Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 26
I Alþýðutónlist — veggspjald Akureyrarsándið er orðið nokkuð áberandi í tónlistar- lífinu. Hljómsveitin HVER frá Akureyri er nefnilega einstök i sinni röð. Tónlistin sem þeir leika getur kallast soul, funk eða black music. í anda þessarar tónlistarstefnu fengu félagar i hljómsveitinni HVER svörtu söngkonuna Susan Causey til að syngja með sér í sumar. Upphaflega var hljómsveitin HVER skólahljómsveit, stofnuð af nokkrum náms- mönnum við Menntaskólann á Akureyri árið 1976. Brátt var tekið til við að leika á sveita- böllum og fast form komst á hljómsveitina. Eftir annan veturinn var hljóðfæra- leikaraskipan orðin föst: Baldur Pétursson leikur á hljómborð, Hilmar Þór Hilmarsson á gitar, Leifur Hallgrímsson á bassa, Steingrímur Óli Sigurðarson á trommur og Þórhallur Vogar á gítar. Hilmar Þór syngur, auk þess að leika á gítar. Soul og funk tónlist hefur lítt verið leikin af íslenskum hljómsveitum, en þess háttar tónlist er í mestu uppáhaldi hjá HVER. Þeir félagar segjast einkum hlusta á plötur með George Duke, Spyro Gyra, Earth, Wind and Fire, Brother Johnson, Chaka Khan, Bob Jones, Jakob Magnússyni og Mezzoforte. Funk, soul og jass rock gerir kröfur til hljómlistarmannsins um kunnáttu og leikni, segja þeir HVER-menn. Til þess að tjá tilfinningar sínar eiga hljómlistarmenn að nota hljóðfærin sem mest en töluð orð sem minnst. „Það er ekki hægt að : fela hljóðfæraleikinn bak við sungin orð, það er ekki tónlist heldur ljóðlist,” segja félagar í hljómsveitinni HVER. Þetta vilja þeir að svonefndir „alþýðutónlistarmenn” hafi í huga. Sjálfir segjast þeir vera alþýðuhljómsveit, það er að segja HVER hafnar tónlist með vélvæddum diskó-stimpli og leggur i staðinn áherslu á leikni í hljóðfæraleik og góðan söng. 1 black-music er söngur eða söngkona eitt af aðal- atriðunum. Þrjár söngkonur bættust við hljómsveitina vorið 1977, þær Erna, Eva og Erna. Góður andi ríkti í hljómsveitinni og tónlistin tók miklum framför- um. HVER ferðaðist víða, kom fram á útisamkomunni „Ein með öllu,” á Laugahátíð og fjölmörgum sveitaböllum. Á árinu 1978 var gerð sjónvarpsmynd með átt- menningunum í HVER. Tveggja-laga plata sem út kom fyrir ári var gerð á þessum tíma. Stöllurnar þrjár hættu haustið 1978 að syngja með HVER en vorið 1979 var ráðin ung söngkona, Arnheiður Ingimundardóttir frá Húsavík. Hljómsveitin ferðaðist um landið og kom víða fram, en síðan var haldið til Færeyja á miðju sumri. HVER spilaði um borð í Smyrli á leiðinni yfir hafið bláa og síðan á skemmtistöðum í Þórshöfn og Klakksvik. Fram að þessum tíma höfðu meðlimir hljómsveitarinnar haft það af að stunda ekki aðra vinnu og draga fram lífið af rýrum tekjum spila- mennskunnar. Arnheiður hætti með HVER um haustið og hélt áfram skólanámi, sem og sumir aðrir hljómsveitar- meðlimir. Þórhallur, Baldur og Leifur héldu til Bandaríkjanna þá um haustið i því skyni að kynnast tónlistarlífinu þar í landi, og þeir höfðu einnig hugsað sér að fá að fylgjast með upptökum og flutningi tónlistar ýmissa þarlendra tónlistarmanna. Þremenningarnir heimsóttu helstu upptökustúdíó i New York og Los Angeles og kynntu sér vinnubrögð ýmissa snillinga. Þeir segja að á flestum stöðum hafi verið augljóst að tónlistarmennirnir lögðu sig alla fram i flutningi og vinnslu efnis. Enda sé árangurinn sá að alþýðutónlist njóti viðurkenningar sem atvinnugrein, fyrir utan að vera vinsæk tónlistarform. Leifur, Baldur og Þórhallur léku á Íslendingahátíð i Los Angeles og það var einnig í Los Angeles sem þeir lögðu drög að þvi að fá Susan Causey hingað til lands í sumar. Susan kom til landsins í júní síðastliðnum. Hún hefur sungið með þekktum bandarískum listamönnum, svo sem Stevie Wonder, Thelmu Houston, Arethu Franklin og fleirum. Eftir tveggja vikna æfingar hófu HVER og Susan Causey að leika á skemmtistöðum og enn var ferðast um landið auk þess að leika á Akureyri. HVER lék í Árnesi um verslunarmannahelgina, en þar var sett landsmet i aðsókn innanhúss, en áætlað var að þarna á svæðinu hafi dvalist um 5000 manns um þá helgi. Susan Causey hélt til Bandarikjanna um miðjan september en hefur fullan hug á að koma aftur til íslands og syngja með HVER, eins og fram kemur í viðtalinu við hana hér á opnunni. HVER áformar að gefa út plötu i vetur en að öðru leyti er framtiðin óráðin. -jás AfldAendur HVERS troflfylltu Klúbbinn I Reykjavik. Lerfur (Grim) leikur funk-tónlist af lifi og sál. 26 Vlkan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.