Vikan


Vikan - 08.05.1980, Síða 19

Vikan - 08.05.1980, Síða 19
Flugmaðurinn sem sneri aftur þessu nýja ástandi sínu. Fólk sem ferst á voveiflegan hátt þarf oft langan tíma til að átta sig á því að það er dáið. Það skýrir líka hvers vegna Hinchcliffe hafði ekki orðið var við hann fyrir handan. Við rannsóknir minar á dauða Lowensteins fann ég blöðin sem miðillinn hafði skrifað hina ósjálfráðu skrift sína á. Ég fann líka athugasemdir sem Conan Doyle og frú Taylor höfðu skrifað eftir fundinn. Þau höfðu talað við dyravörðinn á Claridge og hann mundi eftir að hafa flett í gegnum bréf Lowensteins. Og John Rosmarck staðfesti að hann hefði verið á Claridge 1. júlí og mundi eftir að hann hefði haft þá einkennilegu tilfinningu að vinur hans Lowenstein stæði skyndilega fyrir framan hann. — Sennilega hefur þetta bara verið einhver skynvilla, sagði hann. 15. júli 1928, tveimur vikum eftir hvarf Lowensteins, fiskaði áhöfn bresks flutningaskips nakið og torkennilegt karlmannslik upp úr sjónum. Líkið bar þó samskonar armbandsúr og Alfred Lowenstein og tannlæknirinn hans þekkti hann á tönnunum. En það var ekki hægt að skera úr því hvort hann hefði drukknað eða látist við það að skella í sjóinn. Mánuðir liðu. Emilie Hinchcliffe þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af fjárhag sinum. 10.000 pundin frá Inchcape lávarði tryggðu lífsafkomu hennar. Hún fór oft á miðilsfund hjá Eileen Garrett hjá sálarrannsóknarfélaginu í London. Og Emilie var svo viss um að þar kæmist hún í samband við mann sinn að hún hélt fyrirlestra um þessi efni. Þeir nutu mikillar athygli. Árið 1929 gekk í garð og tími stóru loftfaranna rann upp. Þeirra var framtíðin, þessara risafugla sem með leik gátu klofið loftin blá með 50 farþega eða fleiri um borð. Þýska loftfarið Zeppelin LZ 126 var nýbúið að fara yfir NorðurAtlantshafið, ítalinn Nobile hafði flogið yfir norðurpólinn og Zeppelin LZ 127 fór í 55 daga hnattferð. Á Bretlandi var nýja risaloftfarið R 101 í smíðum, stærsta, öruggasta og glæstasta loftfar allra tíma. Það var rúmlega 240 metra langt með borðsal fyrir 50 manns, danssal, reyksal og glæsilega klefa eins og lystiskip. R 101 átti að reisa við álitið á breska flugvélaiðnaðinum, sem hafði orðið að láta deigan síga undan Þjóðverjum, og sýna heiminum að enn bar ljóma á breska heimsveldið. Ferðaáætlunin var á þessa leið: Frá London til Kairó á tveimur dögum, Kanada á þremur dögum, Indland á fimm dögum, og þaðan til Ástralíu á tíu dögum. Enginn hafði þorað að láta sig dreyma um slíka ferð. En fyrst átti að fara til Indlands og var fullbókað í þá ferð löngu fyrir reynsluflug. Einn morguninn varð Eileen Garrett fyrir hræðilegri reynslu. Hún var á einni af sínum venjulegu skemmtigöngum um Hyde Park garðinn þegar henni fannst hún sjá risaloftfar á flugi. En skyndilega sá hún hvernig eldur gaus upp í einum klefanum og þykkir reykjarmekkir teygðu sig til himins. Síðan seig loftfarið hægt niður og hvarf í skjóli við húsin. Eileen Garrett varð gripin skelfingu og flýtti sér heim. Hún kveikti á út- varpinu og bjóst við einhverri slysa- tilkynningu. En ekkert slíkt gerðist. Seinast hringdi Eileen Garrett til að spyrjast fyrir um ferðir loftfara. En þeirra var ekki von, R 100 og systurfarið R 101 voru enn ekki orðin flugfær. Annaðhvort var þetta skynvilla hjá Eileen Garrett eða þá að hún hafði séð