Vikan


Vikan - 08.05.1980, Síða 31

Vikan - 08.05.1980, Síða 31
Popp Þorgeir Astvaldsson DONNA SUMMER: Hin eina sanna diskódrottning „Guð gaf mér diskó," segir Donna Summer og engin furða því dans- og diskófárið hefur fært henni fé og frægð svo um munar. Frami hennar hefur verið skjótur og leiðin á toppinn greið- fær. Ekki eru mörg ár siðan hún var alls- endis óþekkt söngkona í Þýskalandi og hafði þó heLst unnið sér það til frægðar að taka þátt í uppfærslu á söngleiknum Hárið þar í landi. Hún vakti fyrst verulega athvgli þegar hún söng eða öllu heldur stundi lagið Lxive to love you inn á plötu. Það rauk beint á topp helstu vinsældalista og Donna komst í sviðs- Ijósið. Fleiri lög fylgdu í kjölfarið og allt fór á sömu leið — þetta var á árunum '15-11 jregar diskómúsikin var í hröðum uppgangi. Það voru kannski fremur þeir sem að baki Donnu stóðu sem skópu vinsældir laga hennar heldur en hún sjálf — menn sem sömdu lög, útsettu og gæddu sérstöku hljómfalli i anda dans- og diskótónlistar. Koma margir þar við sögu, m.a. lslendingur einn, Þórir Baldursson, sem leikur og útsetur á fyrstu plötum Donnu. Sá er öðrum fremur hefur staðið að baki velgengni Donnu heitir Giorgio Moroder. Hann þykir snjall upptöku- maður og hefur auk þess samið mörg þekktustu lög hennar (oft ásamt drottningunni sjálfri og Peter Bellotte). Það er ekki hægt að segja að þær lagasmíðar séu margbrotnar en engu að síður fallið í mjög góðan jarðveg í flutningi Donnu og þær orðið mesta söluvara diskótónlistarinnar. Donna Summer sló fyrst i gegn í Evrópu en eftir að Bandaríkjamenn tóku henni opnum örmum opnuðust flóðgáttir frægðar og frama. Hún er fastagestur á helstu vinsældalistum — hefur tekið þátt i kvikmyndum með þokkalegunt árangri og hlotnast mörg æðstu verðlaun dægurtónlistarinnar, t.d. Grammy-verðlaunin á síðasta ári sem besta poppsöngkonan o.s.frv. Donna er ekki aðeins frambærileg söngkona, hún er allra kvenna friðust og víst er að útlit hennar hefur ekki spillt fyrir henni á framabrautinni. Hún er ótvirætt hin eina sanna diskódrottning — kom fram i sviðsljósið á réttum tíma Donna í heimahúsum. Ósköp venjuleg og hæglát stúlka. og það gerir oft gæfumuninn. Svo er að sjá hvernig henni reiðir af þegar diskó- aldan er gengin yfir. 19. tbl. Vtkan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.