Vikan


Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 46

Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 46
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal AÐ SLÁ BÖRN Þann 1. júlí 1979 gengu í gildi ný lög í Svíþjóð þess efnis að foreldrum er bannað að slá börn sín. 1 því tilliti urðu börn jafnrétthá og fullorðnir, þar sem það hefur varðað við lög ef fullorðnir ráðast hver á annan og slá. Þar sem fullorðnir hafa verndað hver annan gegn líkamlegu ofbeldi fannst löggjafar- valdinu rétt að verja börn einnig gagnvart árásum fullorðinna. Mörgum hefur fundist hálfbroslegt að það þurfi að setja lög til þess að verja börn gegn barsmíðum og heyrst hefur að flestu geti Svíar fundið upp á til að vera öðruvísi en aðrir. Mörgum finnst einnig að það sé ekki svo hættulegt að slá börn, og nefna gjarnan í því sambandi að þessi eða hinn eða viðkomandi sjálfur hafi verið sleginn sem barn, án þess að skaðast af því. 1 því sambandi gerir fólk gjarnan greinarmun á því að slá börn fast svo að þau finni til eða slá þau laust á fingurna eða í rassinn, og nefnir að það sé oft eina leiðin til þess að fá börn til að hlýða að sláþau. Því hefur oft verið haldið fram að börn séu ekki slegin á íslandi og að barsmíðar hafi aldrei tíðkast hér sem uppeldisaðferð. Þetta er hins vegar ekki rétt þótt ekki séu til neinar verulegar rannsóknir eða opinberar skýrslur á tíðni né eðli barsmíða hér á landi. Það kemur í Ijós í meðhöndlunarstarfi við foreldra að þeir gripa oft til barsmíða þegar öll önnur ráð þrjóta. Hvort barsmíðar koma oftar eða sjaldnar fyrir á tslandi en í öðrum löndum er ef til vill ekki svo áhugavert en aðalatriðið er að það tíðkast verulega sem uppeldisaðferð hér aðbörnséu slegin. Hyggið þér á ferðalag erlendis interRent bílaleigan býður yður fulltryggöan bíl á næstum hvaða flugvelli erlendis sem er - nýja bíla af þeirri stærð, sem hentar yöur og fjölskyldu yóar. Vér útvegum yður afslátt - og jafnvel er leiguupp- hæðin lægri (ekkert kílómetragjald) en þér þurfið að greiða fyrir flutning á yðar bíl með skipi - auk þess hafið þér yðar bíl að brottfarardegi hér heima. Verói óhapp, tryggir interRent yður strax annan bíl, í hvaða landi sem þér kunnið að vera staddur í. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu, vér veitum yður fúslega allar upplýsingar. interRent interRent á íslandi / Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar: 86915, 31615 Akureyri -Tryggvabr. 14 - Símar: 21715, 23515 í Svíþjóð kom í ljós að almenningur hafði skipt mikið um skoðun á réttmæti barsmíða á ca tiu ára timabili. Árið 1965 voiu það um 53% sem álitu að það væri nauðsynlegt í uppeldi að slá börn,á móti 26% árið 1978. Þegar öll ráð þrjóta Fæstir foreldrar vilja slá börn og flestir vita innst inni að það er slæm uppeldisaðferð. Margir slá hins vegar og fá mikla sektarkennd eða samviskubit á eftir. I slíkum tilvikum er algengt að for- eldrar segi að þeir hafi verið búnir að reyna öll ráð sem þeir kunna, t.d. að tala barnið til, æsa sig upp við það, öskra á það, hóta öllu illu og siðast að slá. Oft gerast þessir hlutir þegar foreldrarnir eru sjálfir illa upplagðir eða þreyttir. Það finna börn fljótt inn á og reyna gjarnan að ögra foreldrunum með þvi að gera þeim allt á móti skapi. Börn geta rifist, lamið foreldrana, sagt við þá leiðinlega hluti, neitað að gera allt sem þau eru beðin um. Við þetta æsist leikurinn gjarnan og getur endað með því að slegið er. Viðvíkjandi minni börnum á mótþróaskeiði geta foreldrar oft misst þolinmæðina þegar þau segja nei við öllu. í þeim tilvikum geta foreldrar sagt að þeir skuli sýna börnunum fram á-bver ræður og kenna þeim að segja.já. Það er staðreynd að í mörgum aðstæðum standa foreldrar ráðþrota og verða svo reiðir og uppgefnir að höndin verður eina ráðið sem hægt er að grípa til, eins og t.d. þegar börn vilja aldrei fara að sofa á kvöldin, heimta allt annan mat en boðið er upp á, láta „illa” þegar gestir eru, eru ómöguleg í búðum o.s.frv. Það getur verið skiljanlegt að gripið sé til þess að slá en eitt er víst, að í flestum tilvikum skaðast börn á því. Mörg dæmi vitna um að börn sem hafa verið slegin i æsku þjást af hræðslu og sektarkennd seinna meir. I mörgum þessum tilvikum hefur ekki verið um að ræða annað en það sem margir kalla að dangla í eða slá lauslega. Einnig er hætta á því að börn sem alast upp við þá uppeldisaðferð að allt sé í lagi að slá geri slíkt hið sama sjálf þegar þau verða einhvern timann foreldrar. Einn tilgangur með þvi að setja inn í sænska löggjöf að: „börn megi ekki verða fyrir líkamlegri hegningu né annarri niðurlægjandi meðferð” er einmitt sá að reyna að auka á meðvitund foreldra og bama um að uppeldi og það að slá börn eru tveir óskyldir hlutir og að það sé mikilvægt að reyna að finna aðrar leiðir til að leysa úr árekstrum. 46 Vlkan 19. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.