Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 18
Framhaldssaga
Tara, skelfd af myrkri sjávarins.
Ruddalega og grimmilega lyfti hann
henni yfir rimlana. Þegar hún kom viö
ískalt vatniö tók hún andköf. Hún
buslaði af öllum kröftum, svo varð allt
svart.
Tara vissi aldrei hvað bjargaði henni,
hún sá ekki bátana sem komu til að
bjarga þeim sem lifðu af. Hún kom til
sjálfrar sín liggjandi á ströndinni. Hart
var boginn yfir henni og nuddaði hendur
hennar af öllum mætti. „Á fætur,”sagði
hann og dró hana upp. „Hreyfðu þig.”
Henni fannst sem blóðið í æðum
sínum væri frosið. „Hvaðskeði?”
„Skipið fórst. Það sprakk.”
„Og allt fólkið enn um borð — ó,
Ernst!”
Hún tók eftir að hann hafði getað
bjargað ljósmyndaútbúnaði sínum. Svo-
lítið skömmustulegur útskýrði hann:
„Það kom bátur upp að áður en spreng-
ingin varð. Ég kastaði öllu í hánn.”
Allt sem Tara átti voru ónýt föt
hennar, þrjátiu dalirnir, sem Hart hafði
lánað henni, nisti móður hennar,
hringur Daníels, bréfið og áttavitinn
sem hann hafði skiliðeftir hjá henni.
Ásamt tólf öðrum sem liföu slysið af
stefndu þau steinuppgefin til Dyea. Það
var ömurlegur og óaðlaðandi staður,
þyrping tjalda og kofa. Aðeins ein
traustlega byggð bygging var þar, Al-
menna verslunin.
Inni i versluninni voru hrúgur af
fötum og útbúnaði. Umfram allt var ofn
þar. Þau fóru að honum og yljuðu sér.
Tveir indíánar og afskaplega feitur
maður horfðu á þau með ólund.
„Konan þarfnast fata,”sagði Hart.
Feiti maðurinn kinkaði kolli i áttina
að hillunum. „Afgreiðið ykkur sjálf.”
Þarna var ekkert fyrir konur svo Tara
valdi þykkar buxur og anorak og hafði
fataskipti bak við hrúgu af pokum. Hún
kom fram, allt útlit hennar hafði breyst
en henni var að minnsta kosti heitt. Hún
borgaði þá tuttugu og fjóra dali sem
maðurinn setti upp.
„Á hvaða ferðalagi eruð þið?”
„Á leið til Skagway,” sagði Tara.
„Hvaðer langt þangað?”
„Dagleið með leiðsögumanni.”
Annar indíánanna kom fram. „Tiu
dali,” bauð hann. Tara sneri sér undan
— það var meira en hún hafðr efni á.
Hún varð að hafa önnur ráð til að
komast til Skagway, því samkvæmt bréf-
inu hafði Daníel haldið þangað.
„Við verðum að finna hótel,” sagði
Hart þegar þau komu út á götuna. „Við
þurfum líka svefnpoka.”
Það var auðvelt að finna þetta. Fyrir
utan var verið að selja síðustu eigur lát-
ins námumanns. Svefnpoki Töru kostaði
einn dal.
Eina hótelið var fullt og fyrstu nóttina
þeirra i Alaska urðu þau að liggja á gólf-
inu. Þessa nótt, þar sem hún lá í svefn-
poka látins manns, umkringd hrjótandi
Tara
mönnum, hét Tara Kane sjálfri sér þvi
að hún myndi lifa af. Hún myndi finna
Daníel. Eftir þaðsofnaði hún.
Óvæntur hljómur sálmasöngs vakti
Töru. Hálfsofandi fór hún út og sá þar
hávaxinn, horaðan mann sem var að
flytja ræðu á miðri götunni. Dapurlegur
indiáni og lagleg kona héldu á spjaldi á
milli sín sem á stóð: „Krossferð
Beauchamp biskups til Klondike”.