fyrir óorðið slys eins og kom fyrir í sambandi við dauða manns hennar. Skömmu seinna kom Hinchcliffe fram á miðilsfundi með nýja viðvörun: — Það skeður nýtt slys . . . Loftfarið þolir ekki hleðsluna. Ég vil ekki að Johnston verði fyrir sömu örlögum og ég ... hann var vinur minn ... þeir ættu að fresta reynslufluginu ... Johnston var fyrrverandi stríðsfélagi Hinchcliffes og hafði verið ráðinn sem loftsiglingafræðingur í fyrstu ferð loft- farsinsR 101 til Indlands. Emilie hikaði. Átti hún að vara hann við? Johnston mundi hlæja að henni. Hún bað Conan Doyle um ráð. Hann fór með henni til Johnstons. Hann hlustaði þolinmóður á hinn fræga rithöfund og þakkaði fyrir ráðið. — Hafið engar áhyggjur, sagði hann. — Við munum gæta fyllstu varúðar. Við tökum ekki nokkra einustu áhættu. Því miður var þetta ekki allur sannleikurinn því að ótal gallar komu fram hjá loftfarinu R 101 fyrir reynslu- flugið. Það var enn ekki fullbúið tækni- lega séð. En stjórnin, sem þurfti á stjórnmála- legri auglýsingu að halda, lagði hart að viðkomandi aðilum að hraða reynslu- fluginu. Einn sá allra ákafasti var Thomson lávarður, flugmálaráðherra. Hann var 55 ára gamall og ókvæntur. Og hann lét sig dreyma um að verða aðstoðar- konungur á Indlandi. Þess vegna ætlaði hann sjálfur með í reynsluflugið. Það átti aðaukaáálit hans. 7. júlí 1930 lést sir Arthur Conan Doyle. Maðurinn sem hafði helgað síðustu ár Hinn látni sagði: Ég horfði á líkama minn í sjónum. Þriðji hluti Tveimur vikum eftir hvarf Lowensteins fiskaði áhöfn bresks f lutningaskips nakið og torkennilegt karlmannslík upp úr sjónum. lífs síns sálarrannsóknarstörfum var dáinn. Og brátt lét hann líka vita af sér á miðilsfundi eins og þeir Hinchcliffe og Lowenstein. Reynsluflug R 101 til Indlands var ákveðið þann 4. október 1930. Viku áður var Eileen Garrett stödd i kvöld- verðarboði í London ásamt sir Sefton Brancker, fyrrverandi félaga Hinchcliffes. Hann hafði á sínum tíma gegnt háu embætti í flugmálaráðuneyt- inu. Eileen sagði honum frá sýn sinni og varnaðarorðum Hinchcliffes. Sir Sefton þrýsti einglyrninu betur að auga sér og hló taugaóstyrkur. — Og um hvaða loftfar haldið þér að sé að ræða? — R 101, svaraði Eileen. — Það á að fljúga til Indlands með mig og Thomson lávarð um borð. Vonandi hefur yður bara dreymt illa. — Já, það væri óskandi, sagði Eileen. — Erekkihægtaðfrestaþessuflugi? — Nei, þetta er allt saman fast- ákveðið, svaraði Brancker. — Þvi verður ekki breytt. 4. október 1930. Allt er tilbúið fyrir flugið. Veðurspáin veldur mönnum nokkrum áhyggjum. Lægð yfir lrlandi. Skýjað. Rigning og 6 vindstig. Öll önnur skilyrði eru þó góð, það er ekki hægt að fresta fluginu. Klukkan 19.34 leggur loftfarið af stað frá Cardington og hefur sig til skýja. Áhorfendur fagna ákaft á meðan það hverfur hægt úr sjónmáli. Á sömu stundu situr Eileen Garrett í stofunni heima hjá sér ásamt vinkonu sinni, Beatrice Earl. Hún reynir að ná sambandi við Hinchcliffe. Þær þurftu heldur ekki lengi að biða. „Hinch” kemur skilaboðum til þeirra með ósjálfráðri skrift, miðinn er enn til. Þau eru ekki löng, aðeins tvær setningar: Það fer að hvessa. Nú getur ekkert bjargað þeim nema kraftaverk. „Það skeður nýtt slys: Loftfarið þolir ekki hleðsluna . . . þeir ættu að fresta reynslufluginu . . ." Skop \\i // X Bulls 19. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.