Vikan


Vikan - 18.09.1980, Qupperneq 27

Vikan - 18.09.1980, Qupperneq 27
UÓSM.: JÓN ÁSGEIR * Hllmar og Susan syngja saman. Susan Causey ólst upp í Fort Wayne, Indiana í Bandarikjunum. Fyrir þrem árum flutti hún til Los Angeles á vestur- strönd Bandaríkjanna. Susan hefur sungið i nokkrum næturklúbbum en aðallega unnið við plötuupptökur. — Susan, þú kallar strákana i hljómsveitinni skringilegum nöfnum. Hvernig eru þau til komin? — Ég furðaði mig á mörgu, þegar ég kom hingað í júní, og mér fannst málið erfitt. Ég átti í erfiðleikum með að bera fram nöfn, svo að ég bjó til nöfn á strákana. Núna eru þeir orðnir vanir þessum nöfnum, það gengur meira að segja svo langt að fólk spyr eftir þeim með þessum nöfnum. Baldur kalla ég Spider, Þórhallur er Daddy, Steingrímur er Stone og Leifur fékk nafnið Grim. Auðveldast átti ég með að bera nafn Hilmars fram, hann heitir þess vegna „bara” Hilmar. — Þið eruð ósköp samrýnd að sjá og heyra? — Já, í það heila tekið hefur mér liðið mjög vel hér á tslandi, en sérstaklega geðjast mér vel að strákunum í HVER. Þeir eru ákaflega samrýndir og ræða öll mál saman áður en ákvarðanir eru teknar. Það er aldrei flanað að neinu. Strákarnir hafa líka verið sérdeilis umhyggjusamir við mig, reyndar hefur það nærri gengið út í öfgar. Þegar við vorum í Árnesi um verslunarmanna- helgina vildu þeir ekki að ég svæfi undir beru lofti. Þeir héldu að ég gæti kvefast. En ég svaf nú samt undir beru lofti, reyndar í fyrsta skipti á ævinni. Þetta var hreint ævintýri. Skömmu eftir að ég var sofnuð heyrði ég einhvern frýsa. Ég kallaði skelfingu lostin á strákana og þeir ráku hestinn burt. Nokkrum timum síðar vaknaði ég aftur og nú voru hestarnir fimm. Ég hafði hljótt um mig, pakkaði saman svefnpokanum og læddist inn í skólahúsið. Ég hef ekkert á móti hestum, enda farið í útreiðartúra bæði í Kaliforníu og fyrir norðan, en þegar þeir eru farnir að snusa af mér sofandi þá er of langt gengið. — Hvernig koma tslendingar þér fyrir sjónir? Hefurðu orðiö vör við kynþátta- fordóma? — Nei, ég var einmitt að orða það við strákana nýlega hve mér líður vel hér meðal annars vegna þess að ég hef ekki orðið vör við neina kynþáttafordóma. Auðvitað lita sumir á mig forvitnis- augum af því að ég er svört, það eiga víst ekki margir svartir söngvarar leið um landið. lslendingar eru upp til hópa vingjarn- legir i viðmóti. Aðstæður eru líka allar til þess gerðar að virka vel á fólk. Veðrið finnst mér til dæmis alveg ágætt, ekki ískalt eins og margir í Bandaríkjunum halda og heldur ekki of heitt. Hér fær maður líka sterka öryggis- kennd. Ég mundi til dæmis ekki þora að sofa undir beru lofti í Bandaríkjunum. Þar er ekki jxirandi að skreppa út að ganga klukkan fjögur að nóttu til. Hér er ég örugg með mig þótt ég fari í labbitúr. Ég þarf ekki að óttast nauðgara hér, en þaðer nú kannski minn hausverkur... — Hvað með hegðun ballgesta, drykkjuskap tslendinga...? — Eins og ég hef sagt þá eru íslendingar mjög vingjarnlegir í viðmóti. En drykkjuskapur er talsvert áberandi á dansstöðum og minnir helst á gamlárs- dag heima í Bandaríkjunum. Ég hef orðið vör við að menn drekki til að deyfa óttann við að tjá sig við aðra. Sumir segjast hafa áhyggjur af ensku- kunnáttu sinni þegar þeir eru edrú, en þegar þeir eru komnir í kippinn verða þeir óstöðvandi enskusnillingar. Mér finnst fólk í Reykjavík vera mikið opnara en landsbyggðarbúar og nálgast k að vera stórborgarbragur á Reykjavikur- búum. Þegar maður kemur á skemmti- staðinn Hollywood í Reykjavík er fas og klæðaburður fólks keimlikur því sem tíðkast í Hollywood í Kaliforníu. — Kemurðu aftur til tslands? — Mig langar til að koma aftur nresta sumar og hafa með mér 12 ára son minn. Hann hefði örugglega mikið gaman af að fara í útilegur. En það er enn óráðið hvort ég kem að syngja aftur með vinum minum í HVER. -jás 38. tbl. Vlkan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.