Áheyrendur þeirra voru tveir glottandi
gullleitarmenn og drukkinn loðdýra-
veiðimaður. Nokkra metra frá stóð Hart
og var að ljósmynda hópinn.
„Afneitiö djöflinum,” öskraði biskup-
inn, „sameinumst i góðu verki og björg-
um þessu ósnerta landi fyrir drottin.
Gull mun ekki bjarga ykkur.”
„í dag munu krossfararnir halda til
Skagway I fyrsta hluta verks sins. Hver
vill koma með okkur?”
Tara hikaði andartak en steig síöan
fram: „Ég vil.”
Biskupinn hóf hendur sínar til himins.
„Drottinn veri lofaður.”
Hart hjálpaði henni að safna saman
hinum fáu eigum sínum. „Ég hafði enga
hugmynd um að frú Kane væri trúuð.
Tara, ég er hreykinn af þér!”
„Ég skammast mín dálítið,” viður-
kenndi hún, „en ég verð að komast til
Skagway.”
Hann stóð álengdar og horfði á hana.
„Hafðu gætur á þér, Tara. Þú ert mjög
sérstök kona. Gæfan fylgi þér.”
Það var komið með þrjá sleða, fyrir
hverjum var hópur hunda. Einn var
hlaðinn viðargrind.
„Dýrmætur farmur okkar af heilög-
um ritum,”sagði biskupinn Töru og kom
henni fyrir næst laglegu konunni.
Konan kynnti sig. „Ég er frú Beau-
champ, kona biskupsins. Hvernig komst
þú til Dyea? Ég vona að eiginmaður
þinn sé ekki gullleitarmaður.”
Tara hikaði. „Ég er Tara Kane. Eigin-
maður minn er fyrir norðan — hann er í
fjallalögreglunni,” sagði hún.
„En þeir mega ekki gifta sig.”
„Hann er yfirmaður.”
„Gott,” hélt frú Beauchamp áfram.
„Þú getur kennt í sunnudagaskólanum
með frú Constantine og mér.”
„Frú Constantine?” spurði Tara.
„Kona Constantines umsjónarmanns.
Ég hefði haldið að þú þekktir hana.
Hann stjórnar fjallalögreglunni í
Dawson.”
„Ég man ekki eftir henni í svipinn,”
sagði Tara óstyrk.
Henni til undrunar fannst henni
ferðin skemmtileg. Þær skemmtu sér á
leiðinni yfir hjarnið og allt í einu voru
þau í Skagway. Þar var risin borg, kann-
ski til bráðabirgða, en þar bjuggu aug-
sýnilega þúsundir manna.
Lestin nam staðar fyrir framan trú-
boðskofa þar sem textar úr biblíunni
voru negldir upp fyrir utan. Hann var
alveg í skugga af byggingunni við hlið-
ina, Höll hins forboðna fagnaðar.
Þrekinn maður gekk fram og bauð
þau velkomin. „Yðar hátign,” tónaði
hann.
„Blessaður, prestur,” sagði biskupinn.
Hann hjálpaði Töru niður. „Þetta er
séra Charles Bowers, hollustumaður
okkar í þessum synduga heimi.”
„Má ég afferma hinn heilaga farm?”
spurði Bowers.
„Auðvitað. Segðu mér, hvernig hefur
veígjörðamaður okkar það?”
„Hr. Smith hefur það gott, þakka þér,
biskup, og hann vill endilega að þú byrjir
á vinnu þinni sem fyrst,” svaraði
Bowers.
Hann vísaði biskupnum og konu hans
inn i lítið anddyri. „Vilt þú koma með
okkur, systir?”
„Eftir augnablik,” sagði Tara, áköf í
að eyða ekki tíma sinum til ónýtis í leit-
inni.
Tveir indiánar fóru fram hjá henni,
skjögrandi undan þunga einnar grindar
af biblíum. Þeir gáfu trúboðsstöðinni
engan gaum en fóru beint inn i Höll hins
forboðna fagnaðar.
Tara elti þá að dyrunum og gægðist
inn.
