Vikan


Vikan - 08.05.1980, Síða 29

Vikan - 08.05.1980, Síða 29
18. Súlnaberg á Akureyri Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg- feldi Saga Loft- leiðir Matur X5 8 6 Þjónusta X2 9 6 Vínlisti XI 6 6 Umhverfi X2 7 7 Samtals X10 78 62 Vegin meðaleinkunn Meðalverð aðal- rétta i krónum: 8 '8.500 6 8.300 Holt Naust Hornið Laugaás 9 4 6 7 7 9 8 6 6 4 X X 7 9 8 7 79 Q 60 62 6 61 O 8.100 u 8.000 3.600 u 3.600 Versalir Skútan Stillholt (Akranesi) Súlnaberg (Akureyri) 7 5 7 2 8 (II 6 X 7 X X X 8 6 8 5 74 7 39 4 63 6 20 O / 6.900 T 4.100 4.100 z 4,300 laust. Rauðkál úr glasi var væmið á bragðið. Sýrð gúrkan var í lagi sem fyrr segir. Blandaða dósagrænmetið var þrælsoðið og viðbjóðslegt. Brúnuðu kartöflurnar voru i grautarformi. Hin alræmda, islenska framleiðsla, jarðar- berjasulta, kórónaði sköpunarverkið. Verðið var 2.980 krónur. Grillaðar lambakótilettur Ekki var ástandið betra í grillinu. Þaðan bárust okkur mjög svo feitar og ólögulegar „glóðarsteiktar lamba- kótilettur með kryddsmjöri, hrásalati og frönskum kartöflum". Þær jóðluðu i feiti, auk sinnar eigin feiti. Krydd- smjörið var sæmilegt, en ákaflega litið kryddað. Hrásalatið drukknaði i allt of mikilli og griðarlega væminni sósu. Frönsku kartöflurnar voru bæði of saltaðar og of steiktar. Verðið var 3.530 krónur. Hamborgari Meira að segja hamborgari staðarins var þurr og leiðinlegur á bragðið. Frönsku kartöflurnar voru illa meðhöndlaðar sem fyrr segir. Og tómatsósan var disæt, innlend fram- leiðsla. Verðið var 990 krónur fyrir utan sósu og kartöflur, en 1.890 krónur með þeint. Meðalverð tveggja rétta máltiðar af matseðli dagsins var 3.100 krónur og þriggja rétta máltíðar 3.800 krónur. Meðalverð forrétta, súpa og eggjarétta á fastaseðlinum var 2.000 krónur, aðalrétta 4.300 krónur og eftirrétta 700 krónur. Þrírétta máltið af fastaseðli, án kaffis, ætti þvi að kosta um 7.000 krónur, Á reikningnum var bara ein heildar- tala. Ef einstakir liðir hafa verið rétt reiknaðir. kostar kaffibolli eftir mat heilar 3.630 krónur. Ef hann kostar minna, hefur Súlnaberg reiknað verð máltiðarinnar mjög svo gróflega sér I hag, umfram það sem stendur á matseðli. Og eru þau verð nógu há fyrir. þótt ekki sé á þau smurt. Súlnaberg er I verðflokki með Skrínunni, Aski og Halta hananum i Reykjavik og mun dýrari en miklu betri staðir á borð við Brauðbæ, Hornið og Laugaás, svo ekki sé talað um hina ódýru staði. Múlak^ffi og Matstofu Austurbæjar. Súlnaberg fær tvo I einkunn fyrir matreiðslu og fimm i einkunn fyrir umhverfi og andrúmsloft. Vegin meðal- einkunn matstofunnar eru tveir. Að fara i Súlnaberg var eins og lenda i klóm ræningja. Jónas Kristjánsson í nœstu Viku: Bautinn á Akureyri 19. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.