Vikan


Vikan - 08.05.1980, Page 18

Vikan - 08.05.1980, Page 18
Flugslys Lowenstein skildi ekki eftir sig neitt bréf til skýringar og hafði enga sýnilega ástæðu til sjálfsmorðs. Um slys var heldur ekki að ræða. Öryggislæsing- arnar á klefadyrunum voru svo öruggar að þær gátu ekki hafa opnast sjálf- krafa. Hvað hafði þá gerst? Dauði Lowensteins var forsíðufrétt í öllum blöðum. Leitað var að líki hans í Ermarsundi en árangurslaust. Andi Hinchcliffes kofn boðum í gegnum miðilinn Eileen Garrett og ollu þau ntiklum óróa: — Lowenstein er heldur ekki hérna hjá okkur... Nokkrum dögum siðar kemur hópur af fólki saman í London sem hafði fengist við tilraunir með ósjálfráða skrift. Fyrirliði þeirra er frú E. M. Taylor, skynsöm og gagnrýnin kona sem hlýtur að vera hafín yfir allan grun um græsku. Og þátttakendur þurfa ekki lengi að bíða þess að eitthvað gerist. Þeim til mikillar undrunar er andinn sem þau komast i samband við Lowenstein. — Getið þér fært nokkrar sönnur á það hver þér eruð? spyr hin gagnrýna frú Taylor. Röð af nöfnum og heimilisföngum birtist á pappírnum og seinna kemur í ljós að þetta eru allt vinir eða viðskipta- félagar Belgans. — Hvernig bar dauða yðar að höndum? spyr frú Taylor. Blýanturinn rennur hratt yfir pappírinn: — Mér var síst af öllu sjálfsmorð í huga þegar við lögðum af stað. En meðan á fluginu stóð fann ég mig allt í einu knúinri til að opna klefadyrnar og henda mér út . . . Ég reyndi að berjast gegn þessari tilfinningu en hún var of sterk . . . Hvers vegna? Ég veit það ekki. Svo tók ég hið hræðilega stökk út i tóntið... — Hvaðgerðist svo? — Ég sá fyrir mér fortíð mína eins og í bíómynd. Allt það góða og líka allt hið illa sem ég hafði látið af mér leiða ... — Hröpuðuð þér svo í sjóinn? — Ég man ekki lengur hvað gerðist næst. . . Það næsta sem ég man er að ég horfði á líkama minn í sjónum . . . Það var eins og þráður byndi mig við hann. Mig langaði til að leysa þann þráð... Ég sá framan í sjálfan mig og hrópaði upp yfir mig af skelfingu því ég skildi þetta ekki... Á þessu var bara ein skýring. Ég hlaut að hafa brjálast . . . Ekkert annað kom til greina... Svo lýsti Lowenstein því hvemig hann stóð skyndilega í anddyri Claridge- hótelsins í London þar sem hann bjó seinast. Hann sá dyravörðinn handfjatla bréf, sem voru stíluðá hann. — Ég gekk til hans og ætlaði að taka bréfin mín. En mér til mikillar skelfingar sá ég að hönd min fór beint í gegnum FLUGMAÐURINN SEM SNERI AFTUR Þetta gerðist í 1. og 2. hluta: Raymond Hinchcliffe flugstjóri og milljónaerfinginn Elsie Mackay leggja af stað f lítilli flugvél yfir Atlantshafið. Þau sjást aldrei framar á lífi en Hinchcliffe birtist vini sínum, Henderson, og kemur fram í andaglasi hjá gamalli konu, Beatrice Eari. Rithöfundurinn Arthur Conan Doyle lætur málið til sín taka og pantar miðilsfund hjá þekktasta miðli Breta, Eileen Garrett. Þar kemur Hinchcliffe líka fram og færir konu sinni, Emilie, ýmsar sannanir um tilvist sína. M.a. segir hann að hún fái þau 10.000 pund sem Elsie Mackay hafði lofað honum í líftryggingu, en faðir hennar, Inchcape lávarður, hafði neitað að greiða, síðasta dag júlímánaðar. Þrátt fyrir mikla tvísýnu reynist hann sannspár um það og varar enn fremur við öðru slysi, hinu dularfulla hvarfi viðskiptajöfursins og milljónamæringsins Lowensteins úr flugvél sinni yfir Ermarsundi. bréfin eins og þau væru bara loft. Ég skildi þetta ekki. Á þessu andartaki kom gamall kunningi Lowensteins, John Rosmarck, inn í anddyrið. — Ég ætlaði að rétta honum höndina, sagði Lowenstein. Hann hikaði andartak svo yppti hann öxlum og sagði við dyra- vörðinn: — Það er kalt hérna. Einhver dragsúgur . . . Hafið þið frétt nokkuð af Lowenstein? Nú hættir miðillinn skriftum, blýanturinn fellur úr hendi hennar. Hún dregur djúpt að sér andann og hallar sér þreytulega aftur á bak I stólnum . . . Sambandið við anda Lowensteins er slitið. Þessi skilaboð að handan komu frú Taylor ekkert á óvart. „Snúran” sem tengir sálina við líkamann kemur fram í þúsundum svona lýsinga. Sömuleiðis að fólk sjái lifshlaup sitt fyrir sér eins og bíómynd í andarslitrunum. Það kemur frú Taylor heldur ekki á óvart hversu bágt Lowenstein á með að átta sig á 18 Víkan 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.