Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 63

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 63
Þorstina Harpa Kristjánsdóttir, Sels- stöðum, 710 Seyðisfirði, er 12 ára og óskar eftir að komast í bréfasamband við stelpur á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál hennar eru badminton, tónlist, dýr og margt fleira. Bjarney Friðriksdóttir, Hraunbæ 50, 110 Reykjavfk, óskar eftir að skrifast á við stráka eða stelpur á aldrinum 12-14 ára. Hún er sjálf 12 ára. Helstu áhugamál hennar eru skíði, dans, skátar og margt fleira. Hún svarar öllum bréfum og óskar eftir mynd með fyrsta bréfi ef haegt er. Charles J. van Dornewaard, Marnixstraat 77, Hvis, 1015 VD Amsterdam, Holland, 21 árs gamall. Áhugamál tónlist, ferðalög. Skrifar ensku. Hans Lambrechts, Hessenweg 76 8051 Le Hattem, Holland, 16 ára gamall. Áhugamál fótbolti, tónlist, horfa á sjónvarp og lesa bækur. Skrifar ensku. Leo Hayman, 229 Felixstowe Road, Ipswich P3 9 Bn, Suffolk, England, 20 ára gamall. Áhugamál tjaldferðir, tónlist, bátsferðir. Skrifar ensku. Eitthvað bitastætt fyrir Póstinn Elsku Póstur! Það kom að þvíað þú fengir eitthvað bitastœtt til að glíma við. Fyrsta spurning er: Hver eru 7 undur veraldar? Og svo langar okkur að vita hvernig„kalda stríðið” hófst, hve lengi það stóð og hvers vegna það var háð. Hvers vegnafóru Bandaríkin í seinni heimsstyrjöldina? Við þökkum fyrirfram góð svör. Ástarkveðjur. Fjögur spurul. P.S. En svo, Póstur minn, á einnfjórði af okkur við stórt vandamál að stríða. Eg bý 'með manni sem fer frá mér á svo sem þriggja daga fresti og kemur heim á 10-12 daga fresti. Á ég að halda í hann eða á ég að láta hann fara? P.S. P.S. Við eigum saman dóttur. Ástarkveðjur. 1/4 Það gleður gamalt hjarta Póstsins hjartanlega að finna hversu mikla umhyggju ótrúlegasta fólk ber fyrir velferð hans. Þarna hafið þið fjögur lagt á ykkur mikil heilabrot til að hann fengi nú einu sinni verðugt verkefni að glíma við, því ykkur sýnist sem vandamál þeirra, sem Póstinum skrifa, geti varla verið ýkja merkileg. Það kemur Póstinum alltaf jafnmildð á óvart hvað fólk hefur mikla hæfileika til að líta annarra vandamál smáum augum. En líklega hefur samantekt þessa bréfkorns nægt til að gleðja hjörtu ykkar um stund og þá hlýtur tilgang- inum að vera náð. Fyrri liður bréfsins ykkar er þannig samansettur að greini- legt er að ykkur hefur vaxið í augum pláss það sem Pósturinn hefur til umráða. En svona til að taka af öll tvímæli, — það er alls ekki leyfilegt að taka 34 blaðsíður undir svar við einu bréfi. En til að svala fróðleiksfýsn ykkar vill Pósturinn benda á að um hin sjö undur veraldar má lesa til dæmis í Encyclopædia Britannica nr. 20 og bækur um síðari heims- styrjöldina og fleiri efni undir sólunni má finna á næstum öllum bókasöfnum landsins. Góða skemmtun! Svo þarna síðast kemur ein góð póstspurning, og reyndar grunar Póstinn að hún hafi sérstaklega verið gerð handa honum að glíma við. En svarið er mjög einfalt: Láttu þetta ekki á þig fá og gættu þess að þetta komi á engan máta niður á dóttur ykkar. Reyndu að koma þér upp ákveðnu kerfi varð- andi það, hvenær þú sjálf ert til viðtals, og Pósturinn mælir með að það sé til dæmis 29. febrúar fjórða hvert ár. Að lokum: Ástarkveðjur til ykkar allra frá Póstinum, sem harðneitar að lesa úr skrift bréfritara. Fernande Theisen, 7, rue du Village, Schuttrange, Gr. — D. de Luxembourg, 21 árs gömul. Áhugamál tónlist, útvarp, bréfaskriftir, lestur, dans, ferðast erlendis, göngur, söfnun póstkorta. Skrifar á ensku, frönsku og þýsku. James K. Y. Loke, 43 Heland Laut Road (Road 70), Kepong Bahru, Kúala Lumpur, West Malaysia, 26 ára gamall. Skrifar ensku. Pentti Koskenkorva, Niemen — Tuorla 21500 Pikis, Finiand, 24 ára gamall. Áhugamál bréfaskriftir, fólkið í heimin- um, tónlist, söfnun póstkorta, íþróttir o.fl. Skrifarensku. Uwe Meder, Leibnizstr. 12, DDR. 6500 Gera, 20 ára gamall. Áhugamál tónlist, söfnun póstkorta og frímerkja. Góður skákmaður að hans eigin sögn. Skrifar ensku. Jörg Thies, Chemnitrstrasse 18, D-2202 Darmstadt, 21 árs gamall. Áhugamál1 íþróttir, skák, borðtennis, tónlist, diskó, ferðalög, fri og lífið. Skrifar ensku. Anke Kurth, 2061 Nossentiner Hiitte Dorfstr. 24, PF. 56, 16 ára gömul. Áhugamál söfnun frímerkja og póstkorta, tónlist og fræðast um önnur lönd. Skrifar ensku. Jörg Liebezeit, Kirchfáhrendorf 38/4410 4203 Bad Diirrenbcrg — W — DDR/GDR, 17 ára gamall. Áhugamál ferðalög, landafræði, náttúran, mynt, frímerki, fótbolti. Skrifar ensku. Klaudia Niessen, Sportplatzstr. 6, S 107 Simmerath, West-Germany, 16 ára gömul. Áhugamál iþróttir — blak, borðtennis, tennis, sund, ferðalög, bréfa- skriftir. Skrifarensku. Getur smokkur- inn rifnað? Hæ! Ég vona að Helgu svelgist ekki á þessum spurningum. Getur þú sagt mér heimilis- fangið hjá Simoni Templar, hvað hann heitir í alvöru og hvað hann er gamall? Er hann giftur? Er nokkur hætta á að smokkurinn rifni þegar er verið að afmeyja stelpu? Fyrirgefðu skriftina. Hvað lestu úr henni? Tvær forvitnar Því er nú verr og miður, Póstur- inn veit ekki hvar Templar býr þessa stundina. Ef einhver lesandi getur frætt okkur um það mun honum góðfúslega verða léð rúm hér á síðunni. Það sama gildir um annað sem Símon varðar, Pósturinn verður að játa fáfræði sina í því máli og treysta á aðstoð lesenda í því efni. Efni það sem notað er í verjur nú á dögum á víst að vera nokkuð öruggt og því sáralitlar líkur á því að það gefi sig. Skriftin er ykkur fyrirgefin og úr henni les Pósturinn lítið annað en óhemjumikla forvitni. 3,tbl. Vlkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.