Langur bar var eftir endilöngu her-
berginu. Barþjónninn var nú þegar
búinn að opna grindurnar og tók ekki
bibliur úr þeim heldur viskíflöskur.
„Systir Tara,” sagði mjúk rödd,
„drekktu með mér fjallate.”
Bowers stóð glottandi við hliðina á
henni með tvö glös í hendinni. „Drekktu
— algjörlega óblandað.”
Hrollur fór um Töru en hún þáði
drykkinn sem hann bauð henni og var
næstum köfnuð.
Bowers kinkaði kolli til samþykkis.
„Niutíu prósent.”
„Af hverju látið þið sem þetta séu
biblíur?” andvarpaði Tara um leið og
hún hafði náð andanum.
„Guð hjálpi þér, barn. Áfengi er ólög-
legt á þessu svæði. Hinn góði biskup
verður að koma með það.”
Tara fann að sopinn hafði aukið
henni kjark. Hún þakkaði honum og
spurði síðan: „Hefur þú hitt gullleitar-
mann að nafni Daníel Kane?”
„Eiginmaður þinn?”
„Já. Og ég veit að hann hlýtur að vera
hér einhvers staðar.”
„Þú getur spurt Colson marskálk —
það getur verið að hann viti eitthvað.”
Hann glotti háðslega. „Drottinn blessi
og varðveiti þig, barnið mitt.”
Á skrifstofunni hafði marskálkurinn
fæturna uppi á skrifborðinu og var að
snyrta negiurnar.
Tara horfði efins á hann. „Ert þú
Colson marskálkur?” Hann kinkaði kolli
án þess að lita upp. „Ég er að leita að
eiginmanni minum,” útskýrði Tara og
fannst hún vera með afbrigðum heimsk.
Colson klóraði sér á maganum. „Týnt
honum? Helvíti, ég veit það ekki.
Enginn er lengi í Skagway.”
„Hann er að leita að gulli.”
„Þeir leita að gulli lengra norður frá.
Það væri betra fyrir þig að fara til
Dawson.”
Tara varð skyndilega hrædd. Hún
hafði búist við að finna Daníel i Skag-
way. „Hvar er Dawson?”
„Sjö hundruð mílur í norður.”
Skelfingu lostin sneri hún sér við og
gekk í burtu.
Hún reikaði niður aðalgötuna og
stansaði þegar hún sá Skagway frétta-
blaðið fest á gler í búðarglugga.
Bak við afgreiðsluborðið var gamall
maður að setja.
„Er ritstjórinn við?” spurði Tara.
„Ég er hann,” svaraði hann varlega.
„Þú fréttir af öllu sem skeður í Skag-
way, er það ekki?” spurði Tara vongóð.
„Öllu fréttnæmu sem hæft er til birt-
ingar,” sagði hann montinn.
„Ég er að leita að eiginmanni mínum,
Daníel Kane.”
Hann hristi höfuðið. „Hann hefur
ekki rænt bankann. Það hefði orðið for-
síðufrétt. Hefur ekki skotið neinn ... Þú
getur sett auglýsingu."
Feitur maður kom þjótandi inn á því
augnabliki. „Abe,” sagði hann með önd-
ina í hálsinum. „Ég hef frétt fyrir þig.
Serena Bradley var skorin á háls!
Stúlkan hans Thatchers. Þeir hafa náð
manninum. ÞaðerCal Mason.”
„Hvað kom til að Cal gerði svona
lagað?”
Maðurinn yppti öxlum. „Hann varð
óður, held ég. Hún var uppi með honum
á Síðasta tækifærinu — allsnakin.
Réttarhöld á morgun. Gleymdu ekki að
Frederick Grant sér um útförina.”
Ritstjórinn sneri sér að honum:
„Heyrðu, það gæti verið að þú gætir
hjálpað þessari konu. Hún er að leita að
eiginmanni sínum. Hefurðu jarðað ein-
hvern Daníel Kane nýlega?”
Grant hristi höfuðið. „Eina K-ið sem
ég hef jarðað var einhver Kerr í síðasta
mánuði.”
18 Vikan i. tbl.