Vikan


Vikan - 08.05.1980, Side 38

Vikan - 08.05.1980, Side 38
Vikan og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta og vöruviöskipti hafa ýtt undir þróun til aukins þrifnaðar og hollustuhátta í meðferð og vinnslu hráefnis og hefur hraðfrystiiðnaðurinn hér á landi tekið stórstígum framförum á síðari árum, m.a. vegna kröfu um betri fiskafurðir á Bandaríkjamarkað. Lög, reglugerðir og samningar aðila vinnumarkaðarins hafa reynt að tryggja öryggi og góðan aðbúnað á vinnustöðum en það dugar skammt nema til komi veruleg almenn umræða, upplýsingar og þekking alls þorra fólks á því hvernig gera skuli umhverfið þannig úr garði að ekki einasta sé það hættulaust og spilli ekki heilsu, heldur sé það hannað með tilliti til þess að stuðla að almennri velliðan fólksins sem þar vinnur. Við tslendingar þykjum byggja stór og íburðarmikil hús og gerum miklar kröfur til gæða híbýla okkar, sem vafalaust helgast að einhverju leyti af köldu loftslagi og löngum vetrum. En þegar þess er gætt að mörg hver verjum við meira en helmingi vökutíma okkar á vinnustað þá er eðlilegt að athyglin beinist að því umhverfi og samsvarandi gæðakröfur verði gerðar til vinnu- umhverfis og heimahúsnæðis, frístunda- eða annars umhverfis. Vinnuumhverfi merkir hér alla þá samverkandi þætti í umhverfi staðarins sem hafa áhrif á líðan og möguleika starfsfólksins til áhrifaríkra vinnu- bragða, s.s. lýsing, hiti, loftræsting, hávaði, litir, innréttingar. Hönnun allra þessara þátta ásamt formi rýmisins og hlutföllum, innréttingum og áferð efna sem notuð eru, skipta sköpum um það hvort viðkomandi umhverfi nær því að geta talist manneskjulegur vinnustaður sem stuðlar að fyrrgreindum markmiðum eða ekki. Skipulag og hönnun vinnustaða er auk þess oft flókin aðgerð og krefst nákvæmrar skil- greiningar á þeim athöfnum sem fram eiga að fara og miðast m.a. við að auðvelda samskipti innbyrðis milli verk- þátta og að ákvarðantaka eða árangur verks nái fram að ganga á réttum stað á réttum tíma. Húsgögn og innréttingar verður að vanda vel og hönnun þeirra að miðast við hvernig á að nota þær. Að sjálfsögðu skiptir miklu að hæð vinnu- borða sé góð og að vinnustólar sem menn sitja í langtímum saman stuðli að réttri og afslappaðri stellingu líkamans. Sama máli gegnir um staðsetningu tækja og annars búnaðar. Litir hafa ákveðnu hlutverki að gegna jafnframt þvi að vera til augnayndis. Gott litaval, í samspili við áferð þeirra efna sem notuð eru, getur haft gildi til þess að einfalda umhverfið og til að auka áhrif lýsingar, til að koma í veg fyrir glampa í augun, auka á viðbragðs- skyn starfsfólksins og getur þar með dregið verulega úr slysahættu. Litir geta líka stuðlað að þrifnaði og hafa auk þess mikil áhrif á persónulega og sálræna 38 Vikan 19- tbl. liðan fólks. Þó erfitt sé að skilgreina almennt þá merkingu sem felst í orðinu „karakter” staðarins þarf hann eigi að síður að vera í samræmi við tilgang hans og litir, form og áferðir skipta þar meginmáli. Lýsing þarf að vera almenn og best þar sem meginstarfið fer fram. Einnig er mikilvægt að jafnvægi sé á milli styrk- leika raflýsingar og dagsbirtu einkum í námunda við glugga. Sé þess ekki gætt virkar raflýsing að degi til léleg í saman- burði við birtuna úti fyrir. Góð birta og knnnáttusamleg hönnun lýsingar er mikilvægur þáttur í heilsuvernd og öryggi gegn slysum. Hávaði hefur aukist verulega með tækniþróun og stórvirkum vélum loft” vinnustaða, auk þeirra sem að framan greinir, en sem erfitt eða óæski- legt er að setja við mælistiku eða gera lög um. Þar má nefna fagurt útsýni, lifandi plöntur, vel valin listaverk, persónulega muni starfsfólks, s.s. blóma- vasa, myndir, sem allt getur stuðlað að heimilislegum svip og góðum starfsanda á vinnustað. Miklar framfarir hafa orðið á siðari árum i hönnun iðnaðar- húsnæðis, skrifstofubygginga og verk- smiðja og eru nú víða gerðar sams konar kröfur um þess háttar umhverfi sem um ibúðarhús, opinberar byggingar og umhverfi þeirra. Þar má nefna t.d. Bretland. Þessar nýju reglugerðir hafa hvatt arkitekta og hönnuði til skapandi vinnubragða, minni einhæfni og fegurri formsköpunar, bæði við hönnun þessara tegunda mannvirkja og alls umhverfisins í tengslum við þau, stöðuvötn hafa verið búin til, akrar, kjarr og hraun vernduð og fleira mætti telja. Hér á landi þarf að verða mikil hugar- farsbreyting allra sem um þessi mál fjalla á þýðingu umhverfisins, hve afger- and þátt það á í að móta okkur, viðhorf okkar og lífshætti og hve miklu það ræður um almenna líðan fólks og lifsinnihald. Þegar þess er jafnframt gætt hve dýrt er að breyta því umhverfi sem á annað borð hefur verið búið til, má öilum vera Ijós nauðsyn þess að vanda vel það umhverfi sem við erum að móta í dag. □ Reynt er að tengja skrif- stofur vinnslu- sölum með þvi að nota grænan lit bæði á teppi og hurðir. Innréttingar eru hannaðar af Teiknistof- unni Garða- stræti 17, en vinnuborð og stólar á skrif- stofum eru eftir Pétur B. Lúthersson hús- gagnaarkitekt. nútimans. Á mannmörgum vinnu- stöðum eru hljóð þýðingarmikið atriði og krefjast oft mikillar nákvæmni ef takast á að koma i veg fyrir heilsutjón af völdum hávaða. Jafnvel lág hljóð geta valdið ónæði, meðalhá hljóð framkallað taugatruflun og líkamlega þreytu og mjög há hljóð í langan tíma orsakað varanlegan heyrnarmissi. Sýnt hefur verið fram á að sé verulega dregið úr hávaða eykst að sama skapi vellíðan fólks og aukning verður á vinnu- afköstum. Hljóðdeyfing er m.a. gerð með notkun hljóðeinangrunar í veggjum, skilrúmum, leiðsluþróm og með vali efna og áferða. Ýmsir aðrir þættir geta haft mikil áhrif á hvernig til tekst um „andrúms-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.