði tengdaföður
míns. Þar er skiptur veggur og
sá ég mikið af hvítum fötum
sem lágu upp með veggnum.
Ég fór að tína þau saman og
labbaði upp með veggnum og
fann meira af hvítum fötum og
allt upp I heila stranga af hvítu
efni.
Þriðju nóttina dreymdi mig
að ég væri stödd hjá systur
minni og við vorum að þrœta
út af veðrinu. Ég var alltaf að
segja að það væri komið logn.
Hún vildi ekki viðurkenna það
og sagði ég henni þá að hún
skyldi bara koma og sjá og
benti ég henni fram fjörðinn.
Þá fannst mér ég sjá að
fjörðurinn var fullur af ís en þó
sást í sjóinn á milli. Hann var
mjög Ijótur og úfinn. Lengri
varð draumurinn ekki.
Mig langar að biðja þig um
að ráða þetta sem fyrst, en
aðeins birta svarið.
M.
Þvi miður, það er regla að birta
aldrei aðeins svörin og því tók
draumráðandi þann kostinn að
birta bréfið þitt. Ekki er auðvelt
að ráða í frá hverjum bréfið er
og því var þessi leið valin og
vonar draumráðandi að það
komi ekki að sök.
Allir þrír draumarnir tákna
þér nokkurn veginn sömu
atburði, þó ekki eingöngu það
sama en mjög mörg atvik
samtengd. Fyrsti draumurinn
boðar mikla erfiðleika, jafnvel
veikindi, og þér mun happa-
drýgst að forðast illindi og fljót-
færnislegar ákvarðanir. Annar
draumurinn er fyrirboði margra
góðra atvika og sagt er að
dreymi mann að hann sé einn á
ferð í kirkjugarði muni hann
verða langlífur og hlotnast
virðing samferðarmanna. Hvítu
fötin og strangarnir boða einnig
það sama og jafnvel happ —
sem þér fellur í skaut.
Þriðji draumurinn táknar ein-
hverja erfiðleika innan fjölskyld-
unnar og þar er ykkur systrun-
um bent á að láta ekki fljótfærni
verða ykkur til tjóns. Að öðru
leyti er hann nokkuð góður og
gæti jafnvel verið til marks um
að þér takist að inna af höndum
mikið trúnaðarstarf. Hafðu þó í
huga að ekki er sama tákn ævin-
lega öllum mönnum fyrir því
sama og ýmislegt, sem draum-
ráðandi ekki veit um dreym-
andanum viðkomandi getur
breytt miklu í ráðningu.
Þrír vetrardraumar
30 Vikan 3. tbl.